Baldur - 20.01.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 20.01.1950, Blaðsíða 1
Bæ j armálastef nuskrá Sósíalistafélags ísafjarðar. Sósíalistafélag ísaf jarðar leggur fram eftirfarandi bæj- armálastefnuskrá fyrir næsta kjörtímabil og lýsir því jafnframt yfir, að ísfirzkir sósíalistar eru fúsir til sam- starfs við hver þau félagssamtök og einstaklinga, sem af heilum hug vilja vinna að framgangi hennar og velferð bæjarins. Atvinnumál. 1. Bærínn líti á það sem meg- inskyldu sína, að aðstoða út- gerðaraðila við starfrækslu bátaflotans á allan þann hátt, sem liann frekast get- ur. 2. Unnið verði að eflingu at- vinnulíl's bæjarhúa, með öl'l- un nýrra atvinnutækja og aukinni þátttöku hæjarins í atvinnulífinu. 3. Unnið verði gegn burtflutn- ángi atvinnutækja úr hæn- um. 4. Komið verði upp hagkvæm- um landstöðvum fyrir háta- útveginn. ö. Bæi'inn stuðli á allan hátt að því, að Fiskiðjusamlag út- vegsmanna hefji fram- kvæmdir á byggingu nýs og fullkomins fiskiðj uvers. 6. Bæi’inn kaupi og gei'i sjálf- ur út togara, sem bæjai'- stjórn hefur þegar sótt um. 7. Unnið vei’ða að áframlvild- •andi lagniugu gangstétta og gatnakeríið endurbætt, þannig að til framhúðar verði. 8. Unnið verði að fullkomnun vatnsveitukerfis bæj ai'ins. !). Komið »'erði upp álialdahúsi og vetrarvinnuplássi fyrir bæinn. Hafnarmál. 1. Unnið verði að þvi að ljúka hafn arfram kværn d um í Ncðstakaupstað og verði uppfyllingarnar þar hag- nýttar, þannig að þær korni útgerðinni að sem mestum notum, sbr. 4. og 5. lið uin atvinnumál.. 2. Framkvæmd verði dýpkun innsiglingai'innar um Sund- in, jafnl’ramt hagnýttur upp- moksturinn til landaukn- inga. 3. Komið verði upp hækistöðv- um fyrir sináhátaútveginn. Húsnæðismál. 1. Kappkostað verði, að hær- inn fái leyfi til að halda á- fram byggingu íbúða sam- kvæmt III. kafla laga um opinbera aðstoð við bygg- ingu ibúðarhúsa. 2. Bærinn ráðist í byggingu hentugra og ódýrra íbúðar- húsa og afli sér í því skyni nauðsynlegs fjármagns. Verði íbúðirnar seldar með kostnaðarverði og með eins hagkvæmum lánskjörum og frekasl er unnt. 3. Einstaklingar, sem ráðast i byggingarframkvæmdir verði látin i té aðstoð bæjar- ins með öflun innlends bygg- ingarefnis með hagkvæmum skilmálum. Rafveitumál. Unnið verði að áframhald- andi aukningu raforkunnar með hækkun stíflu við Fossa- vatn, tilraun til þéttingar Nón- vatns, nýtingu Selár og öðrum þeim leiðum, sem tiltækilegar þykja. Búmál. Kúabú bæjarins að Selja- landi og Kirkjubóli verði sam- einuð, og ræktunarfram- kvæmdir hafnar í stórum stíl samkvæmt tillögum sérfróðra manna. Menningarmál. 1. Bæjarstjórn beiti sér fyrir að framkvæmdir séu hafnar á byggingu Elliheimilis. 2. Unnið verði að byggingu fullkomins íþróttasvæðis í samvinnu við iþróttahreyf- inguiia. 3. Aðstaða æskulýðsfélagamia til félagsstarfsemi verði bætt og komið á stofn tómstunda- heimili fyrir æskulýðinn. 4. Komið verði upp fullkomn- uni barnaleikvelli, og verði hann starfræktur í samráði við kvenfélögin undir um- sjón og eftirliti umsjónar- nianns. Verzlunarmál. Bæjarstjóm beiti sér fyrir því, að Isafjörður verði aðal- innflutningshöfn nauðsynja- varnings fyrir Vestfirði. Erfiðleikar aðalatvinnu- vegs bæjarins, sjávarút- vegsins, undanfarin ár og afleiðingar þeirra á fjár- hagsafkomu bæjarbúa, hafa í för með sér aukna þörf fyrir einhuga samvinnu allra bæjarfulltrúa um lausn vandamálanna, í stað flokkadrátta og togstreitu. Þessvegna mun Sósíal- istaflokkurinn leitast við að koma á samstarfi allra flokka í bæjarstjórn fsa- fjarðar um sameiginleg stefnumál flokkanna og vel- ferðarmál bæjarfélagsins í heild. Til baráttu fyrir stefnu þessari leitar Sósíalista- flokkurinn kjörfylgis al- þýðunnar í bænum, og heitir á hana til samstarfs um framkvæmd hagsmunamála hins vinnandi fólks. -------o------- Leggið íé í kosningasjóð B-lisfans. I þessum kosniugum, eins og öllum öðrum, verður Sósíalistaflokkurínn að leita til fylgismanna sinna, al- þýðunnar í bænum, um fjárstuðning til að standast þann kostnað, er af kosninga baráttunni leiðir. Sósíalista- flokkurinn hefur ekkert annað fé til þeirra hluta en það, sem lionum áskotnast með frjálsum framlögum. Fyrir því er hér ineð skor- að lastlega á alla stuðnings- menn llokksins að láta eins mikið aí’ hendi rakna og þeim er frekast unt. Sérstaldega eru flokksfé- Iagarnir áminntir um að láta ekki sitt eftir liggja, livort heldur eru framlög frá sjálfuin þeim eða söfnun hjá öðrum. Flokksfélagar og stuðn- ingsmenn, komið á kosninga- skrifstofuna, sem er opin kl. 4—7 e. h. á hverjum degi, leggið fé í kosningasjóðinn og takið ötulan þátt í að safna í hann. Nú ríður á að enginn liggi á liði sínu. Jafnframt er skorað á þá félaga, sem enn skulda flokksgjöld sín fyrir s.I. ár, að koma á skrifstofuna og gera skil. Skilvís greiðsla flokksgjalda er ein af fruni- skyldum hvers einasta sós- íalista. /

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.