Baldur


Baldur - 06.12.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 06.12.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÓSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 6. des. 1946 33. tölublað. Tillögur Sósíalistaflokksins um samstarfs- grundvöll nýrrar stjórnar. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði hafa sósíalistarnir í 12 manna nefndinni lagt fram til- lögur um samstarfsgrundvöll væntanlegrar ríkis'stj órnar.— Tillögur þessar voru fram bornar í samráði við miðstj órn flokksins og nýafstaðinn flokksstjórnarfundur sam- þykkti þær sem grundvöll að málef nasamningi ríkisstj órn- ar, sem Sósíalistaflokkurinn styddi og tæki þátt í. 1 tillögum þessum er mjög ítarlega tekið á öllum þeim vandamálum, sem nú eru uppi í íslenzkum stjórnmálum og ákvarðanir teknar um lausn þeirra bæði á líðandi stund ög í nánustu framtíð. Tillögunum er skipt í fjóra kafla, og verður hér skýrt frá höfuðatriðum þeirra. Utanríkis- og sjálfstæðis- mál. Fyrsti kaflinn er um utan- ríkis- og sjálfstæðismál. Mik- ilsverðasta tillaga þessa kafla er krafan um að staðið verði gegn öllum frekari ágangi á yfirráðarétt Islendinga yfir landi sínu og að flugvallar- samningnum verði tafarlaust sagt upp, þegar samningstím- inn er útrunninn. Þar næst má nefna tillögur um að leitað verði samninga við viðkom- andi þjóðir um 10 mílna land- helgi, Islendingum verði veitt- ur einkaréttur til fiskveiða á landgrunni Islands, engum er- lendum þjóðum veitt sérrétt- indi til fiskveiða hér við land, en samvinnu leitað við helztu fiskveiðaþjóðir við Norður- Atlantshaf um þennan aðalat- vinnuveg og öflugar ráðstafan- ir gerðar til að afla nýrra markaða. l-utanríkismálum og afstöðu til annara þjóða sé þess vandlega gætt að binda Island ekki einni stórvelda- „blokk" annari fremur og í hvívetna sé við því spornað að Island verði öðrum þjóðum háð, einni eða fleirufn, hvorki stjórnmálalega, atvinnulega né fjárhagslega. Nýsköpun atvinnulíf sins. Annar kaflinn f jallar um ný- sköpun atvinnulífsins, _og er hann lengstur og ítarlegastur. Veigamesta atriði þessa kafla er að komið sé fastri heildarstjórn á atvinnulíf þjóð arinnar og þj óðarbúskapinn, til þess að tryggja að nýsköp- un atvinnulífsins og rekstur atvinnuveganna gangi skipu- lega og mögulegt sé að ein- beita á hverjum tíma fjár- magni og vinnuafli þjóðarinn- ar að því, sem henni er nauð- synlegt. önnur mikilsverð atriði þessa kafla eru þessi: Stofnaður verði sérstakur seðlabanki er hafi einn seðla- útgáfuréttinn og stjórni í krafti hans og yfirráðanna yfir gjald- eyrinum banka- og peninga- pólitík landsins í samræmi við ákvarðanir bankaráðs. Banki þessi yfirtekur seðla- banka Landsbankans, gull- forða hans og aðrar eignir. — Hann fær í hendur allan gjald- eyri, veitir gj aldeyrisleyf i samkvæmt ákvörðun banka- ráðs, • en að öðru leyti sam- kvæmt innflutningsáætlun og samkvæmt reglugerð um út- hlutunina. Bankaráð Landsbankans og Dtvegsbankans verði kosin að nýju með hlutfallskosningu á Alþingi, en samkomulag séum skipun bankaráðs og banka- stjórnar seðlabankans. Sett séá fót sérstök stofnun, er annist ein innkaup á öllum vörum til landsins samkvæmt áætlun um innflutning. Stofn- un þessari sé stjórnað á lýð- ræðislegan hátt, svo þeir aðil- ar, sem innkaupin gera, ráði mestu um þau. Einnig sé við vöruinnkaup tekið tillit til markaðsöflunar „ef gj aldeyris- ráð sökum verzlunarsamninga og markaðshorfa mælir svo fyrir". Ríkið og bæjarfélög taka í sínar hendur fyrirtæki, sem hagkvæmara er að séu á einni hendi, eða skila óeðlilega mikl- um gróða og verða örf áum ein- staklingum að féþúfu". Þá er ítarlegur kafli um ráð- stafanir til eflingar sjávarút- veginum. Er þar gert ráð fyrir að keypt verði ný skip, byggð fiskiðjuver og síldarverk- smiðjur á þeim stöðum, er hentugt þykir, þar með er tal- ið fiskiðjuver hér á Isafirði. Byggingu lýsisherzlustöðvar verði hraðað og ríkið aðstoði bæjar- og sveitafélög við að koma upp síldarsöltunarstöðv- um, þar sem þess er þörf. — Hraðað verði byggingu tunnu- verksmiðju og síldarniðursuðu- verksmiðju, og ýmislegt fleira gert til að auka sem mest nýt- ingu og útflutningsverðmæti sj ávaraf urða. Ennfremur verði gerðar ráð- stafanir til þess að bæta sem mest aðstöðu útvegsins, með því að byggja landshafnir og gera hafnarbætur, þar sem það þykir henta með tilliti til að- stöðu til fiskveiða. Ver^lun með nauðsynjar sj ávarútvegs- ins og sjávarútvegsafurða og gjaldeyriseftirlit sé í höndum ríkisins, og séu þessi störf falin sérstökum stofnunum, er kom- ið verði á f ót, og vörurnar seld- ar með sannvirði. Loks verði gerðar vísindaleg- ar rannsóknir i þágú sjávarút- vegsins, með þvi að keypt verði hafrannsóknarskip og rann- sóknarstofa háskólans efld. Viðvíkjandi raforkumálum og stóriðnaði, er áherzla lögð á að hraðað verði sem mest nýjum stórvirkj unum við Sog- ið og Laxár í Suður-Þingeyj ar- sýslu, bæjar- og sveitafélög styrkt til þess að koma raf- orkumálum sínum í viðunandi horf og gerðar nauðsynlegar rannsóknir til þess að koma hér upp stóriðju, er fyrst og fremst byggi á ódýrri raf- orku. Er sérstaklega bent á virkjun Þjórsár i þessu sam- bandi. Viðvíkj andi stóriðj u er lagt til að byggð verði áburðarverk- smiðja og sementsverksmiðj a, en að öðru leyti stefnt að því að komið verði á fót stóriðn- aði, er vinni úr þeim hráefn- um, sem hér eru fyrir hendi eða finnast kunna, og úr inn- fluttu hráefni. Að síðustu eru í kaflanum um Framhald á 2. síðu. Verkalýðsstjórn í Frakklandi. Kommúnistaflokkur Frakklands beitir sér fyrir stjórnar- myndun á grundvelli rót- tækrar stefnuskrár. Thorez Eins og kunnugt er vann Kommúnistaflokkur Frakk- lands glæsilegan sigur í kosn- ingunum til franska þingsins, bætti við sig miklu atkvæða- magni, vann mörg ný þing- sæti og er nú stærsti flokkur Frakklands. Stjórn Bidaults, sem sat að völdum fyrir kosningarnar, hefur lagt niður völd, og í ræðu, sem Jaques Duclos, að- alritari Kommúnistaflokks Frakklands, flutti fyrir nokkru, tilkynnti hann að sem stærsti flokkur þingsins gerðu kommúnistar þá kröfu, að Maurice Thorez yrði forsætis- ráðherra þeirrar stjórnar, er Jocque Duclos mynduð verður. Franska þjóð- in hefði í kosningunum sýnt, að hún treysti Kommúnista- flokknum allra flokka bezt og þeir mundu ekki bregðast því trausti. Stefna kommúnista væri að mynda hreina verka- mannastjórn. Kommúnistáflokkurinn hef- ur leitað samstarfs við sósíal- demókrata og róttæka um stjórnarmyndun. Eru hægri- menn sósíaldemókrata ándvíg- ir slíku samstarfi, en þó talið líklegt, að úr því geti orðið, einnig er talið fullvíst, að ýms- ir smærri flokkar franska þingsins muni styðja slíka stj órn.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.