Baldur


Baldur - 30.11.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 30.11.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 - Kirkjuhús í Á síðastliðnu ári kom biskup landsins, dr. Sigurgeir Sigurðsson, fram með uppástungu um að kom- ið yrði upp í Reykjavík myndar- legu húsi, sem svo yrði notað sem miðstöð kirkjulegs og kristilegs starfs innan þjóðkirkjunnar. Vœru þar samkomu- og fundarsalir fyrir einstaklinga, félög og stofnanir, er styðja vildu þá starfsemi, og síðast en ekki sízt, þar væru lesstofur, skrifstofur og aðrar vistarverur fyr- ir ungmenni borgarinnar og æsku- menn þá, sem heimsækja höfuð- staðinn úr öðrum bæjum og héruð- um landsins. Vistarverur, þar sem framtíðaræskan gæti átt nokkurs- konar frístundaheimili og lagt stund á lestur, skrift, söng, hljóð- færaslátt, eða hver þau störf önnur, sem göfgað, þroskað og eflt gætu manngildi þeirra, sem þangað legðu leið sína. Skrifaði biskup greinar um mál- ið í Kirkjublaðið og hvatti lands- menn til að leggja málinu sem mest og bezt lið. Síðar var svo málið tekið fyrir á prestastefnunni í Reykjavík og á almennum kirkju- fundi á Akureyri, og hlaut ein- róma undirtektir á báðum þessum fundum. Var á síðari fundinum kosin fjölmenn nefnd leikmanna, sem heima áttu víðsvegar á landinu, til þess að koma málinu á fram- færi meðal almennings, með það fyrir áugum að margar hendur geti unnið létt verk og verði þeim mun hægara og fyrr hægt að hrynda þessu stórmerka máli í framkvæmd, sem fleiri legðu því lið. Það má segja að grundvöllur sá, sem sveitamenning landsins bygg- ist á, allt fram um miðja nítjándu öld, sé nú að verða á hverfanda hveli, þar sem kaupstaðirnir, vegna bættra afkomuskilyrða, hafa dreg- ið til sín megnið af fólkinu úr sveitunum. Kaupstaðamenning okk- ar er hinsvegar lítt mótuð ennþá, -— er í deiglunni. Skólakerfi lands- ins hefir að miklu leyti verið mótað eftir erlendum fyrirmyndum, og þá aðallega lögð áherzla á að náms- menn lærðu sem flestar greinar fróðleiks, án þess að taka nægilegt tillit til þess er mest skyldi, efl- ingu drengskapar og raunverulegs manngildis. Eins og málum er nú komið, er mönnum að verða það ljóst, að grundvöllur kaupstaðamenningar landsmanna muni vera eitthvað öðruvísi en æskilegt væri. Sýna verkin þar ljóslega merkin, að í jafn fámennu þjóðféjagi skuli vaða uppi bófafélög ungra manna, sem hyggjast að gera rán og gripdeildir að atvinnu. Efalaust má þó gera ráð fyrir að hjá fæstum þessara unglinga, eða jafnvel engum, ráði beinlínis illt innræti, heldur hitt að þeir hafa orðið fyrir áhrifum af tvíræðu tagi, og þá einkanlega frá kvikmyndum, sem ef til vill hafa átt að vera til varnaðar, en þeir svo misskilið þannig að um dáðir og dugnað væri að ræða, og tekið það til fyrirmyndar. Allir kannast við þá staðreynd að börn og unglingar verða alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Sé þeim ekki séð fyrir leikjum og •ítörfum við þeirra hæfi, velja þau sér sjálf verkefni og getur þá bor- ið til beggja vona, live þau störf verða þjóðfélagslega holl, sem fyr- ir valinu verða. Og það er reynd- ar engin furða, þar sem dómgreind- kaupstöðum. in er vanþroska. Þess vegna er æskunni nauðsyn á hjálp þeirra fullorðnu, sem reynsluna hafa, til n þess að velja verkefnin, hún þarf leiðbeininga og leiðsagnar með, til þess að hún geti sjálf lært að hafna því, sem hættulegt er framtíðinni, en velja það sem er henni og þjóð- félaginu fyrir beztu. Það er þessi eftirlits og leið- beiningastarfsemi, æskunni til handa, sem að mestu leyti vantar í okkar ungu bæjarfélögum. Aðilar að þessari starfsemi eru þó til, en það eru sóknarprestar og sóknarnefndir á hverjum stað, því að eðlilegast virðist að þetta starf sé innt af höndum af kirkjunnar mönnum. En enn sem komið er hafa þessir aðjlar ekki starfsskil- yrði, ekki aðstæður til nauðsyn- legra framkvæmda. Söfnuðirnir hafa engar starfsstöðvar aðrar en kirkjurnar, en það hæfir ekki að þær séu notaðar til almennra fé- lagsstarfa, enda óhentugar til þess. Slíkum starfsstöðvum þarf því að koma upp í hverjum kaupstað, í hverju þorpi á landinu, og það sem fyrst. Eðlilegast sýndist að höfuðstað- urinn riði hér á vaðið. Þar er líka ef til vill mest þörfin fyrir slíka stofnun. Þar er hægt að fá næga starfskrafta. Þar yrði reynslan fljótvirkust að kenna mönnum hvernig slíkum stöðvum yrði bezt fyrir komið og starfræktar, og það- an væri svo hægt, er stundir líða, að fá reynda starfsmenn til smærri staða úti um land. Hugsjón biskupsins þarf sem fyrst að verða að veruleika. Stórt og myndarlegt kirkjuh'ús þarf að rísa upp í höfuðstaðnum, samboðið því mikla og merkilega máli, sem þar á að vinna að, sem er heill og velferð, ekki aðeins Reykjavíkur- æskunnar heldur framtíðaræsku landsins. Málið hefir hlotið óskipt fylgi kennimannastéttarinnar, sem þeg- ar hefir lagt fram mikið fé í þessu skyni. En málið skiptir allan al- menning, alla þjóðina, og viljum því vér undirritaðir: sóknarprest- ur og sóknarnefndarmenn ísa- fjarðarprestakalls, og meðundirrit- aður Elías J. Pálsson, sem ásamt fleirum var kosinn í nefnd þá, sem getið var um að framan, eindregið hvetja Isfirðinga og aðra Vestfirð- inga til þess að leggja þessu mikils- verða máli lið sitt og efla fram- gang þess með gjöfum, áheitum eða á hvern þann annan hátt er henta þætti. Ef allir fulltíða landsmenn legðu, þó aðeins væri lítinn skerf liver, til byggingarinnar, mundi hún bráðlega rísa af grunni og stofn- unin geta tekið til starfa áður en varði, æskulýð landsins og allri þjóðinni til heilla og hamingju. Eru undirritaðir fúsir til að veita gjöfum í þessu skyni viðtölcu, auk þess munu áskriftalistar liggja frammi í báðum bókabúðum bæj- arins og á skrifstofu Elíasar J. Pálssonar. Getur þar liver og einn skrifað sig fyrir smærri og stærri upphæð- um, eftir því sem efni standa til, og á þann hátt gerst styrktarmaður ágæts málefnis og velgerðarmaður hinnar upprennandi æsku í land- inu. Isafirði, í nóvember 1946. Sigurður Krisíjánsson, sóknarprestur. Haraldur Leósson, form. sóknarnefndar. Jónas Tómasson, Guðmundur frá Mosdal. Grimur Krislgeirsson. Þórður Jóhannsson. Elías J. Pálsson Bandaríska afturhaldið í sókn. Republikanar unnu í Bandaríkjunum. Hafa hreinan meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. 1 nýafstöðnum kosningum til Bandarikjaþings urðu kosn- ingaúrslit þau að Republikan- ar náðu meirihluta í báðum deildum þingsins, fulltrúa- deild og öldungadeild. Flokks- foringjar þeirra hafa í sam- bandi við þennan kosningasig- ur lýst yfir því, að flokkurinn muni algerlega vinna gagn- stætt stefnu Roosewelt forseta, eftirlit með atvinnulífinu muni afnumið, ný vinnulöggjöf sett, er takmarki verkfallsréttinn og skattar lækkaðir á hátekju- mönnum. Reene, formaður republikana, segir þá munu reka úr embættum alla þá, sem róttækir eru í skoðunum, en meirihluti bandarikj aþings hefur vald til að skipa í fjölda mörg stærri og minni embætti ríkisins. Þessi stefnuyfirlýsing flokks- st j órnar republikana sýnir greinilega að svartasta auð- vald og afturhald Bandaríkj- anna á sigri að fagna i þessum kosningum og ætlar að fram- fylgja stefnu sinni til hins ítr- asta. Republikanar hafa tilkynnt að stefna Bandaríkjanna í ut- anríkismálum muni haldast ó- breytt, en hún hefur, eins og kunnugt er, miðað að þvi, að auka yfirráð og ítök Banda- ríkjanna í heiminum, gera þau að voldugu hernaðar stórveldi, og eklci þarf að efa að hin nýja stjórn mun halda þeirri stefnu og styrkja stríðsæsingamenn- ina í áformum þeirra. Þessi kosningaúrslit þýða mikinn ósigur fyrir Trumann forseta og flokk hans, demo- krata, og hefur liann nú minni- hluta þings að baki sér. Hann getur að vísu hindrað fram- gang mála er republikanar flytja, með því að beita neit- unarvaldinu, en því verður ekki hnekkt nema með % at- kvæða meirihluta, en republik- ana skortir bolmagn til þess. En þrátt fyrir það verður að- staða forsetans mjög erfið, og i viðtali við blaðamenn hefur JÓN GRlMSSON MÁLAFLUTNIN GSMAÐUR LÖGGILTUR ENDURSKOÐANDI Pósthólf 63 Fisiðjuver rfkisins á ísafirði. Þann 6. þ. m. lögðu fulltrú- ar Sósíalistaflokksins í 12 manna-nefndinni fram tillögur flokksins um grundvöll fyrir st j órnarsamstarf. Að þessu sinni er ekki rúm til að rekja efni þessara til- lagna hér, en þess skal þegar getið, að með þeim er mörkuð ákveðin slefna í öllum mikils- varðandi málum þjóðarinnar á komandi árum, stefna, sem leiða mundi til aukinnar hag- sældar allra landsmanna ef farin yrði. * Eitt atriði þessara tillagna mun sérstaklega vekja ánægju hjá okkur Isfirðingum, og það er ákvæðið um fiskiðjuver ríkisins. 1 tillögunum er gert ráð fyrir að slík iðjuver verði á næstu tveimur árum reist í Höfn í Hornafirði, Vestmanna- eyjum, Suðurnesjum og á Isa- firði. Skulu þau rekin á sama hátt og síldarverksmiðj ur rik- isins nú. Verði þessi leið farin er það tryggt, að fiskiðjuver risa upp í helztu verstöðvum landsins, enda þótt ekki sé hægt að reisa þau af eigin ramleik viðkom- andi staða. Isafjörður er einn þeirra staða, sem fjármagn skortir til slíkra framkvæmda, en bænum hinsvegar lifsnauðsyn að fiskiðj uverið verði reist hér og starfrækt, og hlýtur þvi öll- um Isfirðingum að vera áhuga- mál að tillaga þessi verði tekin upp í stefnuskrá væntanlegrar stjórnar, og það munu líka á- reiðanlega vera fáir alþýðu- menn, sem ekki geta samþykkt allar aðrar samstarfstillögur Sósíalistaflokkkins. Erindreki Sambands íslenzkra samvinnuf élaga, Baldvin Þ. Kristj ánsson, er á ferð hér um Vestfirði um um þessar mundir. 1 sambandi við komu hans hingað gekk Kaupfélag Isfirðinga fyrir al- mennum fundi i Alþýðuhús- inu 29. þ. m. Flutti Baldvin þar erindi um ýmsar framkvæmd- ir, sem sambandið hefur nú á prjónunum og hvatti menn til að leggja fram fé til þeirra liluta, með þvi að kaupa skuldabréf, er sambandið býður út. hann lýst yfir því, að hann muni frekar leita samkomu- lags en beita neitunarvaldinu, og enn hefur ekki komið til verulegra átaka milli hans og hinnar nýju stjórnar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.