Baldur


Baldur - 23.12.1946, Side 1

Baldur - 23.12.1946, Side 1
UTGEFANDI: SÓSlALISTAFÉLAG ISAF JARÐAR XII. ÁRG. JÓLIN 1946 34. 36. tölublað. BS HÁTÍÐ HÆKKANDI SÓLAR. Jólin eru elzta hátíð, sem haldin hefur verið á Norður- löndum. I heiðnum og í helgum sið á horfnri og nýrri öld, ýtar hafa haldið heilagt jólakvöld segir Grimur Thomsen i kvæð- inu Jólasumbl. I heiðnum sið var þessi hátíð haldin til að fagna því, er sól tók að hækka og dag að lengja eftir skamm- degismyrkrið. Hátíðahöldin fóru þá fram með veizlum og blótum eins og við þekkjnm úr fornsögunum. Þegar hinn helgi siður, kristnin, fluttist til Norðurlanda, var þar fyrir eldforn hátíð, sem haldin var á sama tima og fæðingarhátið frelsarans. En þó að hátíðahöld jólanna hreyttust með hinum nýja sið, héldu þau áfram að vera i hugum fólksins hátíð hækk- andi sólar. Af því myrkrið undan snýr ofar færist sól, því eru heilög haldin hverri skepnu jól. segir Grimur Thomsen enn- fremur í kvæðinu, sem vitnað er til hér að framan. Og allt fram á þennan dag hafa í sambandi við jólin haldist ýmsir siðir og venjur, frá þeim tímum er þessi hátíð var ein- göngu haldin til að fagna hækkandi sól og lengri degi. I ísleiizkum þ j óðsögum er fjöldi frásagna um ýmsa fyr- irburði og furðuverk, sem gerzt hafa á jólanóttina. Allir kannast við sögurnar um þá, sem heima voru til að gæta hús og hæjar náttina helgu, þegar annað heimilisfólk fór til jólatíða. Ennfremur má minna. á sögurnar um menn, sem sátir á krossgötum hæði nóttina helgu og á nýársnótt, voru heillaðir af álfum og öðrum huldum vættum og gátu, ef þeir létu ekki blekkj- ast af hinum fögru boðum, hlotið ýmiskonar góss og gæði, að nóttinni liðinni. Einnig gátu þeir, er á krossgötum sátu, 1 komizt að ýmsum leyndar- § dómum og sagt fyrir óorðna 1 hluti. Það var eins og þessi há- | tíð opinberaði fólkinu leynd- 1 ardóma. tilverunnar, gerði því jf ljóst margt af því, sem mann- i| legri skynjun er hulið. I þjóðtrúnni kemur það | glöggt fram, að það voru ekki 1 aðeins mennirnir, heldur einn- |j ig huldar verur, sem fögnuðu § þessari ljóshátíð. § Grímur Thomsen lýsir þess- 1 ari þjóðtrú í vikivaka kvæð- j§ inu Jólasumbl, sem vitnað i hefur verið til hér að framan. § Þar segir: i Það er ekki þar með nóg; — E þursa og álfa drótt 1 og dverga her í holtum halda jólanótt. i Vatnaglærum yfir ís = álfar halda leik, | tungls þeir tína geisla til að snúa i kveik. í hólum standa búin borð hjörtum dúk úr gljá, og morgundaggar mjöður j§ minnstu skeljum á. i Dvergur séra’ í dvergastein dvergum býður heim, þeir svara holt af. holti liátt og draga seim. i Vafurlogar lýsa þeim | lystugt yfir mó, § og hrævareldar hrökkva i hrauns úr hverri þró. = Þá er glatt i gýgja sal i galdra kyrjað lag, leikur foss á langspil i Litla Tröllaslag. 1 Skessur dansinn stíga stórt i slitnar hindi og traf, i en í faldafeyki i fer þó gamanið af. Þannig var það að bæði i mennirnir og allar huldar i vættir, huldufólk í steinum, j| dvergar í hólum og tröll í 1 Framhald á 12. síðu. =. J61 Ég veit þú segir satt. Við höldum jól. Við sjáum, eins og vant er, nú um tíma, hvað ból og hól og hjól og skjól og sól er himnesk sending þeim, sem eiga’ að ríma. .Nú kallar þetta hvella bjölluhljóð að horfa’ á gamla leikinn, sem við kunnum, svo smjatta þeir, sem þykir vistin góð við þvættituggu’ úr volgum blaðurmunnum. En svo var fagra friðarstjarnan þín; þann fögnuð vildir þú ég kæmi’ að skoða; en gætu’ ekki’ áhrif hennar sagt til sín, þó sigur hennar væru færri’ að boða? Ég heyrði fyrri segja sama flokk frá sigri þeim, á mörgum kirkjustólum; en skein hún ekki blítt á Bielostock með boð um náð og frið á síðstu Jólum. 'Og hvar er sigur Krists um kristinn heim? Að kirkjum hans. er enginn. vandi að leita, en krossinn hans er orðinn einn af þeim, sem algerð þý og hálfa manndygð skreyta. Og heldurðu yfir hugsjón þessa manns og heimsins frelsi þessir kaupmenn vaki, sem fluttu milda friðarríkið hans á fölva stjörnu’ að allra skýja baki? Þar komst hún nógu hátt úr hugum burt og hér varð eftir nógu tómur kliður, svo aldrei verði að æðri Jólum spurt og aldrei komist friðarríkið niður. Og dýpstu þránum drekkir spekin sú, sem djúpið mikla þurrum fótum gengur og spennir yfir endaleysið brú með orðum, þegar hugsun nær ei lengur; því rún úr geimnum engin önnur skín en eintóm núll úr köldum stjörnubaugnum. Nei, ég vil lifa litlu Jólin mín við ljósið það, sem skín í barnsins augum. Mér finnst þar inn svo frítt og bjart að sjá, að friðarboðið gæti þangað ratað, og enn þar minni heit og þögul þrá á þúsund ára bróðurríki glatað. Þar vefst úr geislum vonarbjarmi skær sem veslings kalda jörðin eigi’ að hlýna; ég sé þar eins og sumar færast nær, ég sé þar friðarkonungs stjörnu skína. Þorsteinn Erlingsson.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.