Baldur


Baldur - 23.12.1946, Blaðsíða 12

Baldur - 23.12.1946, Blaðsíða 12
12 BALDUR Mál og menning. Félagsmenn Máls og menn- ingar hafa að vonum spurt, hverju það sæti, að bækur þær, sem félagið hefur ákveðið að gefa út á þessu ári, eru ekki allar komnar út ennþá. Þessi töf stafar af því, að prentsmiðjan Hólar, sem prentar bækur Máls og menn- ingar, fluttist á þessu hausti í ný og betri húsakynni. Flutningar þessir tóku lengri tíma en ráðgert liafði verið, og hlauzt af þvi svo mik- il töf á störfum prentsmiðj unn- ar, að ekki var hægt að koma síðustu bókum Máls og menn- ingar á þessu ári til félags- manna fyrir jól. 1 bréfi, sem framkvæmdar- stjóri Máls og menningar skrif- aði nýlega umboðsmönnum félagsins, segir meðal annars: „Orvalið úr kvæðaþýðing- um Magnúsar Ásgeirssonar, Ljóð frá ýmsum löndum, er nú fullprentað, og má húast við að það verði komið úr hók- handi í janúar. Síðasta hefti Tímaritsins 1946 verður full- prentað og sent út um leið og Ljóð frá ýmsum löndum. Af bókum næsta árs eru tvær fullráðnar: David Dietz: Kjarnorka á komandi tímum, í þýðingu Ágútsts H. Bjarna- sonar prófessors. Þessi hók, sem snýst um kj arnorkurann- sóknir og kjarnorkusprengjur, það mál, sem nú er efst á baugi i veröldinni, verður fyrsta hók ársins 1947. önnur bók, sem ráðin er, er annað bindi mannkynssögu Ásgeirs Hjartarsonar, sem höfundur er nú að ljúka við. Þriðja hók- in verður skáldsaga, scm ekki hefur verið gefið nafn ennþá. Hvor þessara tveggja síðast- nefndu bóka kemur fyrr, er ekki fullráðið“. ^ Á næsta ári verður Mál og menning 10 ára. Á þessu tima- hili hefur félagið unnið mikið menningarstarf með útgáfu góðra og gagnlegra bóka. Fyr- ir gjald, sem numið hefur frá 10 og upp í 50 krónum á ári, hafa félagsmenn Máls og menningar eignast ýms af úr- vals ritum íslenzkra hók- mennta, eins og rit Jóhanns Sigurjónssonar, Orval úr And- vökum Stephans G. Stephans- sonar o. fl., útlend öndvegisrit í ágætum íslenzkum þýðing- um og fræðirit um ýms efni auk hins vinsæla og ágæta tímarits, sem félagið gefur út, Stjórn félagsins hefur hug á að auka útgáfustarfið frá því sem nú er, og það er hægt að gera, svo framarlega sem fé- lagsmönnum fjölgar. Allir þeir, sem vilja eignast góðar og ód)7rar bækur, ættu þvi að ganga í Mál og menningu. — Með þvi vinna þeir tvennt. Þeir njóta sjálfir þeirra kosta- kjara, er félagið býður, og stuðla að því, að útgáfustarf- semi þess geti aukizt. --------0-------- SKÍRSLA um Sundmót Harðar, sem haldið var 15. des. 1946. Keppt um bikar í 4 X 100 m. boð- sundi karla, gefinn af K.s.f. Herði. Mótið liófst kl. 2 stundvíslega og lauk 3,30. Áhorfendur voru rúmléga 200. U r s 1 i t : 100 m. bringusund drengja: I Sigurðuit Th. Jónsson (V) 1,32,7 mín., Ólafur Þórðarson (H) 1,33,1 mín., Ástvaldur Björnsson (II) 1,41,8 mín., Pétur Helgason (V) 1,43,3 mín. 4 X 100 m (bringu) bofisund karla. A-sveit Harðar 6,11,7 mín., Vest- fjarSamet, B-sveit Harðar 6,43,4 mín. Sveit Vestra 6,14,0 (ógilt. 100 m. bringusund, konur. Sóley Sveinsdóttir (H) 1,46,2 mín. Vestfjarðamet. Svandís Skúla- dóttir (V) 1,55,5 mín., Ilrefna Ingimarsdóttir (H) 1,55,7) mín., Karólína Guðmuhdsd. (H) 1,58,9 mín. 50 m. bringusund, stúlkur. Edda Konráðsdóttir (V) 49,8 sek. Halldóra Finnbj. (H) 52,0 sek. Álfhildur Ólafs (V) 52,6 sek., Sig- riður Arinbjarnar .(V) 53,4 sek. 100 m. bringusund karla. Skúli Skúlason (V) 1,25,8 mín., Þórólfur Egilss (II) 1,30,4 sek. 50 m. baksund, konur. Svandis Skúladóttir (V) 55,2 sek. Sóley Sveinsd. (H) 55,4 sek. Hrefiia Ingimarsd. (H) 55,6 sek. 50 m. baksund drengja. Ólafur Þórðarson (H) 45,2 sek. Sig Th. Jónss. (V) 51,2 sek. Ingv- ar Kjartanss. (H) 51,9 sek., Pétur Ilelgason (V) 52,2 sek. 33% m. frjáls aöferö, stúlkur. Edda Konráðsdóttir (V) 28,7 sek. Halldóra Finnbjörns (H) 31,9 sek. 100 m. baksund karla. Skúli Skúlason (V) 1,33,2 mín. Haukur Sigurðsson (H) 2,02,7 mín. \ 50 m. frjáls abferS karta. Hjörtur Hjartar (V) 34,1 sek. Þórólfur Egilsson (H) 37,9 sek. 400 m. bringusund karla. Skúli Skúlason (V) 6,47,0 mín. Vestfjarðamet. 33% /n. frjáls aöferö drengir. Jón K. Sigurðsson (H) 25,4 sek., Ástv. Björnsson (H) 26,5 sek., Ól- afur Þórðarson (H) 26,6 sek., Ingv- ar Kjartansson 28, 4 sek. 33% x 3 boSsund kvenna. A-sveit Harðar 1,38,5 mín., B- sveit Harðar 1,39,9 min. Hátíð hækkandi sólar. Framhald af 1. siðu. björgum og fjöllum fögnuðu því, er myrkrið sneri undan og ofar færðist sól. • Þessi gamla þjóðtrú lýsir þrá náttúrunnar og alls mann- kynsins eftir meira ljósi, meira yl og unaði. Þegar við höldum jólin nú, er fyrir skömniu undan snúið skajnmdegismyrkur ægileg- ustu eyðileggingarstyrjaldar, sem yfir mannkynið hefur gengið. I þessu skammdegis- myrkri hefur mannkynið tap- að meiri andlegum og efnaleg- um verðmætum en dæmi eru áður til. En allir vona, að frið- arsólin færist ofar og henni takist að eyða þeim ófriðar- skuggum, sem enn í dag hvíla yfir ýmsum löndum heimsins. Mannkynið stendur nú frammi fyrir því erfiða og vandasama verki að bæta af- leiðingar þess böls, er styrjöld- in leiddi yfir heiminn. Það þarf að seðja þá, sem hungrið þjáir, klæða þá, sem klæðlaus- ir eru og veita þeim húsaskjól, sem livergi eiga þak yfir höf- uð sér. Allt eru þetta mikil og erfið verkefni, sem þvi aðeins verða leyst, að allir leggist á eitt. Og eitt er víst, varanleg lausn á vandamálum mannkynsins, sú lausn, að tímar, eins og nýaf- staðin styrjöld, geti aldrei framar komið, fæst því aðeins, að mennirnir tileinka sér hug- sjón meistarans, sem kristnir menn halda jólin til minning- ar um, þá hugsjón, að allir menn séu hræður og njóti gæða lífsins i sameiningu og bræðralagi. Mennirnir erú hættir að trúa á huldar vættir. Þeim hefur tekist að tileinka sér leyndar- dóma náttúrunnar og nota þá í þjónustu sína. En nú er vand- inn mestur, að þessi þekking mannanna verði notuð öllum til velferðar og hamingju en ekki til óheilla og böls. Að með aukinni þekkingu vaxi velmegun, friður og farsæld meðal manna ög að mannkyn- ið geti nú í heztu merkingu haldið hátíð hækkandi sólar, skammdegismyrkur liðinna hörmungatíma sé að fullu og öllu undan snúið og allt það böl, allar þær hörmungar, sem því fylgja, komi aldrei aftur. G L E Ð I L E G J Ó L ! ------o----- LEIÐRÉTTING. 1 greininni: Verður hægt að lengja mannsæfina, hefur fallið setning úr 2. málsgrein í 3. d. a. n. Þar á að standa: „Fyrstu 20 árin er maðurinn barn, frá 20—40 ára er hann ung- lingur, frá 40—60 ára fulltiba maS- ur og 60—80 ára er hann öldung- ur“, o. s. frv. Einnig stendur í þessum sama dálki í næstu málsgrein fyrir of- an „gömlu lijónin“ en á að vera „gömlu lijúin“ Þetta eru lesend- ur beðnir að athuga og fyrirgefa þessi mistök. t, •• * 4 | | V ? I I 4 4 4 4 4 i i i i i i i i 4 4 i ? ? ? t t ? ? ? x. Vo ************ ♦**♦*« *♦ *Jm*m*m% ♦*« V V BIÓ ALÞYÐUHÚSSINS Jólamynd 1946 annan í jólum kl. 5 og 9. FRÚ PARKINGTON (Mrs. Parkington) Amerísk stórmynd frá Metro Goldwyn Mayer gerð eftir skáldsögu Louis Bromfield. Aðalhlutverk: Greer Garson Walter Pidgeon Aðgöngumiðar að sýningunni ld. 9 verða seldir milli 11 og 12 annandag. Pantaðir miðar sækist fyrir kl. 12. JÓLAMYND BARNANNA. Annan dag kl. 2: MUNAÐARLAUSI FIÐLUSNILLINGURIN N Síðasta sinn. Barnasýning. GLEÐILEG JÓL! * 1 ! 1 ? ? * i i ? ? ? i 4 4 l “♦**« V"♦*%”* %*V *«”♦**♦"♦**♦**«**♦’*♦’*♦’*♦ V,«**«,V*******«**.**»*VVVV*«**«**«*****«‘VVVvV%**«*VVVVVV

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.