Baldur


Baldur - 23.11.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 23.11.1946, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: S ÓSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 23. nóv. 1946 31. tölublað. 19. þing Alþyðusambands lslands Fjölmennasta þing sambandsins sem háð hefur verið. Þíngið lýsti trausti á starfi og stefnu sambandsstjórnar. Nítjánda þing Alþýðusambands Islands var háð í Reykjavík 10. — 16. þ. m. Fulltrúar á þinginu Voru um 230 og var þetta fjölmennasta þing Alþýðusambandsins, sem háð hefur verið. I sambandinu eru nú 123 félög með nær því 22 þúsundir fé- lagsmanna. Heiðursgestir þingsins voru Otto N. Þorláksson fyrsti forseti Alþýðusambandsins og kona hans Carolína Siemsen, Pétur G. Guðmundsson og Rósinkrans Ivarsson. Ennfremur hafði full- trúum frá verkalýðssamböndum Norðurlanda verið boðið á þingið í tilefni af 30 ára afmæli Alþýðusambandsins. Voru tveir þessara fulltrúa mættir við setningu þingsins, þeir Alfred Skær ritstjóri frá Verkalýðssambandi Noregs og Albin.Lind ritstjóri frá Verkalýðssambandi Svíþjóðar. Fulltrúi Verkalýðssambands Danmerkur, Carl P. Jensen, ritari sambandsins, mætti síðar á þinginu, en fulltrúi Færeyja, Magnús Thorsheim gat ekks mætt á þinginu, en sendi því hlýjar kveðjur færeyska verkalýðsins. Loks sátu sem gestir þingsins, þeir Guðjón B~ Baldvinsson, forseti Bandaíags starfsmanna ríkis og bæja, Lúter Grimsson, fulltrúi Farmanna- og fiskimannasambands Islands, og Sigurð- ur Guðgeirsson, fulltrúi Iðnnemasambands Islands. Þingið samþykkti fjölda mikilsverðra tillagna og ályktana varðandi hagsmuna, öryggis- og menningarmál verkalýðsstétt- arinnar, og síðast en ekki sízt ályktun þá í sj álfstæðismáli þj óð- arinnar, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Fjárhagur Alþýðusambandsins er ágætur. Við síðustu áramót átti það kr. 31 000,00 umfram skuldir, en er núverandi sam- bandsstjórn tók við, voru skuldir þess kr. 56 900,00. Forseti þingsins var kosinn Þóroddur Guðmundsson með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, Guðgeir Jónsson varaforseti og Steingrím- ur Aðalsteinsson 2. varaforseti. Forseti Alþýðusariibands Islands til næstu tveggja ára var Hermann Guðmundsson, alþingismaður, endurkosinn með 140 atkv. Sigurður Ólafsson fékk 65 atkvæði. Hátíðleg þingsetning. Þann 10. þ. m. kl: rúmlega 4 s. d. var 19. þing Alþýðusam- bands Islands sett í samkomu- sal Mjólkurstöðvarinnar í Reyk j avík. Fundarsalurinn var fagur- lega skreyttur. Yfir forsæti var rauður fáni og framan við hann fánar allra Norðurlanda- þjóðanna Noregs, Svíþjóðar Danmerkur, Færeyja ög Finn- lands. A hliðarveggjum voru áletruð kjörorð og hvatningar- orð þingsins, og yfir inngöngu- dyrum voru stórar myndir af tveimur forsetum sambandsins, Ottó N. Þorlákssyni fyrsta for- seta þess og Jóni Baldvinssyni, og áletrunin: Alþýðusamband- Islands 30 ára. Forseti sambandsins, Her- mann Guðmundsson, setti þing- ið með ræðu. Minntist hann þeirra félagsmanna sambands- ins, er látist höfðu á síðasta kjörtímabili, og heiðraði þing- heimur minningu þeirra með því að rísa úr sætum sínum. Þá drap hann í fáum orðum á þá árangra sem unnist hafa á 30 ára starfstíma sambandsins, hvatti þingfulltrúa til sam- starfs um þau velferðarmál verkalýðsstéttarinnar, er fyrir þinginu lægju til úrlausnar og lauk máli sínu með því að óska þess, að þingfulltrúar mættu vinna saman í einingu með það eitt markmið að leiða mál verkalýðsins til sem farsællasta lykta. St órbruni í Reykj avík Þrjú hús brenna tíl kaldra kola og mörg hús skemmast meira og minna af eldi og vatni. Um kl. 4 aðfaranótt 17. þ. m. kom upp eldur í húsinu nr. 4 við Amtmannsstig. Hús þetta er þriggja hæða, gamalt timb- urhús, og þrann það til kaldra kola á skömmum tíma, einnig brunnu tvö önnur hús við sömu götu. Veður var hvasst, þegar brun- inn varð, og átti slökkviliðið fullt í fangi með að verja næstu hús. Urðu því miklar skemmd- ir á fjórum öðrum húsum við Amtmannsstig, fjórum húsum við Þingholtsstræti og efri hæð- in brann á einu húsi við Bók- hlöðustig. Benzíngeymsla er þarna ná- lægt, en hana tókst að verja. Ekkert manntjón varð við brunan, en nokkrir þeirra, sem bjuggu í Amtmannsstíg 4, meiddust við björgunina, en þó enginn alvarlega. Tjón af brunanum er geisi- lega mikið og af völdum hans eru nú tugir manna húsnæðis- lausir. Franskir kommúnistar vinna glæsilegan kosningasigur. Bæta við sig 36 þingsætum. Kosningar til neðri deildar franska þingsins fóru fram 10. þ. m. samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá franska lýðveld- isins. ' • Kosningaúrslitin urðu þau, að kommúnistar fengu 186 þingsæti, bættu við sig 36 þing- sætum og % miljón atkvæða síðan í kosningunum í júní. Kaþólskir (flokkur Bidaults) fékk. 163 þingsæti og stendur í stað. Sósíaldemókratar 104 þingsæti, töpuðu 24 þingsæt- um og um % milj. atkvæða. — Bóttækir hafa 65 þingsæti og mið- og hægri flokkarnir til samans 87 þingsæti og hafa aukið fylgi sitt. Kommúnista- flokkur Frakklands er því stærsti flokkur franska þings- ins og hefur lýst sig reiðubúinn að hafa forystu um stjómar- myndun. óvíst er enn hvort kommúnistum tekst að mynda vinstri. stjórn með þátttöku sósíaldemókrata og róttækra eða þrír stærstu flokkarnir fara með stjórn áfram. Talið er að fylgishrun sósí- aldemókrata stafi af því, að þeir gengu í lið með borgara- flokkunum í árásum á komm- únista, en höfnuðu áskorun þeirra síðarnefndu um sam- vinnu í þeirií tilgangi að koma á hreinni verkalýðsstj órn í Frakklandi. Að setningsræðunni lokinni lék hljómsveit alþjóðasöng verkalýðsins og íslenzka þjóð- sönginn. Þessu næst fluttu gestir þingsins ávörp. Fulltrúar Verkalýðssambanda Noregs og Svíþjóðar báru þinginu og ís- lenzkum verkalýð kveðjúr frá norskum og sænskum verka- lýð. Otto N. Þorlákssonflutti þingheimi hvatningarorð og sagði þar meðal annars: „Ég tala til ykkar sem rödd forneskjunnar, rödd þess, sem fylgzt hefur með þróun sam- takanna frá upphafi. ÉG SKOBA Á YKKUB að muna að sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér. Síðast en ekki sízt: Það er til skylda, sem heitir landvarnar- skylda. Ég skora á ykkur við minningu allra þeirra manna, sem árum og öldum saman hafa barizt fyrir sjálfstæði Is-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.