Baldur


Baldur - 23.12.1946, Blaðsíða 8

Baldur - 23.12.1946, Blaðsíða 8
.8 B A L D U R BALDUR (Vikublað) Ritstjóri og ábyrgðarra.: Halldór Ólafsson frú tíjögri. Árgangur kostar 10 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Gjalddagi 1. júlí. Þeim ferst. Allir sanngjarnir menn, livar i flokki sem þeir standa, viðurkenna þá staðreynd, að atvinnuleysið, sem nú er hér á Isafirði; stafi eingöngu af því, að fiskiskipin hafa legið bundin í höfn í allt haust og það sem af er vetrar. Allir vita, að atvinna hér á Isafirði bygg- ist eingöngu á sjávarútvegi. hregðist hann af einhverjum ástæðum, er voðinn vis. Jafn augljósa staðreynd og þetta virðist óþarft að rökræða frekar. Alþýðuflokksforingj arnir hér á Isafirði vilja þó ekki viður- kenna þessa staðreynd. Þeir reyna að halda því fram og telja ahnenningi trú um, að atvinnuleysið sé ódugnaði og andvaraleysi núverandi hæjar- stjórnarmeirihluta að kenna. Þessir menn vita mjög vel, að bæjarstjórn ræður engu um stjórn útgerðarinnar í bænum, henni er eingöngu stjórnað al' öðrum aðilum, meðal annars nokkrum foringj um Alþýðu- flokksins og áhrifamönnum í Sjálfstæðisflokknum. Þessum ásökunum á hendur hæjarstjórn um ódugnað og andvaralcysi í atvinnumálum bæjarins, hlýtur því að vera beint gegn henni vegna. þess að bærinn hafi látið vinna minna a þessu ári en á undanförnum árum og sýntmeira tómlæti um verklegar framkvæmdir nú en áður. Ef við berum saman vcrk- legar framkvæmdir tvö síðast- liðin ár og það, sem af er þessu ári kemur eftirfarandi í ljós: Árið 1944 lætur bærinn vinna lyrir 100 þús. kr., eða sömu upphæð og sameigin- legur fundur verkamanna og sjómanna taldi hæfilega lág- markskröfn að bærinn léti vinna fyrir á tæpum mánuði. Árið 1945 var unnið fyrir 170 þús. kr., en 25. nóvember í ár hafði bærinn látið vinna fyrir 243 þús. kr. Það verður því ekki með sanni sagt, að vinna hjá hænum hafi verið minni í ár en undanf. tvö ár, og ekki yrði samanburðurinn fyrrv. meirihluta hagstæður, ef seilst væri lengra aftur í tím- ann til samanburðar. 1 þessu sambandi er líka Hjálpræðisherinn á Isafirði: JÓLAHÁTlÐIN 1946 1. jóladag kl. 11 f. li. Hátiða- samkoma. 1. jóladag kl. 8,30 e. h. Há- tíðarsamkoma. 2. jóladag kl. 3 e. h. Jólasam- koma fyrir börn. 2. jóladag kl. 8,30 e. h. Jóla- tréssamkoma. Gengið kringum jólatré og sungið. Adj. Holm- öy og Kapt. Wasa o. fl. Aðgang- ur kr. 2,00. 3. jóladag kl. 3 e. h. Gamal- mennasamsæti (boðið). Adj. Holmöy talar. Góðar veitingar. Laugardag 28. des. kl. 8,30 e. h. Jólatréssamkoma. Kapt. Wasa talar. Söngur og liljóð- færasláttmy Aðg. kr. 2,00. Sunnudag 29. des. kl. 2 e. h. Jólatréssamkoma fyrir yngri börnin. — Kl. 5 e. h. Jólatrés- samkoma fyrir eldri börnin. Aðeins þeir, sem hafa að- göngumiða, fá aðgang. — Kl. 8,30 e. h. Hjálpræðissamkoma. Mánudag 30. des. kl. 8 e. h. Jólatréssamkoma Heimilis- sambandsins. Adj. Holmöy og kapt. Wasa o. fl. Aðeins fyrir félaga. Þriðjudaginn 31. des. kl. 3 e. h. Jólatréssamkoma fyrir hörn. Jólasveinninn kemur. — Aðgangur kr. 2,00. — Kl. 10,30 e. h. Miðnæturssamkoma. Nýársdag kl. 11 f. h. Guðs- þjónusta. — Kl. 8,30 e. h. Hj álpræðissamkoma með her- mannavigslu. Kapt. Wasa stjórnar. Velkomin á allar jólasam- komurnar. Gleðilegra jóla og farsæls nýárs ósluun við öllum félög- um og vinum. Henmj Holmöy, Adjutant. O. A. Wasa, Kaptein. rétt að minna á það, að í sum- a.r, þegar útséð var um að síldveiðin mundi bregðast, gerði bæj arstj órn ráðstafanir til þess að þeir, er minnstar tekjur höfðu haft á sumrinu, fengju atvinnu, þegar þeir kæmu heim. Þetta var sjálf- sögð ráðstöfun og á engan hátt þakkarvert. En sumarið 1945 brást síldveiðin einnig. — Þeir, sem unnu að síldarfram- leiðslu það sumar, komu þá slyppir heim eins og í haust, en þáverandi meirihluti bæj- arstjórnar gerði engar ráðstaf- anir til að tryggja þessu fólki vinnu, þegar heim kom. Það var látið skeika að sköpuðu um afkomu þess. Það situr' illa á mönnum, sem eiga slíka fortíð, að brigzla öðrum um ódugnað og andvaraleysi í atvinnumálum bæj arins. GLEÐILEGJÓL! GOTT OG FARSÆLT NYTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verzlunin Dagsbrún. GLEÐILEG JÓL! GOTT NYTT ÁR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. Verzlunin „ B E R G “ Bókmenntafélagið Mál og menning óskar félögum sínum og velunnurum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. SJUKRASAMLAG ÍSAFJARÐAR óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra jóla og farsældar og heilbrigði á komandi ári. » GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! Sósíalistafélag Isafjarðar. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT AR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Skóverzlun Leós Eyjólfssonar. GLEÐILEG JÓL! GOTT NYTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Olíuverzlun íslands h.f. Umboðið á ísafirði. %»

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.