Baldur - 18.03.1950, Síða 1

Baldur - 18.03.1950, Síða 1
BALDUR Gengislækkunarstj órn sezt að völdum. Framsókn og íhald mynda saman ráðuneyti undir for- sætti Steingríms Steinþórssonar, búnaðarmálastjóra, for- seta sameinaðs þings. S.l. þriðjudag, 14. þ.m., tók n ý ríkisstjórn við völdum á Is- landi. Stjói’nin er skipuð 6 mönnum, þremur frá Fram- sóknarflokknum og þremur frá Sjálfstæðisflokknum. Nöfn ráðherranna og verka- skipting fer hér á eftir: Steingrímur Steinþórsson, forsætisráðherra, fer jafn- framt með heilbrigðis- og íelagsmál. Bjarni Benediktsson, utan- ríkis- og dómsmálaráðherra. ólafur Thors, .atvinnumála- ráðherra. Björn Ólafsson, viðskipta- málaráðherra, fer einnig með menntamál, flugmál og póst- og símamál. Hermann Jónasson, land- búnaðarráðherra, fer einnig með samgöngu-, raforku- og kirkjumál. Eysteinn Jónsson, fjármála- ráðherra. Hallærisvertíð Hásetahlutir á 7 bátum í en kauptrygging. Bærinn ábyrgist víxillán þeirri upphæð. Það, sem af er þessari vetrar- vertíð hefur ríkt liér á Isafirði sannkallað hallærisástand hæði hvað aflabrögð og gæftir snertir. Frá áramótum til 1. marz, eða í 2 fyrstu mánuði ársins, hafa hásetahlutir orðið sem hér segir: Asbjörn ....... kr. 1729,00 Sæbjörn ....... — 1532,00 Vébjörn ....... — 1307,00 Jódís ......... — 1016,00 Bryndís ....... — 863,00 Sædís ............. 789,00 Valdís ........ — 722,00 Hlutatrygging hvers háseta þetta tímabil er ki'. 3060,00 og er því mismunur á hlut og tryggingu ca. kr. 97 000,00 hjá h. f. Nirði og kr. 43 000,00 hjá Samvinnufélagi Isfirðinga. Eins og kunnugt er ábyrgist bærinn mismun hásetahlutar og tryggingar á þeim bátum, sem héðan ganga til fiskjar. Bærinn hefur áður tekið á sig slílca ábyrgð og hefur hún ver- ið framkvæmd þannig, að við uppgjör í vertíðarlok hefur bæjarsjóður greitt mismun lilutar og tryggingar, en út- gerðarfélögin séð um greiðslur ! mánuði kr. 140 000,00 lægri til útgerðarfélaganna fyrir til sjómanna yfir vertiðina. Að þessu sinni var vitanlega ætl- unin að fara eins að, en reynsl- an hefur sýnt að útgerðarfé- lögin hafa ekki getað staðið i skilum við sjómenn og munu því tvö fyrrnefnd félög skulda hásetum á skipum sínum fjár- upphæðir þær, sem áður eru nefndar. Dt af þessu vandræðaástandi hafa forstjórar þessara félaga snúið sér til bæjarins og beðið hann ásjár, einnig hefur Sjó- mannafélag Isfirðinga skorað á bæjarstjórn að greiða mán- aðarlega hlutartryggingu til háseta. Þessi áskorun sj ómannafé- lagsins var tekin fyrir utan dagskrár á næstsíðasta bæjar- stjórnarfundi. Um málið urðu talsverðar umræður. Bæj ar- fullírúum meirihlutans þótti sjómannafélagið ganga í þessu tilfelli framhjá réttum aðila, þar sem það sendi slíka áskor- un til bæjarstjórnar en ekki útgerðarfélaganna, sem það hefur gert samning vijð, og ber því að snúa sér til ef ckki er staðið við hann, hvort heldur er varðandi launagreiðslur eða annað. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins voru ])ó á annarri skoðun, sérstaklega Hannibal Valdi- marsson, er vildi að bæjar- stjórn yrði tafarlaust við er- indi sjómannafélagsins, án þess athugaðir væru fjárhags- legir möguleikar til þess. Erindi sjómannafélagsins var vísað til bæjarráðs og jafn framt samþykkt að útgerðar- félögunum yrði lijálpað til að fá víxillán, er bærinn ábyrgð- ist, til greiðslu á vangoldnum hlutarti’yggingum sjómanna. Síðan hefur það gerst í mál- inu, að bæjarstjóri hefur fyr- ir hönd bæjarsjóðs samþykkt víxillán er þessi útgerðarfélög taka, kr. 97 000,00 til h.f. Njarðar, sem fengið hefur það fé í hendur og þar með getað greitt sjómönnum áfallna hlut- artryggingu og kr. 43 000,00, til Samvinnufélagsins. Til tryggingar þessum víxl- um greiða útgerðarfélögin afla hluti til hankans og vei’ði þeir meiri en kauptryggingin greið- ist mismunurinn inn á víxlana. Það er vissulega gott, að þannig hefur tekist að leysa þetta mál. Hinsvegar hlýtur öllum að vera ljóst, að á^öm u braut verður ekki haldið á- fram til langframa. Mismunur hlutar og tryggingar, sem bæn- um ber að greiða, var 1. marz s.l. kr. 140 000,00 á fyrr töldum 7 bátum. Vera má að þessi fjárhæð lækki eitthvað það- sem eftir er af vertíðinni, ef afla brögð glæðast. Þó má gera ráð fyrir að á fjárhagsáætlun næsta árs verði að áætla tals- vert á annað hundrað þúsund- ir króna til styrktar undirstöðu atvinnuvegi bæjarins. Þetta fé verður að taka úr vasa bæjar- búa í útsvörum, m.a. frá þeim mönnum, sem trygginguna fá. Hér er því vissulega þörf róttækra aðgerða, sem ástæða væri að taka til álvarlegrar íhugunar, enda þótt það verði ekki gert að þessu sinni. Ráðstefna A.S.Í. Ráðstefna Alþýðusambands Islands, sem formönnum allra félaga innan sambandsins hafði verið boðið til út af geng- islækkunarfrumvarpinu og öðrum kaupgjalds- og verð- lagsmálum, hófst i Reykjavik s.l. sunnudag og lauk störfum í fyrradag. Ráðstefnuna sátu á annað hundrað fulltrúar víðsvegar af landinu og auk þess sem gestir fulltrúar Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, Far- manna- og fiskimannasam- bands Islands og Stéttarfélags bænda. Ráðstefnan samþykkti harð- orð mótmæli gegn gengislækk- unarfrumvarpinu og boðaði mótaðgerðir launþegasamtak- anna ef það yrði samþykkt eins og það nú liggur fyrir. ------0------ Tímaritið Réttur. Njdega er komið út 4. hefti 33. árg. af tímaritinu Réttur. Efni þessa heftis er sem hér segir: Þorsteinn Valdimarsson: Hörpukvæði. Einar Olgeirs- son: Viðskiptin í Austurveg. Gils Guðmundsson: íslenzka samlagið í Björgvin. Björn Bjarnason: Þar á ég úlfs von er ég eyrun sé. Runólfur Bjömsson: Norðurreið Skag- firðinga 1849. Brynjólfur Bjarnason: Inn- lend víðsjá. Bókafregnir. Þetta stuttorða efnisyfirlit gefur nokkra hugmynd um það sem þetta hefti flytur lesend- um sinum. Rúmsins vegna er ekki hægt að gera því frekari skil, enda bezt að kynnast því af eigin raun með þvi að kaupa ritið og lesa. En í öllum þess- um ritgerðum er mikill og gagnlegur fróðleikur. Sérstak- lega er ástæða til að benda á grein Einars Olgeirssonar, en í henni sýnir hann fram á, að eina leiðin til þess að Island geti siglt fram hjá yfirvofandi kreppu, er að beina viðskipt- um sínum sem mest til þeirra ríkja sem komið hafa á hjá sér þjóðskipulagi sósíalismans. I greininni skýrir hann frá til- lögum og baráttu Sósíalista- flokksins í þessu efni, en vald- hafarnir annað hvort skeltu skollaeyrum við eða fjand- sköpuðust gegn öllum slíkum tillögum og tilraunum. Afleið- ingin varð, að ísland er nú við- skiptalega eingöngu háð þeim löndum, sem kreppan spennir heljargreipum. Utsölumaður Réttar hér á Tsafirði er Guðmundur Árna- son, kennari. Árgangurinn kostar 25 krónur.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.