Baldur


Baldur - 07.11.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 07.11.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÓSIALIS T AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafiörður, 7. nóv. 1946 30. tölublað. Tuttugu og níu ára alþýðuvóld. Allt fram til ársins 1917 var rússneska keisaradæmið höf- uðvígi afturhaldsins í heimin- um. Um aldaraðir hafði al- múginn í þessu víðlenda ríki verið kúgaður undir járnhæl kcisaravaldsins. Bændurnir voru ánauðugir fram undir lok nítjándu aldar og kúgaðir und- ir oki og harðstjórn jarðeig- enda. Verkalýðurinn var mis- kunnarlaust arðrændur af at- vinnurekendum og vegna úr- eltra atvinnuhátta, scm aftur- haldsstjórnin viðhéJt. Siðspillt embættismannastétt beitti hinni grimmustu harðstjórn. Nýjar hugsjónir voru ofsóttar og allt gert til þess að kæfa þær í fæðingunni. Þjóðir þessa víðlenda ríkis, eins og Finnar, Pólverjar, Eist- ur, Lettar o. fl., voru undirok- aðar og allt gert til þess að þurka út tungu þeiiTa og þjóð- lega menningu. Rússneskan var ríkj andi mál keisaradæm- isins, og henni var þvingað upp á allar þjóðir þess hversu ó- skildar henni sem tungur þcirra voru. 1 heimsstyrjöldinni 1914— 1918 beið ' rússneska keisara- dæmið hið mesta afhroð. Keis- arastjórnin leiddi þjóðar þess á barm hernaðarlegrar og þjóðhagslegrar glötunar. En þá var glæpaskeið þessarar kúgunarstjórnar líka á enda runnið. Þann 12. marz 1917 gerðu verkamenn og hermenn (en þeir voru að mestum hluta bændur) uppreisn og steiptu keisaranum af stóli. Verka- lýðsstéttin tók forystuna í bylt- ingarhreyfingu fólksins og.bar- áttu þess fyrir brauði, friði og frelsi. — fyrir nýju og betra þjóðskipulagi. Fyrstu daga byltingarinnar voru þegar stofnuð ráð verka- manna og hermanna. En meiri- hluti forystumánna þessara ráða voru úr afturhaldssömum bændaflokki og menshivikar (sósíaldemókratar). — Báðir þessir flokkar ráku óákveðna og hikandi byltingapólitík, og fyrir atbeina þeirra var, með stuðningi landaðals og stór- jarðeigenda mynduð andlýð- ræðissinwuð borgaraleg bráða- birgðastjórn. Þessi stjórn skellti skolla-eyrum við kröf- um fólksins, sem gert hafði ~1 *d .: L LENIN byltinguna og úthelt blóði sínu fyrir hana, neitaði að veita þvi brauð og land og hefja á- kveðnar aðgerðir til viðreisn- ar hinu rúha landi. En fólkið átti sér forystu- flokk, sem var því hlutverki vaxinn, að leiða baráttu þess til sigurs. Það var Bolsjevika- flokkurinn undir forustu Len- ins og Stalins. — Þessi flokkur stjórnaði baráttu alþýðunnar gegn þessari nýju kúgunar og afturhaldsstjórn og undir for- ystu hans tók fólkið sj álft völd- in algerlega í sínar hendur 7. nóvember 1917 og stofnaði hin sósíalistisku sovétlýðveldi. — Þau tuttugu og níu ár, sem síð- an eru liðin, hefur ferill sov- étþjóðanna verið óslitin sigur- ganga. Enginn skyldi þó halda, að þeir sigrar, sem sovétþj óðirn- ar hafa unnið, hafi náðst án fyrirhafnar. Þeir hafa kostað mikla baráttu og stórar fórn- ir. Þegar á fyrstu árunum eftir byltinguna átti sovétstj órnin í höggi við innlenda gagnbylt- ingaheri og erlendar innrásar- hersveitir, en hún bar fullan sigur af hólmi í þeirri baráttu. Erlendu herirnir voru hraktir úr lahdi og mótspyrna inn- lendu gagnbyltingarinnar brot- in á bak af tur. — Tímabil upp- byggingarinnar hófst og Sovét- þjóðunum tókst á skömmum tíma að útrýma öllu atvinnu- leysi og hefja stórkostlegri at- vinnu- og menningarfram- kvæmdir en áður voru dæmi til Á sama tíma sem víðtæk- asta atvinnu- og viðskipta- kreppa, serh komið hefur, þjakaði auðvaldsheiminum og allt var að komast þar i öng- þveiti og rúst, svo að styrjöld var eina bjargráð auðvaldsins, gerðu Sovétlýðveldin áætlanir um stórkostlegar framkvæmd- ir, sem allur auðvaldshehnur- inn taldi óframkvæmanlega f jarstæðu, og ekki aðeins framkvæmdi þessar áætlanir fullkomlega, heldur fóru fram úr þeim. Á tímum 5-ára áætlananna sýndu Sovétlýðveldin yfirburði hins sósíalistiska skipulags á friðartímum, en þessir yfir bvirðir komu þó ekki siður í ljós í nýafstaðinni styrjöld. Samheldnin, baráttuviljinn og þrautseigjan, sem þegnar Sov- étlj'ðveldanna sýndu þá, eiga sér fá eða engin dæmi i sög- unni. Það heyrist oft, að í Sovét- lýðveldunum skorti ýms þau heimsins gæði, sem þjóðir ann- ara landa, minnsta kosti yfir- stéttir þeirra, geta veitt sér í ríkum mæli. Hér skal ekki bói-ið á móti, að þetta geti ver- ið rétt. Hinsvegar mun erfitt áð neita því, að byltingin hefur fært Sovétþjóðunum aukið frelsi, betri lífskjör og meiri menningu. Rússneska keisaradæmið var þjóðafangelsi, þar sem hinar mörgu þjóðir og þjóðabrot þess voru undirokaðar af einhi þjóð, Stór-rússum, eða öllu heldur kúgaðar undir ein- valdsstjórn eins manns, keis- arans. Sovétlýðveldin eru bandalag frjálsra þjóða undir sameigin- legri stjórn, sem byggð er á fullkomnasta lýðræði. Þær hafa fullt frelsi um öll sín innri mál, tunga þeirra og þjóðjeg menning er vernduð. 1 rússneska keisaradæminu bjó verkalýðsstéttin við úrelta atvinnuhætti, lág laun, vinnu- þrælkun kvenna og barna, langvarandi atvinnuleysi og algert öryggisleysi, ef veikindi, slys eða aðra örðugleika bar að höndum. 1 Sovétlýðveldunum var löngu fyrir strið lögboðinn 7 stunda vinnudagur og 5 daga vinnuvika, barnavinna afnum- in, vinna kvenna og unglinga takmörkuð og þeim veitt ýms sérréttindi og hlunnindi, vinnu- laun hækkuð, vinnuskilyrði bætt, svo að þau eru nú full- komlega jafngóð og betri en annarstaðar, og komið á full- komnum tryggingum. 1 stýrjöldinni varð að vísu að bregða út af þessum lögum, en slíkt er ekki að undra, þeg- ar meirihluti fullorðinna manna barðist á vígvöllunum

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.