Baldur


Baldur - 23.12.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 23.12.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R ÁVARP út af söfnuninni til miðevrópurikjanna og Finnlands. Síðasta heimsstyrj öld hafði í för með sér stórfelldari eyði- leggingu og sóun eigna og mannslífa en sagan veit dæmi til. Sár þau, sem hún veitti, verða seint grædd og sum aldrei. Enn er ástandið viða um lönd þannig, að milljónir manna eru heimilislausar, og skortur hinna brýnustu lífsnauðsynja svo mikill og átakanlegur, að eigi verður með orðum lýst. Vér Islendingar höfum átt því sérstaka láni að fagna að hafa komizt hjá hörmungum styrj aldarinnar að mestu leyti. Vér höfum safnað fé meðan aðrar þjóðir lijuggu við vaxandi fátækt. Vér höfum húið við allsnægtir, meðan aðrir sultu. Eigi að síður þekkjum vér flestum þjóðum betur hina örðugu baráttu við örbirgð, hallæri og drepsóttir og höfum háð hana sjálfir á liðn- um öldum. Þessvegna skiljum vér betur neyð annarra; þess vegna hefir þjóðin jafnan brugðizt vel við, þegar á hana liefir verið hcitið til líknar nauðstöddum bæði hérlendis og erlendis, eins og mörg dæmi síðustu ára hafa sýnt og sannað. Daglega l)erast nú átakanlegar fregnir um hungur og klæð- leysi milljóna manna á meginlandi álfunnar og þó einkum frá frændþjóðum vorum í Þýzkalandi og Austurlandi. Ennfremur er skortur fatnaðar mjög tilfinnanlegur í Finnlandi. Og nú geng- ur vetur i garð og gerir þetta ástand enn ískyggilegra og háska- legra. Berklaveiki og aðrir sjúkdómar breiðast út, sökum þess, að viðnámsþróttur fólksins fer þverrandi. Harðast bitnar þetta 'á börnunum, og má fara nærri um, hvílikur háski æskunni er búinn, sem elst upp við slik eymdarkjör. - Til þess að fáða á þessu neyðarástandi einhverja hót, verður ekki hjá því lcomizt, að þær þjóðir, sem á einhvern hátt eru aflögufærar, taki höndum saman, enda hafa t. d. Svíar og Svisslendingar þegar liafið mjög víðtæka hj álparstarfsemi. Og það er ótvíræð skylda vor Islendinga, að leggja fram vorn slcerf \hinum bágstöddu þjóðum til bjargar og oss ætti að vera ljúft að gjöra það. Þessvegna höfum vér undirritaðir ákveðið að gangast fyrir almennri fjársöfnun um allt land til styrktar nauðstöddum frændþjóðum vorum í Mið-Evrópu og Finnlandi. Hefir þegar verið valin framkvæmdanefnd fyrir þessa þjóðarsöfnun, og eiga sæti í henni þessir menn: Bjarni Jónsson læknir, Bjarni Pétursson, forstjóri, Helgi Eli- asson fræðslumálastjóri, Leifur Ásgeirsson prófessor og séra , Sveinn Vikingur biskupsritari. ,, Mun nefndin innan skamms gjöra almenningi kunnugt fyr- irkomulag söfnunarinnar í einstökum atriðum. Vér heitum á alla Islendinga til drengilegrar þátttöku í þess- ari söfnun. Vér treystum því, acJ nú sem áður, sé þjóðin reiðu- búin og fús að rétta bágstöddum hjálpandi hönd. Verum sam- huga og'samtaka. Minnumst þess, að kornið fyllir mælinn og að einnig hin smæsta gjöf getur orðið til þess að bæta úr sárri neyð og jafnvel bjargað barnslífi. Rvík, 12. nóv. 1946. Sigurður Sigurðsson form. R. K. 1. Sigurgeir Sigurðsson biskup. Kristinn Stefúnss. stórtemplar. Ólafur Láriiss. rektor Háskólans. Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. Vilm. Jónsson landlæknir. Hersteinn Pálsson form. Blaðam.f. lsl. Ben. G. Waage fors. l.S.l. Ragnhildur Pétursdóttir form Iívenfélagasambands lslands. Daníel Ágústínusson ritari U. M. F. 1. Leifur Ásgeirsson form Þýzkalandssöfnunarinnar. ísí'irðingar! Takið þátt í fjársöfnuninni til handa hinum bágstöddu þjóð- um, sem búa við hinn sárasta skort og fullkomna vöntun allra nauðsynja. BALDUR hefur verið beðið að veita fjárframlög- um móttöku í þessu skyni, og er blaðinu ljúft að veita þeim móttöku. Breytt um til batnaðcir. 1 þorpi einu í Ungverjalandi rétt við landamæri Tékko-Slovakíu, átti fjörgömul kona heima í litlum húskofa, sem liún hafði búið í alla sína löngu æfi. Þetta þorp hafði átt því láni að fagna að ógnir ófriðarins liöfðu al- gerlega farið fram lijá því. Daginn, sem það var kunnugt, að vopnahlé væri komið á, kom son- arsonur gömlu konunnar lilaupandi inn til hennar með dagblað í hend- inni og hrópaði: •— Amma! amma! Það eru merkilegar fréttir í hlað- inu í dag. — Hvaða fréttir skyldu það nú geta verið kjáninn þinn? spurði sú gamla. — Jú, það eru sannarlega merki- legar fréttir. Við erum ekki lengur í Ungverjalandi, nú eigum við heima í Tékko-Slovakíu. Gamla konan lifnaði öll við. — Er þetta satt, sagði hún. — Eigum við virkilega heima í Tékko-Slovokíu. — Já, það er áreiðanlegt. Það stendur hér svart á hvítum. —- Ó, guði sé lof, drengur minn, sagði gamla konan og brosti af á- nægju. — Ég er viss um að ég hefði ekki þolað að vera fleiri vet- ur í Ungverjalandi, eins og þeir eru alltaf kaldir og langir. Framlakssamir kettir. Síðastliðið sumar fóru hjón nokk- ur i Svíþjóð í sumarferðalag og skildu eftir heima tvo ketti, sem þau áttu. Ætluðust þau til að kett- irnir björguðu sér eins og bezt gengi, ef ekki á annan hátt, þá með því að sníkja mat hjá nágrönnun- um. Kettirnir gerðu það fyrst eftir að húsbændur þeirra voru farnir. En jjeir liafa annað hvort þózt fá lítið eða ekki kunnað við að lifa á betli. Því eftir nokkra daga á- kváðu þeir að hætta að lifa á bón- björgum en afla sér í þess stað daglegs hrauðs með sínum eigin loppum. — „Vinna fyrir sér með höndunum“, ef svo mætti að orði komast um ketti. — Þeir veiddu auðvitað smáfugla og mýs sér til matar, en þá langaði líka í fisk og tóku þá það ráð að skríða út á trjágrein, sem teygði sig út yfir læk, sem mikið af aborra var í. Greinin var svo nærri yfirborði læksins, að þeir náðu með fram- löppunum niður í hann, þegar þeir sátu úti á greininni. Kettirnir hugsuðu nú með sér, að ekki væri óhugsandi, að þeir gætu klófest fisk á þennan liátt. Þeir skriðu út á greinina, difu annari framlöpp- inni niður í lækinn og hiðu átekta. Brátt synti aborri í færi. Þeim tókst að krækja í hann, fóru með hann til lands og átu með góðri lyst. Þannig héldu þeir áfram að veiða lengi vel. En svo varð annar kötturinn fyrir því slysi, að gedda beit í löppina á honum, og lagðist hann veikur um tíma. Hinn kött- urinn hélt þá áfram að fiska fyrir þá háða og færði hinum sjúka fé- laga sínum nýjan fisk á hverjum degi. Ekki veit ég, hvort saga þessi er sönn, en sé svo þá hafa þetta ver- ið bæði gáfaðir, framtakssamir, fé- lagslyndir og góðir kettir. GLEÐILEG JÓL!* FARSÆLT NÝTT ÁR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. Helgi Þorbergsson. vélsmiður. Bústaðinn er hagkvæmast að tryggja hjá Brunabótafé- lagi Islands. Gætið varúðar með jólatrén og eldinn. GLEÐILEG JÓL! Brunabótafélag íslands Umboðið á Isafirði Bókhlaðan á ísafirði og undirritaður óska öllum gleðilegra jóla. Isafirði i desember 1946. Jónas Tómasson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.