Baldur - 07.01.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 07.01.1950, Blaðsíða 1
OTGEFANDI: SÖSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR XVI. ÁRG. Isafjörður 7. janúar 1949. 1. tölublað. Hlutverk bæj arfélagsins. Þáttur hins opinbera hefur á undanförnum árum verið sí- vaxandi í lífi og starfi hvers einstaklings með þjóð vorri. Á- hrifa hinna opinberu aðila, rík- isins og bæjarins hefur gætt í vaxandi mæli og starfsemi Jjeirra hefur náð til fleiri sviða og hefur aukizt að mun hin sið- ari ár. Handhafar ríkisvaldsins og stjórnendur bæjarfélaga eru fulltrúar, sem kosnir eru af al- menningi, og framkvæmd mál- efna hins opinbera er því und- ir því komin hvernig val þess- ara umboðsmanna hefur tekizt hverju sinni. Nú standa fyrir dyrum kosn- ingar bæjarfulltrúa fyrir næstu fjögur ár, og því fyllilega á- stæða til að rifja lítilsháttar upp, hver muni verða verkefni og starfssvið hinna væntancgu l'ulltx’úa. Almenn félagsmál. á herðum bæjarfélagsins hvíla að mestu leyti skyldurn- ar af framkvæmd heilbi’igðis- mála, menningarmála, fram- færslumála, löggæzlu, eld- varna o.s.frv. Að vísu ber rík- isvaldið að talsverðu leyti kostnað við framkvæmd sumra þeirra en aðallega hvíl- ir hann þó á bænum, sem hef- ur með höndurn yfirstjórn þessai’a mála. Til að standa straum af út- gjöldum þeim, sem starfsemi jxessi hefur í för með.sér, eru útsvöiMn því senx næst hin eina tekjuleið bæjai’sjóðs. Til að glöggva sig betur á því, hversu mikill þáttur jxessi félagslega starfsemi er, fylgja hér á eftir nokkrar upplýsingar úr í-eikn- ingum bæjai'sjóðs Isafjarðar fyrir árið 1948, sem nýlega hafa verið lagðir fram. Af hverjunx 100 krónum, sem gi’eiddar voru upp í útsvör fóru til greiðslu ellilauna og framfærslumála 22,2%, til menningarstarfsemi og xnennta mála fóru 15,6%, lil lxeilbi’igðis- mála fóru 7,7%, til löggæzlu og eldvarna fóru 6,1%, til stjórnar bæjai’félagsins fóru 7,4%. Auk þessa var varið um 18,8% til eignaaukningar aðallega í þágu félagsmálastai’fseminnai’. Eins og þetta lauslega yfirlit ber með sér, þá fer rnegin- þorrinn af fé því, sem bærinn hefur yfir að ráða, til félags- stai’fsemi, sem hverjum bæjar- búa finnst nú orðinn sjálfsagð- ur og ómissandi þáttur. Má þar nefna fátækraframfæi’slu, elli- heimiíi, sjúki’ahús, skólahald, sundhöll, bókasafn, löggæzlu, heilsuverndarstöð, slökkvilið, almennar tryggingai’, sjúkra- samlag o. fl., o. fl. Atvinnumál. Fyrir áhi’if aukinnar félags- hyggju, hefur starfsemi bæjai’- félaganna xniðað að vaxandi þátttöku í atvinnulífinu og rekstri atvinnutækja, Að vísu hefur þessi viðleitni oft mætt andstöðu frá fulltrúum einka- framtaks og einstaklings- liyggju. En stefna þessi hefur sigrað svo áþreifanlega að þar, scm aðilar þessir hafa ráðið, liafa þeir sjálfir verið knúðir til síaukinna afskipta af at- vinnulífinu. Nú er það orðin viðurkennd regla, að liæjarfélaginu beri yfirráðin yfir lendum og lóð- um, og' að það hafi forgöngu mcð byggingu og starfrækslu hafnarmannvirkj a, raforku- vera, vatnsveitna, vegalagn- ingu o. fl. Með starfsemi þess- ari hafa bæirnir tekizt á hend- ur allumfangsmikinn atvinnu- rekstur, sem ýnnist er rekinn af bæjarsjóði, eða sem sjálf- stæð fyrirtæki. A sama hátt hafa afskipti bæjarins af beinni framleiðslu- starfsemi færst í aukana. Hér á Isafirði er bæjarsjóður aðili í ýmsum atvinnufyrirtækj urn, aðallega þeim sem viðkoma að- alatvinnúvegi bæjarbúa, sjá- varútveginum. Þá má geta bú- rekstursins á Seljalandi og Kirkjubóli, sem að öllu leyti er á vegum bæjarins. I framtíð- inni er líklegt að áhrifa bæjar- félagsins muni gæta á fleiri sviðum atvinnulífsins, enda þótt afturlialdsöfl þjóðfélags- ins reyni enn að sporna við því, eins og t.d. þegar Alþingi neit- aði bæjarstjórn Isafjarðar um að takast á hendur upp- og út- skipun við höfnina. Húsnæðismál. Eitt mesta þjóðfélagsvanda- mál vort er að bæta úr húsnæð- isvandræðum og að uppfylla nútíma kröfur um hollustu- hætti og þægindi íbúðarhús- næðis. Bæjarfélögin hafa löng- um látið húsnæðismálin til sin taka með leigu á lóðum til íbúðarhúsa og starfrækslu bæj- arins á malar- og sandnámi. Með byggingu verkamanna- bústaða hófst svo nýr þáttur í starfsemi bæjanna á þessu sviði. Loks gerðu svo lögin um opinbera aðstoð við byggingu íbúðarhúsnæðis ráð fyrir auk- inni þátttöku bæjarins við lausn húsnæðismálanna, með útrýmingu heilsuspillandi hús- næðis og húsnæðisskorts. Að vísu hefur verið frestað framkvæmd laganna, sem hér um ræðir. En öllum er nú orð- in ljós sú staðreynd, að bæjar- félaginu ber skylda til að hafa forustuna í húsnæðismálum og beita sér fyrir lausn liúsnæðis- vandamálsins, eftir því, sem kostur er. Samstarf ríkis og bæja. Hér hefur aðeins verið getið lauslega þeirra helztu verk- efna, sem úrlausnar þurfa hjá bæjarstjórn. A mörgum þess- um sviðum er ríkisvaldið einn- ig aðili og margar umbætur, sem eru ofviða félitlum bæjar- félögum einum saman, geta strandað á andstöðu ríkisvalds- ins og lánstofnana þess. Framfarasinnuð bæj arstjónx Framboðslisti Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Isafirði 29. janúar 1950: 1. Haraldur Steinþórsson, kennari. 2. Haraldur Guðmundsson, skipstjóri. 3. Guðmundur Gunnlaugsson, sjómaður. 4. Haraldur Stígsson, verkamaður. 5. Brynjólfína Jensen, húsfrú. 6. Jón Jónsson, verkamaður. 7. Helgi Ketilsson, vélstjóri. 8. Lúðvík Kjartansson, sjómaður. 9. Halldór Ólafsson, bókavörður. 10. Kristín Einarsdóttir, húsfrú. 11. Svanberg Sveinsson, málari. 12. Steinar Steinsson, skipasmiður. 13. Gunnar Guðmundsson, verzlunarmaður. 14. Guðmundur M. Guðmundsson, verkamaður. 15. Baldvin Árnason, kennari. 16. Óskar Brynjólfsson, verkamaður. 17. Guðmundur Árnason, kennari. 18. Kristinn D. Guðmundsson, skrifstofumaður. Framhald á 3. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.