Baldur


Baldur - 06.12.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 06.12.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R ísfirðingar! Það er öllum ljóst, að útgerð á togara héðan úr bænmn yrði bæj arfélaginu og bæjarbúum til mikilla fjárhagslegra og at- vinnulegra hagsbóta. Nú er það svo að ennþá vantar mikið hlutafé til þess að sæmilega sé séð fyrir kaupum og útbúnaði til veiða á þeim eina togara, sem ákveðið befir verið að kaupa til bæjarins. Stjórn togarafélagsins vill hér með skora mjo'g eindregið ó bæjarbúa, sem ástæður bafa til framlags hlutafjár, að sýna þegnskap sinn við bæjarfélagið og leggja fram hlutafé, hver eftir efnum og ástæðum. Hlutafjársöfnun þarf nauðsynlega að vera lokið nú fyrir j anúarmánaðarlok næstkomandi. Áskriftarlistar liggja frammi á skrifstofu bæjarins, hjá Elíasi J. Pálssyni og i báðum bankaútbúunum. Hlutafé er veitt móttaka og kvittanir gefnar fyrir greiðslu blutafjár á sömu stöðum. Isafjörður, 3. desember 1946. Ásberg Sigurðsson. Halldór Ólafsson. Jón Auðunn Jónsson. Elías J. Pálsson. Sigurjón Sigurbjörnsson. Fimm stórmerk frumvðrp. Frarahald af 1. siðu. nýsköpun atvinnuveganna til- lögur um byggingarmál og landbúnaðarmál. 1 byggingarmálum er lagt til að komið verði upp bygg- ingarstofnun ríkisins, er hafi það hlutverk að rannsaka hús- næðisþörf á hverjum tíma, og aðstoði við undirbúning og framkvæmdir búsabygginga, bæði fyrir ríkið, l)æjar- og sveitafélög og þau byggingar- félög, er þess óska. Lög um þetta verði sam- þykkt á yfirstandandi þingi, og á öðrum stað bér í blaðinu er sagt frá frumvarpi, sem flutt er um þetta efni. 1 landbúnaðarmálum er lagt til að lögin um ræktunarsjóð verði samþykkt á þessu þingi, undirbúningur hafinn um stofnun byggðahverfa, landinu skipt í framleiðslusvæði, af- urðasalan skipulögð, og í einu og öllu að því stefnt, að land- búnaðinum sé komið í það horf, að bægt sé að nota við liann stórvirk framleiðslutæki og reka hánn með sámvinnu- sniði. Almenn þjóðfélagsleg framfaramál. Þriðji kaflinn-fjallar um al- menn þjóðfélagsleg franifara- mál. Mó þar fyrst nefna trygg- ingamálin, þar sem lagt er til að komið verði á atvinnuleys- istryggingum, lögum um al- mannatryggingar breytt til hagsbóta fyrir þá er þeirra njóta og að sett verði lög um tryggingar bátaútvégsins gegn skakkaföllum, eins og afla- bresti o. fl., er bann kann að verði fyrir. Þá er þar lagt til að gerð verði áætlun uni byggingu sj úkrahúsa, læknabústaða, skóla, heilsuverndarstöðva, barnabeimila og annara menn- ingarstofnana. Sett verði lög um aukið ör- yggiseftii’Iit við vinnu og um orlofsheimili. (Frumvarpa að þessum lögum er getið á öðr- um stað í blaðinu). Lokið verði við þá endurskoðun á skólalöggjöfinni, sem nú stend- ur yfir, og samþykkt verði á árinu 1947 lög, er tryggi ís- lenzkri æsku efnaliagslegt jafnrétti til menntunar. Síðast en ekki sízt er í þess- um kafla er lagt til, að rílci og bæir eignist j arðir og lóðir, sem eru í eða í nánd við núverandi eða fyrirhugaða bæi og at- vinnustöðvar. óbyggðir lands- ins og auðæfi jarða, eins og hveraorka og vatnsorka, verði ríkiseign. Dýrtíðin og vandamál í sambandi við hana. Fjórði og síðasti kal’linn er um dýrtíðina. og vandamál í sambandi við hana. Af þeim ráðstöfunum, sem þar er lagt til að gerðar verði, auk þeirra aðgerða, sem þegar hafa verið nefndar um aukna tækni og skipulag framleiðsl- unnar, er veigamest tillagan um eignaskráningu og seðla- innköllun, ennfremur má nefna breyting á skattalögun- um, er miði að því að fyrir- byggja skattsvik, ákvæði um strangara vei’ðlagseftirlit og vei’ði gripið til þess í’áðs að borga niður vísitöluna, þá sé fjár lil þess aðallega aflað með sköttum á stórgróða og með því að láta verzlunargróðann renna í ríkissj óð. Fiskimönnum séu tryggð að minnsta kosti sömu launakjör og landvinnumönnum, með hækkuðu fiskverði,, eftir því sem markaðsverð frekast leyf- ir, aukinni tækni við fram- leiðsluna og ráðstöfunum til þess að tekjum þeirra verði haldið uppi í hlutfalli við verð- lag í landinu og að hækkað verðlag innanlands vei’ði ekki látið skerða laun þeirra né raska launahlutfalli þeirra við aðrar stéttir. Hásetahlutir séu skattfrj álsir upp að ákveðinni upphæð, meðan verið er að korna tekjuskiptingu lands- manna í viðunandi horf. Niðurlag. Hér hefur nú verið getið helztu atriðanna í þessum til- löguxxx Sósíalistaflokksins um samstarfsgrundvöll og stefnu- Skrá væntanlegrar stjói'nai’. Rúmsins vegna hefur orðið að sleppa miklu úr, en þó nxun þetta yfirlit gefa nokkra hug- ixxynd unx aðalatriðin, og er þess að væixta, að við lestur þess verði mönnum ljóst, hvaða kröfur Sósíalistaflokk- urinn gerir til þeirrar ríkis- stjói’nai’, senx hamx tæki þátt í. Allar þessar tillögur miða að því að leysa þau vandamál, sem nú liggja fyrir á þann liátt, að alþýðu landsins verði tryggð örugg lífsafkonxa og björt franxtíð. Sósíalistaflokkurinn lýsir sig fúsan til stjórnarsamstarfs nxeð hverjum þeinx flokkunx, senx starfa vilja á grundvelli þessara tillagna og leysa hin mörgu aðsteðj andi vandanxál með raunhæfum aðgerðum. Það er þessvegna undir and- stöðuflokkunx Sósíalistaflokks- ins konxið, hvort stjórnar- myndun tekst á þessum grund- velli eða ekki, hvort þeir meta meira' stundai’hagsnxuni ör- fárra. einstaklinga og treysta ‘ sér til að verja þá gegn hags- niunum og kröfunx fólksins og leggja þar nxeð út í vonlausa baráttu við alþýðusanxtökin, eða hvort einhverjir þeirra eða þeir allir vilja vinna með al- þýðusamtökununx og Sósíal- istaflokknum að alhliða við- reisn atvinnuveganna og auk- inni velnxegun og farsæld allrar þjóðarinnar. -------o------- Þingmenn Sósialistaflokks- ins flytja á Alþingi að þessu sinni finxnx frumvörp, senx öll eru nxjög mikilsverð og til hagsbóta fyrir vei’kalýðsstétt- ina og þjóðina alla, ef þau ná fram að ganga. Frumvörp þessi eru: Frunxvörp unx Bygg- ingarstofnun ríkisins og bygg- ingarfélög og frunxvarp um heimild fyrir veðdeild Lands- bankans til að gefa út nýja flokka bankavaxtabréfa, að upphæð 60 miljónir króna, senx varið verði til hagkvænxra lána handa einstaklingum, er byggj a yfir sig sjálfir. Sigfús A. Sigurbj artarson flytur bæði þessi frumvörp. Frumvarp unx unx dagheim- ili fyrir börn innan skóla- skýldualdurs, er Katrín Thor- oddsen flytur. Frunxyarp unx orlofsheimili verkalýðsfélaga og sanxkomu- hús í sveitunx, er þeir Sigurður Guðnason og Hernxann Guð- mundsson flytja. Frumvarp unx öryggiseftir- lit við vinnu, er Hermann Guð- mundsson flytur. Hér er ekki rúnx til að skýra ítarlega frá efni þessara frunx- varpa hvers fyrir sig, en helztu atriðanna skal þó getið, svo nxenn fái nokkra liugmynd um, að hér er um niikil nauðsynja- mál að ræða, og að frumvörp þessi eru öll hin merkustu. 1 frumvörpunx Sigfúsar Sig- urhj artarsonar er lagt til að farið verði inn á nýjar leiðir til lausnar húsnæðismálununx. Frunxvarpið unx Byggingar- stofnun ríkisins og byggingar- félög gerir ráð fyrir, að sérstök stofnun ríkisins fái allan inn- flutning á hyggingarefni í sín- ar hendur og selji það við sannvirði. Stofnunin annist franxkvænxdir fyrir byggingar- félög og aðra aðila, eftir þvi senx við verði komið og selji þær framkvæmdir einnig við sannvirði. 1 greinargerð með frumvarpinu færir flutnings- nxaður rök að því, að nxeð þess- ari tilhögun megi lækka bygg- ingarkostnað unx þriðjung frá því sem liann er nú. Með því að koma öllum byggingafram- kvænxdunx undir eina stjórn, er tryggt að ekki verður byggt nema eftir fyrirframgerðri á- ætlun, er nxiðist við þarfir og getu þjóðarinnar. Sú breyting er gerð á núverandi bygginga- lögunx að byggingafélög njóta sönxu réttinda og einnig nxega fleiri en eitt byggingafélag starfa á sanxa stað, en þau skulu þó hafa samband sin á niilli. Þá eru í frunxvarpinu gei-ðar ráðstafanir til að tryggja láns- fé til bygginganna nxeð því að skylda bankana til að lána fé til þeirra framkvæmda, sénx gerðar verða sanxkvæmt frum- varpinu. Er að þessu ákvæði nxikil bót frá því sem nú er, því reynslan hefur sýnt að þrátt fyrir ríkisábyrgðina hef- ur reynst mjög ei’fitt og jafn- vel ókleyft að fá nauðsynleg lán til bygginga. - Með hinu frumvarpinu, senx Sigfús flytur, og fjallar unx heimild fyrir Landsbankann að gefa út nýja flokka banka- vaxtabréfa að upphæð 60 nxilj- ónir króna, er tilætlunin að tryggj a einstaklingum, er byggja yfir sig sjálfir, aðgang að hagkvænxunx lánunx. Er þar með bætt úr brýnni þörf, ef samþykkt verður. Frumvarp Katrínar Tbor- oddsen unx dagheinxili fyrir Framhald á 3. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.