Baldur - 02.03.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 02.03.1950, Blaðsíða 1
Bj argráð íhaldsstj órnarinnar. Gengi íslenzkrar krónu lækki um 42,6 af hundraði. Þann 25. febrúar s. 1. var út- býtt á Alþingi stjórnarfrum- varpi um gengislækþun vísi- tölu, kaupgjald o. fl. Samkvæmt frumvarpinu kostar hver dollar 16,29 ís- lenzkar krónur og önnur er- lend mynt í samræmi við það. Gengi íslenzku krónunnar lækkar þar með um 42, 6%. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að vísitala marzmánaðar verði reiknuð eftir sömu íeglu og áður, en siðan verður hún grundvöllur nýrrar vísitölu j). e.a.s. 100 og við hana verður miðað eftirleiðis. Kaupgjald verður miðað við Dagsbrúnartaxta í janúar til marz og hækkar eða lækkar eftir Jjeirri breytingu, sem á vísitölu verður, þó ekki nema á hálfs árs fresti og því aðeins að sú breyting nemi 5 stigum. A togarafisk verður lagt 25.% framleiðslugj ald á ]>að sem er fram vl'ir 8250 pund. Fasteigna mat í Reykjavík á að 5 falda og 3 og 1 falda annars staðar á landinu. Stofna á gengislækkunar- sjóð og verja úr honum 10 milj. króna i uppbætur á sparite einstaklinga. Yms fleiri ákvæði eru i frum- varpinu, sem er 16 greinar, og J)ví fylgir löng greinargerð og athugasemdir er hagfræðing- arnir Benjamín Eiríksson og Olafur Björnsson hafa samið. Frumvarpið kom til 1. um- ræðu á Alþingi 27. febrúar s.l. Björn Ólafsson, fjármálaráð- herra, hafði framsögu og mælti mjög eindregið með frumvarpinu. Frá Framsókn- arflokknum talaði Eysteinn Jónsson. Hann kvað Fram- sóknarflokkinn fylgj andi gengislækkun en boðaði um leið ýmsar breytingartillögur er flokkurinn mundi flytja við frumvarpið, og færi afstaða flokksins eftir ])vi hvaða und- irtektir þessar hreytingatillög- ur fengju. Stefán Jóhann Stefánsson talaði af hálfu Alþýðuflokks- ins. Hann lcvað Alþ.fl. vilja fara verðhjöðnunarleiðina en vera andvígan gengislækkun og J)ar með höfuðatriði frum- varpsins. Frá Sósíalistaflokknum tal- aði Einar Olgeirsson. Mælti hann ákveðið gegn frumvarp- inu i heild, sýndi fram á að það væri hatröm árás á lífs- kjör almennings og stefndi að þvi að stöðva ])á vélbyltingu, sem fram hefur farið í sjávar- útvegi og landhúnaði að und- anförnu. Frumvarp þetta hefur enn ekki I)orizl hingað, og hefur Baldur því ekki átt þess kost að kynnast efni þess nema í gegnum upplestur í útvarp. Einstöku atriði frumvarpsins verða því elcki rædd hér. Hins- vegar hlýtur öllum að vera Ijóst, að sú gengislækkun, sem boðuð er í frv. ])essu, ])ýðir að allar erlendar vörur hækka í verði sem henni svarar, kaup- gjald lækkar og lífskjör al- mennings versna ])ar með frá ])ví sem nú er. Ekki verður heldur séð, að í frumvarpinu felist hjargráð fyrir sjávarút- veginn, ekki einu sinni um stundarsakir. Frumvarp þetta er ai'leið- VANTRAUST | á ríkisstjórnina. ! Sama dag og gengislækk- unarfrumvarp. ríkisstjórn- > arinnar var tekið ti! um- | ræðu á Alþingi lögðu tveirl i þingmenn Framsóknár- j j flokksins, þeir Eysteinn i Jónsson og Hermann Jónas- j son, fram tillögu til þings- j !ályktunar um vantraust á\ ‘> ríkisstjörnina. Umræður um vantraustið \ fóru fram í gærkvöldi og) f var þeim útvarpað samkv. kröfu þingmanna Sósícfiista- j flokksins. ing þeirrar stjórnarstefnu, sem hér hefur ráðið siðan nýsköp- unarstjórnin fór frá völdum, bæði i tið samsteypustjórnar íhalds, framsóknar og krata og núverandi stjórnar. öll bjargráð þessara flokka hafa 1 tveim síðuski hlöðum Skut- uls er gerður samanburður á ])æj armálastefnuskrá Sósíal- istaflokksins og málefnasamn- ingi sósíalista og sjálfstæðis- manna um stjórn bæjarins. Með þessum samanburði reynir ])laðið að færa „rök“ að því, að sósíalistar hafi svikið bæj armálastefnuskrá sína, en í ljós kemur að ritstjóri blaðs- ins hefur annað hvort, hvorki lesið stefnuskrána né málefna- samninginn, eða þá á sama liátt og ákveðin persóna les Biblíuna. Hér á eftir verður drepið á nokkur helztu öfugmæli og falsanir Skutuls í þessu sam- bandi. Meðal þeirra stefnuskrá- atriða, sem Skutull segir að feld liafi verið úr málefna- samningnum eru þessi: „Að vinna gegn brott- flutningi atvinnutækja úr bænum“. 1 málefnasamningnum segir: „Unnið verði að aukinni út- gerð vélbáta í bænum og stuðl- að að fremsta megni að starf- rækslu bádaflotans". Areiðanlega mun enginn nema ritstjóri Skutuls geta samrýmt það, að vinna að aukinni útgerð vélháta í bæn- miðað að þvi að rýra lífskjör almennings. Þeir hafa hækkað lolla og skatta á almenningi, löghundið kaupgj aldsvísitöl- una og ákveða nú að lækka gengi íslenzku krónunnar meira en áður eru dæmi til. kutuls. um og gera á sama tíma ekk- ert til þess að hindra brott- flutning atvinnutækja úr bæn- um. Að vísu ætluðu kratarnir eitt sinn að gera þetta hvort tveggja samtímis. Þeir seldu togarann Skutul úr bænum og voru með bollaleggingar um að kaupa fyrir andvirði hans 40 háta á stærð við ,,dísirna.r“. Arangurinn varð, að togarinn fór en „dísirnar" kornu ekki. „Bærinn stuðli að því á allan hátt að Fiskiðju- samlag Utvegsmanna komi upp fyrirhuguðu fiskiðjuveri“. I málefnasamningnum segir: „Hraðað verði framkvæmd- um að sköpun skilyrða til fullkomnari hagnýtingar alls sjávarafla á grundvelli sér- fræðilegra tillagna og mark- aðsmöguleika fyrir slíkar af- urðir'. Allir, nema ritstjóri Skutuls, munu skilja, að framkvæmd í þessu máli hlýtur að vera í liöndum Fiskiðjusamlags Ot- vegsmanna og dylgjur hans um, að nú ætli meirihluti bæj- arstjórnar að kippa í hendinni algjörlega að sér, í þessu máli eða stofna til nýs klofnings er fjarstæða, sem ekki er svara verð. Framhald á 4. siðu. Málefnasamningur meirihlutaflokkanna byggður á veigamestu atriðunum í bæjarmálastefnuskrá Sósíalista- flokksins.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.