Baldur - 28.01.1950, Side 1

Baldur - 28.01.1950, Side 1
CTGEFANDI: SÖSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR lsafjörður, 28. janúar 1950. . tölublað. Isíirðingar kjósa um samstarí eða sundrung Aukið íylgi Sósíalistaliokksins þýðir ósigur sundrungaraflanna. Kosningabardaganum er að ljúka. Á morgun ákveða kjósendur með atkvæði sínu af hverjum og hvernig þess- um bæ verður stjórnað næstu 4 ár. Sósíalistaflokkurinn hefur lagt fram ákveðna stefnu- skrá um lausn þeirra mála, er úrlausnar krefjast. Hann hefur tjáð sig fúsan til samstarfs við hver þau félagasam- tök og einstaklinga, sem af heilum hug vilja vinna að framgangi hennar og velferð bæjarins. Hann hefur lýst yfir, að hann muni leitast við að koma á samvinnu allra flokka í bæjarstjórn um lausn þeirra mála, sem framund- an eru, og hann heitir aðstoð og fylgi alþýðu til að koma þeirri fyrirætlun í framkvæmd. Höfuðatriði þeirrar stefnuskrár eru þessi: ATVINNUMÁL. Bærinn beiti sér af fremsta megni fyrir: Að starfræksia bátaflotans verði tryggð, að at- vinnilífið verði eflt og aukið með því að bærinn kaupi og geri út togara, öflun annarra nýrra at- vinnutækja og aukinni þátttöku bæjarins í atvinnu- lífinu. Að fullkomið fiskiðjuver verði reist. Að haínarframkvæmdum í Neðstakaupstað verði lokið og hafist handa um aðrar nýjar. Að landsssöðvum fyrir bátaútveginn verði komið upp. Að raforkan verði aukin, gangstéttir lagðar, göt- urnar endurbættar til frambúðar, unrílð að full- komnun vatnsveitukerfis bæjarins o. fl. HÚSN ÆÐISMÁL. Ríkisvaldið verði knúð til að framkvæma lögin um útrýmingu heilsuspillandi íbúða og bærinn fái leyfi til að halda áfram byggingu íbúða samkvæmt þeim lögum. Bærinn afli sér nauðsynlegs fjármagns, og byggi sjálfur íbúðir er seldar verði öðrum með kostnað- arverði og hagkvæmustu kjörum, sem unt er. Einstaklingar fái aðstoð og styrk til að byggja. MENNINGARMÁL. Ráðist verði í byggingu elliheimilis og íþróttavallar. Hafin starfræksla barnaleikvallar og tómstunda- heimilis fyrir æskulýðinn. VERZLUN ARMÁL. Isafjörður verði gerður að aðalinnflutningshöfn fyuir Vestfirði. Að framkvæmd þessara mála teljum við sósíalistar að vinna þurfi af fremsta megni og eftir fjárhagsgetu bæjarins, og þessvegna höfum við rætt þau í blaði okkar og á fundum. Þær umræður virðast ekki hafa verið að skapi and- stæðinga okkar. Þeim er með öllu óskiljanlegt, að við sós- íalistar skyldum ekki heldur hafa notað tímann til reyfara lesturs. Sjálfir hafa þeir fylgt þessu ráði. Málflutningur þeirra hefur einkennds af reyfara- og gróusögum, með skæting og slagorð sem skraut. Vandamál þau, sem úr- lausnar bíða, hafa þeir aðeins drepið á Við sósíalistar höfum einnig rætt aðstæður þær, sem bæjarfélaginu eru búnar af hálfu ríkisvaldsins. Á það hafa andstæðingar okkar forðast að minnast. Þeir hafa ekki viljað ræða um þá kreppu, sem nú vofir yfir, og hvernig hinn þríhöfðaði þurs afturhaldsins kappkostar að leiða hrun og atvinnuleysi yfir þjóðina. Við sósíalistar álítum að þessi mál snerti bæjarbúa engu síður en bæjarmálin. Við vitum að allar framkvæmd- ir bæjarins, atvinna og afkoma bæjarbúa, byggist á því, sem gerist í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Við bendum á þá hættu, sem af því stafar, að landinu stjórnar þröngsýn afturhaldsklíka, sem vinnur markvisst að því, að þrengt verði að hinum einstöku bæjarfélögum og efna- hagslegri afkomu almennings teflt í beinan voða. Þegar svo við þetta bætast erfiðleikar þeir, sem útvegur- inn hefur átt við að stríða að undanförnu, þá hlýtur öllum bæjarbúum að vera ljós nauðsyn þess, að hér verði tekin upp samvinna allra flokka um stjórn bæjarins og lausn þeirra verkefna, sem mest eru aðkallandi. Við sósíalistar vitum, að stefna okkar, verður ekki framkvæmd í slíku samstarfi. Sósíalisminn verður ekki framkvæmdur með samstarfi við íhald og krata. Þrátt fyrir það munum við berjast fyrir þessu samstarfi, vegna þess, að við erum sannfærðir um, að á þeim tímum, sem nú eru framundan, þarf að saineina alla krafta til að bægja yfirvofandi erfið- leikum frá dyrum Isfirðinga. Eina leiðin til að koma slíku samstarfi á, er að sósíalist- ar eigi fulltrúa í bæjarstjórn. Sósíalistar eru þess fullvissir, að allir þeir Isfirðingar, sem hafa hug á að vinna að velferðbæjar síns vilja koma á slíku samstarfi. Þeir fjölmenna því á kjörstað á morgun og kjósa B-LISTANN.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.