Baldur - 20.01.1950, Blaðsíða 4

Baldur - 20.01.1950, Blaðsíða 4
er óvænlegt til fylgis, að hampa því fyrir kosningar. 1 þessu sambandi má líka geta þess, að Alþýðuflokkurinn ætlaði eitt sinn að leigj a búið, sósíalistinn, sem þá var í bæjarstjórn, hindraði það. Sj álftæðdsflokkurinn leggur nú mikið kapp á að veiða at- kvæði alþýðunnar í bæniun, og beitan sem hann notar til þess er hin fögru orð frjálslyndi, umbætur, framfaraofl, athafn- ir og önnur slík. Saga þessa flokks ætti að nægja til þess að enginn alþýðumaður lætur blekkjast af slíku. Það er að vísu fjarstæða, sem allir bæj’- arbúar blæja að, og fylgjendur flokksins mest sj álfir, að flokk- urinn bafi nokkurn möguleika til að komast í meiniblula. Sama er að segja um Alþýðu- flokkinn, almenningur þekkir sögu bans engu síður en íhalds- ins og sú þekkingin ætti að nægja til þess að menn láti ekki blekkjast af faguryrðum og loforðum hans fyrir þessar kosningar. En ekki veldur sá sem varir. Hvorugum þessara flokka má aukast fylgi. SlíktA- væri ekki aðeins til tjóns fyrfir íbúa þessa bæjar, heldur alla þjóðina. Aukið fylgi aftur- haldsflokkanna í þessum kosn- ingum þýðir auknar árásir þess á alþýðu að þeim loknum. Þessvegna verða allir Isfirð- ingar að kjósa lista Sósíalista- flokksins. X B. -------o------- Ríkið láni 95 aí hundraði af verði togara til bæjarfé- laga, sem síldarleys- ið hefur komið harð- ast niður á. Viið umræður á Alþingi um bráðabirgðalög rílcisstj órnar- innar um togarakaui) ríkisins, kaup tíu togara, bar Áki Jak- obsson fram svohljóðandi til- lögu: „Heimilt er ríkisstjórninni áð veita þeim bæjarfélögum og kauptúnum Norðanlands, sem orðið haía fyrir mestum áföll- um atvinnulega vegnaundanfar inna 5 sildarleysisára, lán til kaupa á togurum, er nemi allt að 95% af kostnaði þeirra, enda sé aðstaða fyrir hendi til tog- araútgerðai’ frá viðkomandi kaupstað eða kauptúni. Ríkis- stjórninni er heimilt að taka þaii lán, sem nauðsyn krefur til framkvæmda þessu“. I bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar um togarakaup- in er einungis beimild til að lána 10% af andvirði skipanna, en slík aðstoð er vitanlega BALDURI _______________________________________________________________> 'IIIIIII lllllll II1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 | Kosningaskrifstofa I I Sósíalistaflokksins. j Kosningaskrifstofa B-LISTANS, lista Sósíalista- | i flokksins, í Smiðjugötu 13, er opin alla daga frá | | kl. 4—7 e. h. Þar geta kjósendur fengið allar upplýsingar varð- | | andi kosningarnar. Kjörskrá liggur frammi. Einkum er áríðandi að menn láti skrifstoíuna | | vita um kjósendur, sem verða fjarverandi úr bæn- I | um á kjördegi, svo að þeir kjósi áður en þeir fara, | | eða hægt sé að ná í atkvæði þeirra í tæka tíð, séu | | þeir þegar farnir. Sömuleiðis ættu kjósendur Sósíal- | | istaflokksins utan af landi, sem staddir eru í bæn- | | um, að koma á skrifstofuna og fá upplýsingar um | | lista flokksins á þeim stöðum, sem þeir eru á kjör- | | skrá. Atkvæðagreiðsla utan kjörstaða fer daglega | | fram á skrifstofu bæjarfógeta. | Fylgismenn B-LISTANS komið sem oftast á | | skrifstofuna og takið þátt í kosningabaráttunni. | Símanúmer skrifstofunnar er 80. : l¥lllllllilllllllll|lllllllllllllllllllllllllllllllllllll'IIIIIIIIIIÍIIUl!llllllllllllll1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍÍjlllllllllllllllllllllllllllllllll TILKYNNING. Vegna vöntunar á brunashnakerfi hér í bænum, hefir síma- stöðin annast um hringingar til brunaliðsmanna og er lagt til fyrir starl'sfólkið að fella niður algreiðslu við önnur simanúmer á meðan J)að er gcrt. Hinsvegar hafa fyrirspurniir óvdðkomandi manna um hvar sé að brenna o. fl., torveldað og tafið [)essa afgreiðslu og skal því að þessu gefna tilefni lekið fram, uð slíkum fyrirspurnum verð- ur eftirleiðis ekki svarað. Símastjórinn, ísafirði, 18, jan. 1950. S. Dahlmann. Framboðsfundir. Ákveðið hefir verið að hafa framboðsfundi mánudag- inn 23. þ. m. og fimmtudaginn 26. þ. m. Fundirnir verða í Alþýðuhúsinu og hefjast kl. 20,30 báða dagana. Húsið opn- að kl. 20,00. öllum kjósendum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Alþýðuflokkur. Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. S j álf stæðisf lokkur. gagnslítil, eigi að gera þeim, sem mesta þörf hafa fyrir að fá þá, kleift að eignast þá, en það eru bæjar- og sveitarfélög- in. Einar Olgeirsson hefur fyrir skömmu flutt till. um, að bæj- arfélögin fái forgangsrétt til að eignast þessanýju togara og að ríkinu verði heimilað að veita þeim allt að 39% af andvirði skipanna í ódýru lánsfé, eins og þegar nýsköpunartogararn- ir voru keyptir. Þau bæjarfélög, sem um sái’- ast eiga að binda vegna síldar- leysisins undanfarin ár, hafa ])ó ómóhnælanlega meári rétt en allir aðrir til að fá þessi nýju atvinutæki og verði auð- veldað öðrum fremur að eign- ast þau. ------0------- Bæjarráð leggur til að bærinn á- byrgist 50 þús. kr. til kaupa á togaranum ís- lending til bæj- arins. Á fundi bæjarráðs í gær lá fyrir beiðni frá Kjartani J. Jóhannssyni, lækni, fyrir hönd Marzellíusar Bernharðssonar o. fl., um að bær- inn gangi í ábyrgð fyrir 50 þús. kr. láni til að kaupa togarann Isiend- ing til bæjarins. Islendingur er 140 tonn að stærð. Hann er fyrsti togarinn, sem keypt- ur var hingað til lands, byggður 1893. Árið 1942 fór fram gagngerð viðgerð á skipinu og mátti heita að |)á væri það endurbyggt. Skipið er í 4 ára „kiössun" og er, samkvæmt vottorði Bárðar Tómassonar, í á- gætu standi bvað styrkleika snertir. Vélar, sj.ii og annar útbúnaður er líka í góðu lagi. Kaupverðið er kr. 080 þús. og fylgja veiðarfæri með í kaupunum. Skipið er tilbúið á veið- ar nú þegar. Til þess að fá skipið, vantar kaupendur 50 þús. kr., og geta að- eins fengið það fé með bæjar- ábyrgð, sýnir það, að lánstraust bæjarins er ekki alveg þrolið, eins og kratarnir reyna stöðugt að lelja fólki trú um. Bæjarráð lagði einróma til að bærinn gangi í umbeðna ábyrgð. Fulltrúi sósíalista greiddi því at- kvæði með tillili til þess, að hér er um að ræða atvinnutæki, sem get- ur orðið til þess að auka atvinnu í- bænum, minnsta kosti í bili. íhaldið mun vafalítið gera þetta inál að kosningabombu, eins og húsin hans Marzellíusar fyrir sið- ustu bæjarstjórnarkosningar, og Vesturland birta stórar fyrirsagnir um framtakssemi og dugnað Kjart- ans, læknis, Marzellíusar o. fl. íhaldsforkólfa. En reykurinn úr þeirri bombu lilekkir engann, getur ekki einu sinni hulið fyrir almenningi van- kanta einstaklingsframtaksins i at- vinnumálum, sem bæjarbúar hafa kynnst svo cftirminnilega í sam- bandi við útgerð Björgvins Bjarna- sonár. Pessi framtakssemi íhaldsforingj- anna minnir lika á viðbrögð krat- anna, þegar þeir fyrir kosningar byrjuðu að grafa kjallara undir verkamannabústöðunum, hófust handa um byggingar skólaliúsa o.fl. í þeirri von að vinna atkvæði eftir að hafa í áratugi vanrækt velferðar- inál bæjarins. Þessir flokkar, íhald og kratar, verða alltaf að hafa eitthvað til að fylla upp í eyður verðleikanna fyr- ir kosningar, og er ekki nema gott þegar sú eyðufylling er eitthvað, sein almenningi er gagnlegt. TIL SÖLU fótstigin Singer-saumavél. Magnús Guðmundsson, Mánagötu 5. Prentstofan Isrún h.f.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.