Baldur


Baldur - 30.10.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 30.10.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Ýmsar fréttk Sveitastjórnarkosningum í Austur-Þýzkala«di og bæj ar- stjórnarkosningum í Berlín er nýlega lokið. 1 sveitastj órnakosningunum fékk sósíalistíski einingar- flokkurinn hreinan meiri- hluta, rúmar þrjá'r miljónir atkvæða, næstir voru frjáls- lyndir með 1,5 milj. atkvæða. 1 Berlín fengu sósíaldemó- kratar 48% atkvæða eða 950- 000, kristilegir lýðræðissinnar 22% (443000), Sósíalistíski einingarflokkurinn 20% (390- 000) og frjálslyndir 8% (180- 000). Kanadíska verkalýðssam- bandið hefur fyrir nokkru gengið í alþjóðasamband verkalýðsins. Þessi ákvörðun sambandsins þykir sérstaklega merkileg, vegna þess að það hefur staðið í nánu sambandi við hið afturhaldssama amer- íska verkalýðssamband A F L, sem hefur sýnt alþjóðasam- bandinu fullan fjandskap og neitað að ganga í það. Á sama þingi og inntökubeiðnin var samþykkt, var felld, með miklum meirihluta, tillaga um áð banna kommúnistum að gegna trúnaðarstöðum innan sambandsins. — Kanadíska verkalýðssambandið telur hálfa miljón verkamanna inn- an sinna vébanda. Þingi brezka verkalýðssam- bandsins er nýlega lokið. Þingið gerði ýmsar merki- legar ályktanir í alþjóðamál- um, meðal annars samþykkti það rottækar aðgerðir gegn Francostjórninni á Spáni. — Hinsvegar náði tillaga um að víta utanríkismálastefnu brezku stjórnarinnar ekki samþykki, en það að slík til- laga kom fram, sýnir þó að ekki er brezkur verkalýður allskostar ánægður með stefnu brezku verkamannastjórnar- innar í utanríkismálum. Á þinginu mætti fulltrúi verkalýðs Sovétríkjanna, — flutti þar ræðu og hvatti til þess að verkalýður Bretlands og Sovétríkjanna ynni saman að því, að seinustu fasista- stjórnunum í Evrópu, stjórn- um Spánar og Grikklands, yrði steypt af stóli. Fyrsta hveraorkurafstöð á Islandi var sett í gang 19 þ. m. Stöðin er í Reykjakoti í ölv- usi og hefur Rafmagnseftirlit rikisins staðið fyrir byggingu hennar. Talið er að stofnkostnaður slíkra stöðva sé miklu lægri en vatnsaflstöðva. Stöð þessi verður eingöngu tilraunastöð, til þess að athuga hvort tiltækilegt er að fram- kvæma stærri virkjanir með hveraorku. Egill rauð á hann að lieita fyrsti togarinn, sem Neskaup- staður í Norðfirði eignast, en Egill enn rauði hét landnáms- maðurinn er nam Norðf j örð og bjó á Nesi. Togarinn er vænt- anlegur til Norðfjarðar i jan- úar n. k. Fgrsta flugmannaverkfallið, sem sögur fara af, liófst í Bandaríkjunum 21. þ. m. Verk- fallið náði til 11000 flugstarfs- manna og vegna þess urðu 3000 farþegar víða um heim að sitja, þar sem þeir voru komnir. Séra Sigurður Einarsson, skrifstofustj óri fræðslumála- stjóra hefur verið skipaður sóknarprestur í Holtspresta- kalli á Rangárvöllum. Sigurð- ur hlaut flest atkvæði þeirra, er um brauðið sóttu, en kosn- ingin var ekki lögmæt. Hitaveitu er nú verið að byggja á Selfossi, og á luin að vera fullgerð næsta haust. Heita vatnið verður telcið í Laugardælalandi, nokkra vegalengd austan við þorpið. Ráðgert er að vatnið verði 60 stiga heitt komið i hús. Þetta verður þriðja slík hita- veita hér á landi. Sveinbjörn Egilsson, rithöfundur, fyrverandi rit- stjóri Ægis, andaðist í Reykja- vík 25. þ. m. áttatíu og þriggja ára að aldri. Sveinbjörn var fæddur í Hafnarfirði 21. ágúst 1863, tók stúdentspróf 1884, byrjaði nám í prestaskólanum en hætti því og fór í siglingar. Sigldi hann á brezkum langferðaseglskip- um víða um heim í 20 ár. Kunmistu rit hans eru Ferðaminningar og sjóferða- sögur, er náð hafa mikilli hylli. Hann var skrifstofustjóri Fiskifélags Islands i 20 ár og ritstjóri „Ægis“ frá 1914— 1937. Keflavíkurflugvötlurinn var „afhentur“ íslendingum 25. þ. m. Athöfnin för fram á vellin- um sjálfum. McKee hershöfð- ingi afhenti völlinn fyrir hönd Bandaríkjastjómar, en Ólafur Thors forsætis- og utanríkis- ráðherra veitti honum viðtöku af hálfu íslenzku ríkisstjórn- arinnar. Viðstaddir voru: Finnur Jónsson dómsmálaráðherra, Emil Jónsson samgöngumála- ráðherra, Erling Erlingsson flugmálastj óri pg margir fleiri boðsgestir og áhorfend- ur. Innflytjendasamband úrsmiðafélags Islands hef- ur gefið Sjómannaskólanum vandaði klukku, sem sett hef- ur verið upp í turn skólans. Klukkunni fylgja 12 minni klukkur, sem ganga í sam- bandi við aðal-klukkuna og hafa þær verið settar upp í i kennslustofum skólans. Klukka þessi og fylgiklukkur hennar eru hinir mestu töfragripir, og hefur hún hlotið nafnið Is- landsklukkan. -------0------- Bærinn og nágrennið Dnestr, skip frá Leningrad, kom hingað til Isafjarðar s. 1. sunnudag. Skipið var að taka hraðfrystan fisk, sem seldur hefur verið til Sovétríkjanna. Hér á Isafirði og Hnífsdal tók það 22273 kassa. Þetta mun vera fyrsta skip- ið, sem hingað kemur frá Sov- étríkjunum. Það er rúmlega 3500 brúttósmálestir að stærð, og er því langstærsta skipið, sem hingað hefur komið. Það er byggt í Þýzkalandi 1939. Leikfélag Isafjarðar hélt nýlega aðalfund siun. I stjórn félagsins voru kosnir Ól- afur Ólafsson trésmiður, for- maður, Guðjón E. Jónsson, bankastjóri, ritari, Steinn Le- ós skrifstofumaður, gjaldkeri, og frúrnar Guðbjörg Bárðar- dóttir og Guðrún Bjarnadóttir meðstjórnandi. Félagið verður 25 ára 30. apríl n. k. og í tilefni af þvi rakti Guðjón E. Jónsson helztu atriðin úr sögu þess, gat leikrita, er það liafði sjrnt, blaðadóma um þau og taldi upp ýmislegt fleira, er viðkom sögu félagsins. Þá var einnig samþykkt áskorun til lelagsins um að minnast 25 ára afmæl- isins með Teiksjningu og út- gáfu minningarritsr, ef tök væru á. Jóhann Svarfdælingur var hér á ferð fyrir nokkru. Hafði hann tvisvar hér í Al- þýðuhúsinu kvikmyndasýn- ingu og sagði frá dvöl sinni og ferðalagi erlendis, í bæði skipt- in fyrir troðfullu liúsi. Vegna undirbúnings á framkvæmd laga um al- mannatryggingar verður af- greiðslutími skrifstofunnar fyrst um sinn: Kl. 10—12 og 1—3 daglega, á laugardögum þó aðeins kl. 10 —12. Isafirði, 10. október 1946. Sjúkrasamlag ísafjarðar. Hús til sölu. 1. íbúð — 3 herbergi og eldhús ásamt skrifstofu og stóru iðnaðarplássi. Einnig baðherbergi og miðstöð. Stærð 325 m3. Ennfremur fylgir hluti í útigeymslu og þvotta- húsi og aðgangur að þurklofti. Eignarlóð við höfnina. 2. Ibúð — 3 herbergi og eldhús, baðherbergi miðstöðv- arherbergi og geymsluherbergi. Stærð 185 m3. Enn- fremur hluti í útigeymslu og þvottahúsi og hálft, stórt þurkloft. Eignarlóð vjð höfnina. Upplýsingar gefa Harald Aspelund og Ólafur Magnússon Aðalstræti 15, ísafirði. Auglýsing eftir umsóknum um' elli- og örorkulífeyri og aðrar bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Um næstu áramót hefjast greiðslur bóta samkvæmt hinum nýju lögum um almannatryggingar. Almenningi er ráðlagt að kynna sér tilkynningu frá Tryggingastofnun ríkisins, sem birt hefir verið 1 blöðunum. Umsóknum ber að skila á skrifstofu tryggingarmála, Tanga- götu 8 hið allra fyrsta og er þess óskað að það verði gert fyrir 15. nóvember næstkomandi. Umsóknir ber að ritia á þar til gerð eyðublöð, sem fást á skrifstofunni. Fæðingarvottorð og örorkuvottorð verða að fylgja umsókn- unum, hafi þau ekki verið lögð fram áður með fyrri umsókn- um um bætur, eftir lögum um Alþýðutryggingar. Skrifstofan veitir nánari upplýsingar og aðstoð, ef þess er ógkað, og er hún opin virka daga kl. 10 f. li. — 3 e. h. Isafirði, 26. október 1946. Jóh. Gunnar Ólafsson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.