Baldur


Baldur - 07.11.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 07.11.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R iþjóðernisleg ^énke&ni þeirra. jEf það, ^em h,ér hefur verið tgjið, eru ejkki framfarir, þá er erfitt að tala ,um framfarir í heiminum. Sovétlýðveldin hafa sýnt öll- um þeim, sem sjá vilja, yfir- burði sósíalismans, þau hafa sýnt að í sósíalistisku skipu- lagi hefur hver þjóðfélagsþegn jafna aðstöðu til að njóta hinna margvíslegu gæða, sem lífið hefur að bjóða, þar sem sérhver ný uppfinning . og auknar menningarlegar og verklegar framfarir eru sam- eign allrar þjóðarinnar og verða til þess að gera líf allra þegna hennar hjartara og betra. -----T-0 ..Ji!„ Kosningarnar í Háskól- anum. Þann 2. þ. n>. var kosið í full- trúaráð Háskólans. Úrslit urðu þau, að Félag róttsekra stúdenta fékk 100 atkvæði og 3 menn kosna, framsóknarmenn fengu 32 atkvæði og engan kosinn. íhaldssinnaðir stúdentar (Vaka) 197 atkvæði og 5 menn kjörna og Alþýðuflokks- menn 57 atkvæði og 2 menn kjörna. ....I....ÚIL.JJU"— A V ARP til almennings vegna stofnlánadeildar sjávarútvegsíns. Það er ósk og von allra Islendinga, hvar í flokki sem þeir standa, að allir landsmenn hafi atvinnu, og að framleiðslan sé rekin með stórvirkum atvinnutækjum, þannig, að rnikil afköst hafi í för með sér almenna velmegun og öryggi uin lífsafkomu. Sjávarútvegurinn er höfuðstoð a,tyinnulífsins. Án hins er- lenda gjaldeyris, sem sjávarafurðirnar færa þjóðarhúinu, eru allar tilraunir til að ná þessu marki dauðadæmdar. Undanfar- in ár hefir því verið unnið að því af kappi að endurnýja og auka fiskiskipaflota landsmanna. Um það bil tvö hundruð nýir bátar og skip af ýmsum stærðum hafa þegar bætst flotanum eða bætast við hann á næsta ári. Fé til þessarar aukningar hefir að mestu verið tekið af hinum erlendu innstæðum vorum. En þessi stórfelda aukning flotans er aðeins annað sporið, $em stíga þarf, til þess að sjávarútvegurinn færist í nýtísku horf. Hitt sporið er að auka og endurbæta stórlega aðbúnað útgerð- arinnar í landi. Hér er þörf stórfeldra hafnargerða, bæta þarf við hraðfrysti- húsum, er geta veitt móttöku afla*hinna nýju báta, reisa þarf stórar niðursuðuverksmiðjur, bæta þarf aðstöðu sjómanna með því að byggja nýjar mannsæmandi verbúðir, byggja þarf skipa smíðastöðvar og dráttarbrauiir, til þess að tryggja flotanum skjótar og góðar viðgerðir. Verkefnin eru óteljandi. Til þessara framkvæmda þarf annarsvegar erlendan gjald- eyri, pg hefir þegar að miklu leyti verið séð fyrir honum með sérstökum aðgerðum. Hinsvegar þarf innlendan gjaldeyri, láns- fé til mannvirkjanna, sem smíðuð eru innanlands. Ríkið mun taka mikið af þessum framkvæmdum, t. d. hafnargerðirnar, á sínar herðar. Peningastofnanir landsins hafa lagt fram sitt og munu framvegis styðja að framgangi þessa málefnis. En þetta er ekki nóg. Þjóðin öll verður að taka virkan þátt í þessu viðreisnarstarfi. Vér skorum á alla þá, sem styðja vilja að tæknilegri fram- þróun sj ávarútvegsins, betri aðbúð sjómanna í landi, auknu og hver sovétþegn varð að leggja fram krafta sína til hins ítrasta. En &vo framarlegá sem Sovétlýðveldin fá að íifa í friði, verður þessum málum komið í sajna horf eða betra en áður var. Bændur rússneska keisara- dæmisins voru ýmist ánauðug- ir eða bjuggu við skefjalausa kúgun stórj arðeigenda. Allir húnaðarhættir voru með irfið- alda sniði. Bændur Sovétlýðveldanna eiga jörðina í sameiningu. — Þeir liafa gert landbúiiaðinn að stóriðnaði, stofnað stór sam- yrkjubú og vinna með full- komnustu nýtízku tækjum. Meginhlutinn af íbúum rúss- neska keisaradæmisins var ó- læs og óskrifandi. Alþýðu- menntun þekktist ekki. Allt var gert til þess að útrýma tungu og menningu hinna und- irokuðu þjóða. öllum þegnum Sovétlýðveld- anna er t’ryggð menntun, hverjum við sitt hæfi, og þeir, sem nám stunda eru launaðir. Stutt er að því að hinar ýmsu þj óðir Sovétlýðveldanna geti yiðhaldið og þroskað tungu sína og þjóðlega. menningu, og allt gert til þess að vernda v *:* l Skammtað úr skrínunni. ! „Sannleikanum verSur hver sárreiSastur“. Einhver kratapersóna hér í bæn- um hefur orðið svo sárreið af þeim sannleika, sem sagður var í sein- asta tölublaði Baldurs um samlynd- ið í Alþýðuflokknum, að hún fyllir röska 6 dálka í Skutli, sem út kom í- gær, með þeim argasta þvættingi, sem sést hefur í íslenzku hlaði. Þessi persóna reynir að telja les- endum blaðsins trú um, að ritstjóri Baldurs standi á mjög lágu siðgæð- isstigi, Sósíalistaflokkurinn sé ein- ræðis- og ofbeldisflokkur og hand- bendi erlendra valdhafa, og félagar hans heimskir og þýlyndir foringja- dýrkendur. Aftur á móti segir per- sóhan, að Alþýðuflokkurinn sé flokkur frjálsra manna, lýðræðis og skoðanafrelsis og kjósendur hans gæddir meiri víðsýni frjáls- lyndi og skynsemi en annað fólk. Þá leitast persónan við að sanna, að herstöðvamálið sé lítilfjörlegt dægurmál, og það sýni frjálslyndi pg lýðræðisást Alþýðuflokksins, að meirihluti þingmanna hans og for- ingja börðust fýrir því og sam- þykktu það, að erlent hcrveldi fengi hér lierstöðvar, og það þrátt fyrir kröftugri mótmæli mikils meirihluta þjóðarinnar ep dæmi eru til i nokkru öð.ru máli, og loks að samkomulagið i Alþýðuflokkn- um sé svo áslúðlegt og innilegt að á betra verði ekki kosið. Fúkyrðum þessarar persónu í garð Sósíalistaflokksins, félaga lians og kjósenda og ritstjóra Bald- uds -er ástæðulaust að svara mörg- um orðum. Flokkurinn hefur með starfi sínu af.sannað sjálfur allar þær svívirðingar. Félagar hans og kjósendur standa fullkomlega jafn- fætis kjósendum og félögum ann- ara flokka hvað þroska og skyn- semi snertir, og hvað viðvíkur sið- gæði ritstjóra Baldurs þorir hann hiklaust í samanburð við þessa kratapersónu. Flokkur frjálsra manna, lýðræðis og skoðanafrelsis. En það er ástæða til að athuga lítillega það, sem persónan seg- ir um Alþýðuflokkinn — þenn- an flokk frjálslyndra manna, skoð- anafrelsis og lýðræðis, eins og lnip lýsir honum. Já það eru sannarlega frjálsir menn í þeim flokki, ininnsta kosti þeir, sem svikið hafa fyrri skoð- anir og sannfæringu til þess að njóta náðar foringja hans og fá stöður, sem þeir réðu.yfir, að laun- um. Ef til vill kannast persónan við einn slíkan frjálsan mann. Þá er hún ekki síður dásamleg, lýðræðisástin, sem kom fram hjá Alþýðuflokknum, þegar hann barð- ist fyrir því eins lengi og hægt var, að eingöngu Alþýðuflokksmenn væru kjörgengir í trúnaðarstöður innan verkalýðsfélaganna og Al- Framhald á 4. síðu. öryggi þeirra á sjó, og betri afkomu þeirra og þar með allrar þjóðarinngir, að leggja sitt fram. Stofnlánadeihl sjávarútvegsins er ætlað að styðja þessar framkvæmdir með lánum, og hefir lnin í því skyni boðið út rikistryggð vaxtabréf með hagstæðum kjörum. Vér viljum sérstaklega benda á 500 *og 1000 króna bréfin, vegna þcss hve hentug þau eru fyrir eigendur. Allir vextir eru gréiddir i einu lagi — fimmárum eftir að bréfin eru keypt. Fyrir 431,30 er hægt að fá bréf, sem endurgreidd eru með 500 krónum að fimni árum liðnum, og fyrir kr. 862,60 bréf, er end- urgreiðast með 1000 krónum. Vextirnir eru 50 af hundraði hærri heldur en gildandi sparisjó'ðsvextir, og bréfin eru jafn trygg og sparisjóðsinnstæður með ríkisábyrgð. Bréfin fást lijá bönkunum og útibúum þeirra og hjá stærri * sparisjóðum. Kauptu bréf þitt sem fyrst. Enginn má skerast úr leik. Reykjavík, 29. október 1946. F. h. Alþýðusambands Islands Hermann Guðmundsson. F. h. Búnaðarfélags Islands Steingrímur Steinþórsson F. h. Farmanna- og Fiskimannasambaiuls Islands Guðbjartur Ólafsson. F. h. Fiskifélags Islands Davíð Ólafsson. F. h. Laiulssambands iðnaðarmanna Einar Gíslason. F. h. Landssambands islenzkra útvegsmanna Jakob Hafstein. F. h. Sambands íslenzkra samvinnufélaga Helgi Pétursson. F. h. Stjórnar Sjómannafélags Regkjavíkur Sigurjón Á. Ólafsson. F. h. Sölumiðstöðvar liraðfrystihúsanna Magnús Z. Sigurðsson. F. li. Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda Magnús Sigurðsson. F. h. Verzlunarráðs lslands Hallgrímur Benediktsson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.