Baldur - 11.05.1950, Qupperneq 1

Baldur - 11.05.1950, Qupperneq 1
Stórkostleg kjaraskerðíng. Nýja vísitalan 459 stig = 100 Viðurkennt að kaupgjaldsvísitalan hafi verið 159 stigum of lág. Nýlega er lokið að r'eikna út verðlagsvísitölu fyrir marz- mánuð, en hún verðnr sam- kvæmi' gengislækkunarlögun- um sá grundvöllur, sem verð- breytingar verða eftii-leiðis miðaðar við, eða m.ö.o. 100. Visitala þessi reyndist 159 stig, þegar við útreikning henn- ar er miðað við húsaleigu í í- búðum sem byggðar voru et’tir 1945 og kjöt án niðurgreiðslu, eins og gengislækknnarlögin ma'la fýrir, en 355 stig sé luin reiknuð á sama grundvelli og verið hefur, þ.e. miðað við húsaleigu í lnisum byggðum 1939 ög kjötverð að frádreg- inni uppbót. Kaupgjaldsvísitalan reyndist 6Í57 stig miðað við Dagsbrunar- kaup 1939, en það var þá kr. 1^45 á klst. í almennri dag- vinnu. Samkvæmt þessum út- reikningi hefur kaupgjald hækkað mun meira en ycrðlag samkvæmt vísitöluútreikningi, og virðist tilgangurinn með þessnm samanburði sá einn, að sætta launþega við þau sultar- laun, sem þeim nú eru búin. En allir hljóta að sjá við þess- um blekkingum- Það cr al- kunnugt að vísitalan hefur verið stórlega fölsuð og er það ckki síður nú. Óbreytt laun, þ.e. lækkuð laun. Þrátt fyrir þessa geysilegu hækkun vísitölunnar helzt kaupgjald óbreytt og breytist því aðeins að nýja vísitalan liækki eða lækki um meira en 5 stig. Síðara tilfellinu þarf tæplega að gera ráð fyrir, þrátt l’yrir allar falsanir. En 5 stiga hækkun nýju vísitölunnar sam svarar 20—25 stiga hækkun, ef vísitala væri reiknuð eins og yerið hefur. Af j)essu leiðir, að þrátt fyrir ]>á stórkostlegu verðhækkun, sem nú vofir yf- ir, hækkar kaupgjald mjög lítið og ageins 1. dag hvers mánaðarins maí, júní og júlí 1950 og 1. jan. og 1. júb 1951. Eftir j)að á að liætta öllum vísi- töluútreikningi, og fá launþeg- ar upp frá því enga uppbót, hversu mjög scm dýrtíð vex. Auk j)essa er þannig um hnútana búið að engin kaup- hækkun verður á móti þeirri miklu verðhækkun sem |)egai' héfur orðið á öllum lífsnauð- synjum, og allar kau])hækkan- ir eru í raun og veru bannaðar samkva'int gengislækkunarlög- unum. Af framansögðu er lj ósý að of lint er að orði kveðið, þegar sagt er að kaupgjald haldist óbreytt. I raun og veru lækkar það stói-kostlega, eins og bezt sézt á j)yí, að núgildandi kaup- gjald, sem lagt verður til grundvallar i framtíðinni, er reiknað með vísitölu sem er 55 stigum lægri en verðagsvísital- an reiknuð á þeim grundvelli, sem áður var, og 159 stigum lægri en hún reyndist, |)ega r reiknað er með hærri húsa- leigu og óverðbættu kjöti. Ct frá jicssu geta allir reikn- að bve stórkostleg kauplækkun er hér um að ræða, og hve freklega liefur verið stolið af launjiegum undanfarin ár. -------0------ Rafveitustjórn sækir um ríkis- ábyrgð vegna Fossavatns. Á fundi rafveitustjórnar 26. f.m. var lögð fram áætlun og greinargerð Sigurðar Thorodd- sen ásamt teikningum af fvrir- hugaðri hækkun Fossavatns- stífiu. Eftir áætlun Sigurðar kostar hækkun stíflunnar um 2 metra kr. 1 100.000,00 miðað við verð- lag fyrir gengislækkun. Fæst vi§ það aukin vatnsgeymslá er nemur 280 000 m3. Rafveitustjóri lagði fram greinargerð um áa'tlun Sigurð- ar Thoroddsen. Aætlar hann kostnaðinn kr. 880 þús. og að vatnsforði muni aukast um 300 000 m3. Rafveitustjórn samþykkti að sækja um ríkisábyrgð fyrir 85%» af stofnkostnaði allt að kr. 1.200.000,00 til framan- greindra framkvæmda. —-----o----- Ágæt skemmtun sósíalista. Sunmidaginn 30. apríl s.l. efndi Sósíalistafélag Isafjarðar til kvöldskemmtunar í Templ- arahúsinu fyrir félaga og gesti þeirra. Skemmtunin hófst kl. 9 e.h. með sameigPnlegri kaffi- drykkju. Meðan setið var und- ir borðum var eftirfarandi til skemmtunar: , Séra Sigurður Kristjánsson flutti ágæta ræðu, frú Helga Helgadóttir lék einleik á píanó. Gísli Kristjánsson og séra Óli Ketilsson sungu nokkur lög úr „Gluntarne“ við undirleik Ragnar H. Ragnar. Aður en söngur þeirra hófst, rakti séra Óli Ketilsson í fáúm orðum helztu æviatriði Gunnars Wennerberg höfundur jæssara frægu og bráðskemmtilegu stúdentasöngva, en þá samdi hann, bæði ljóð og lög, á árun- um 1847—1850 og eru þeir því 100 ára á þessu ári. Einnig skýrgi séra Óli efni jieirra söngva, sem ekki voru í ís- lenzkri þýðingu- Þá sungu fjórar ungar stúlk- ur dægurlög við gítarundirleik, Haraldur Steinþórsson las kvæðið Þegar landið fær mál, eftir Jóhannes úr Kötlum; og allir viðstaddir sem sungið gátu, sungu Hvað er svo glatt. öll voru jiessi skemmtiat- riði hvert öðru betra. Einleik frú Helgu og söng og gítarleik stúlknanna var ágætlega tekið( Skuldin hækkar þrátt fyrir afborganir. Rafveita Isal'jarðar tók á sínum tíma lán hjá L. Knud sen í Káupmannahöfn að upphæð kr. 121.000,00. Síðan lánið var tekið hefur gengi íslenzkrar krónu jirívegis lækkað og lánið af jieim sökum hækkað sem hér seg- ir: Við gengislækkunina 1939 um kr. 31.193,80, við gengislækkun 1949 um kr. 11.437.27 og við nýkomna gengislækkun um krónur 60.490.40. Siðan 1939 er búið að greiða af jiessu láni samtals kr. 18.998,34, en skuldin við Laur. Knudsen hefur ekki minnkað við jiað, heldur er lnin nú kr. 20.902(92 hærri en lánið var upphaflega. 1. maí í Bolungarvík. I Bolungarvík var 1. maí minnst með kvöldskemmtun er verkalýðs- og sjómannafélagið þar gekkst fyrir. Kristinn Þórðarson, múrari, setti skennntunina, en skemmti atriði voru þessi: Kórsöngur undir stjórn Sig- urðar Friðriksonar. Kennar- arnir Ágúst Vigfússon og Ingi mundur Stefánsson héldu ræð- ur: Gísli Kristjánsson söng ein- söng við undirleik Ragnar H. Ragnar og Finnbogi Bernódus- son las upp. Að lokum var dansað. Skemmtunin fór vel fram og var fjölsótt. þeim klappað lof í lófa, og urðu jiær að endurtaka sum lögin. En sérstaklega vakti söngur j)eirra Gísla og séra Óla hrifningu. Voru þeir klapp- aðir upp hvað eftir annað, og áreiðanlega vildu allir, sem á þá hlýddu, fá miklu meira að heyra. Að lokinni kaffidrykkju og fyrrnefndum skemmtiatriðum, yoru borð tekin ujip, salurinn rýmdur og dans stigin eftir músik M. G. bandsins. Konur í Sósíalistafélaginu sáu um bakstur og aðrar veit- ingar, en bæði konur og karlar gengu um beina. Skemmtunina sóttu á annað hundrað manns. Nutu allir með ánægju jieirra skemmtiat- riða sem í boði voru, og voru samtaka um að skemmta bæði sér og öðrum. Skemmtun- in var þeim, sem að henni stóðu, til sóma og öllum, sem haná sóttu, til ánægju.

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.