Baldur


Baldur - 30.11.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 30.11.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: S ÓSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. Arg. ísafjörður, 30. nóv. 1946 32. tölublað. Fyrirhugaðar framkvæmdir í rafveittunálum Isafjarðar og nágrennis. Meirihluti rafveitustjórnar leggur til að hafist verði handa um aukna miðlunarvirkjun við Nónvatn og bygg- ingu hitaaflstöðvar á Isafirði, er geti aukið orkufram- leiðsluna upp í 6 miljónir kílówattstunda til neytenda. Stofnkostnaður. þessara framkvæmda er áætlaður kr. 1,936,000,00 'og reksturskostnaður kr. 711,000,00 að með- töldum núverandi reksturskostnaði rafveitunnar, sem er ca. kr. 380,000,00. Einingarverð á orku framleiðslu yrði þá 11,9 aurar. Nú verandi ársframleiðsla til neytenda er 2,6 milj. kwst. og einingarverð 14,6 aurar. ... :........ Þessi ályktun rafveitustjórnar hefur verið send Raf- magnseftirliti ríkisins til athugunar og hefur það úrslita- vald um hvort áð þessu ráði verður horfið eða einhver önnur leið farin. Eins og öllum Isfirðingum er kunnugt er brýn nauðsyn á því, að eitthvað verði gert i raf orkumálum bæj arins. Á- standið í þeim efnum er nú þannig að ekki verður við un- að. Orkuframleiðslan er nú 2,6 milj. kwst á ári en þvi fer þó fjarri að þessi framleiðsla sé j öfn allt árið, því að á veturna, þegar frost eru, minnkar framleiðslan svo mikið að hún nægir alls ekki til Ijósa hvað þá hitunar og iðnaðar. Þetta á- stand er öllum bæjarbúum svo kunnugt að óþarfi er að eyða miklu rúmi til að lýsa þvi bér, heldur skal hér skýrt frá þeim rannsóknum og athugunum, sem núverandi rafveitustj órn hefur látið gera í þessum mál- um og þeim framkvæmdum, sem hún hefur í undirbúningi. Á fundi rafveitiustj órnar 29. júlí í sumar var rætt um orkiir þörf Isafjarðar og nágrennis og í því sambandi samþykkt að fela rafveitustjóra að halda áfram athugunum sínum í þessu máli og semja rökstudda greinargerð um það, sem síð- ar verði lögð fyrir rafveitu- stjórn og send Rafmagnseft- irliti ríkisins. Einnig var samþykkt að heimila'rafveitiustj óra að ræða við hreppsnefnd Hólshrepps um orkukaup frá Rafveitu Isa- fjarðar og Eyrarhrepps, ef til þess kæmi að hér yrði reist varastöð. I greinargerð sinni skyldi rafveitustjóri leggja fram athuganir á hagnýtingu kælivatns frá fyrirhugaðri stöð. Síðan hefur það gerst í mál- inu að rafveitustj óri hefur lagt fyrir rafveitustjórn ítarlega á- ætlun um viðbótarvirkj un hér á Isafirði, og var hún lögð fyr- ir raf veitustj órnarf und 22. nóv. s. 1., en áður hafði raf- veitustj órnarmönnum gef ist kostur á að kynna sér hana. I áætlun þessari kemst raf- veitustjóri að þeirri niður- stöðu að um fimm leiðir sé að ræða til aukinnar orkufram- leiðslu hér. Leiðir þessar eru: 1. Aukin miðlunarvirki í Fossavatni og Nónvatni ásamt viðbótarsamstæðu. 3. Aukin miðlunarvirki í Nónvatni og bygging hitaafl- stöðvar á Isafirði. 4. Aukin miðlunarvirki í Nónvatni — og 5. Virkjun Fossár í Hóls- hreppi. Til þess að gefa lesendum Baldurs nokkra hugmynd um hverja þessa leið fyrir sig, og reksturskostnaði hverrar þeirra og hversu mikla raf- orku hún kemur til með að framleiða, verður hér farið um þær nokkrum orðum. Er í því efni stuðst við athuganir og niðurstöðu rafveitustj óra. Fyrsta leið er miðuð við það, að uppistaðan í Fossavatni verði hækkuð um 2 metra, Nónvatnsstíflan lengd í vestur og vatnið þéttað með því að bera í botn þess leirlag og tyrfa yfir. Jíostnaður af þess- um framkvæmdum er áætlað- ur kr. 1,5 miljónir, er sundur- liðast þannig: Hækkun Fossa- vatnsstíflunnar kr. 600,000,00, viðbót við Nónvatnsstíflu kr. 150,000,00, þéttun á jarðleka kr. 450,000,00 og viðbótarvéla- samstæða ásamt breytingu á stöðvarhúsi í Engidal kr. 300,000,00. Reksturskostnaður með þeim reksturskostnaði sem nú er yrði kr. 482,000,00. Orkuf ramleiðsla 4,5 milj. kwst. til neytenda. Einingar- verð á orkuframleiðslu 10,6 aurar. önnur leiðin er áætlað að kosti kr. 1,336,000,00. „Þessi áætlun", segir raf- veitustjóri „er miðuð við tvær vélasamstæður, önnur 1155 hö. með 800 kw rafal 66Ö0 volta, og 550 hö. 380 kw.rafal 6600 volta, ásamt töfluútbúnaði og öllu tilheyrandi". Ennfremur gerir hann ráð fyrir að stöðin verði byggð á Isafirði og ekki þurfi að gera neinar ráðstaf- anir til geymslu brennsluefnis. Stofnkostnaður sundurliðast þannig: Stofnkostnaður: Tvennar vélasamstæður, hreyfill og rafall m. tilh. skv. tilboði___530,000,00 Annar rafmagnsútbún- aður ásamt krana og varahl. skv. tilboði . . 330,000,00 Flutningsgj. og tollar . . 95,000,00 Vélahús ...-----....... 170,000,00 Undirstöður véla ___ 70,000,00 Uppsetning véla o. fl. .. 77,000,00 ca. 5% ófyrirséð ___ 64,000,00 Samtals kr. 1,136,000,00 Reksturskostnaður verður með árlegum vöxtum og af- borgunum, mannhaldi og stjórn kr. 148,300,00. Hér við bætist svo brennslu- kostnaður, sem mun nema kr. 106,200,00 og yrði þá reksturs- kostnaður slíkrar hitaaflstöðv- ar alls kr. 254,500,00, eða að viðbættum núverandi reksturs- kostnaði rafveitunnar kr. 634,000,00. Orkuframleiðslan yrði 5 milj. kWst og einingar- verð 12,7 aurar. . .Þriðja leið er önnur og fjórða leið samanlagðar eða aukin miðlunarvirki í Nón- vatni ásamt hitaaflstöð á Isa- firði. Stofnkostnaður þessarar leiðar yrði því kr. 1,936,000,00 og reksturskostnaður með við- bót kr. 711,000,00. Orkufram- leiðsla yrði 6 milj. kwst. til neytenda og einingarverð 11,9 aurar. Um fjórðu leið, þ. e. aukin miðlunarvirki í Nónvatni með núverandi vélasamstæðu, hef- ur áður verið getið í sam- Framhald á 4. síðu. Samþykktr Alþýðusambandsþingsins í nýsköpunar- og dýrtíðarmálum, A nýafstöðnu Alþýðusambandsþingi var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun, frá atvinnu- og verkalýðsmálanefnd þings- ins, um nýsköpunar- og dýrtíðarmálin: 19. þing Alþýðusambands Islands telur að gera þurfi eftir- farandi ráðstafanir til þess að tryggja framkvæmd nýsköpunar atvinnuveganna og fulla atvinnu til handa öllum landsmönnum, og leysa þau þ j óðf élagslegu vandamál, sem nú steðja að at- vinnu og fjárhagslífi landsmanna: 1. Innflutningsverzlunin verði tekin úr höndum einstaklinga og komið verði á stofn landsverzlun og verzlun á samvmnu- grundvelli, til þess að tryggja það að allur arður af inn- flutningsverzluninni komi ríkinu til tekna eða almenningi til hagsbóta í lægra vöruverði. 2. Gerðar'verði ráðstafanir af hálfu hins opinbera, í samráði við verkalýðssamtökin, til þess að skipuleggja hagnýtingu vinnuaflsins í landinu, með tilliti til þarfa framleiðslunnar. 3. Settar verði skorður við innflutningi óþarfa varnings til landsins. "47 Þess verði stranglega gætt, að erlendir verkamenn verði 'ékki teknir til vinnu í landinu, nema að fengnu samþykki verk- Kðssamtakanna og að erlendum gjaldeyri þjóðarinnar verði ekki eytt til yfirfærslu á kaupgjaldi erlendra manna, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. 5. Lagður verði skattur á allan stórgróða, að undangenginni • skrásetningu allra verðbréfa, bankainnstæðna, innköllun peninga og endurmati allra fasteigna.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.