Baldur - 25.05.1950, Blaðsíða 4

Baldur - 25.05.1950, Blaðsíða 4
BALDÚR Tímaritið Vinnan. Jón Rafnsson tekinn við ritstjórninni. Bærinn og nágrennið NÝIfí BORGARAR Stcinunn f. 11/12 1949, skírð 14/5 1950. Foreldrar: Grímur Sain- úelsson og Krislín Árnadóltir, Isafirði. Súlvcig GuSfinna, f. 20/12 1949 skírð 14/5 1950. Foreldrar Anð- ur og Harry Herlufsen, Isafirði. Fluttur á sína föðurléifð. Sigurður Bjarnason flutli 1. jan. s. 1. heimilisfang sitt frá Isafrði inn í Vigur. „Römm er sú taug, er rekka dregur föð- urtúna til“. Barnakór úr Bolungarvík. Barnakórinn Sólskríkjur í Bolungarvík kom hingað til bæjarins sunnudaginn 14. |>. m. og söng í Alþýðulnisinu sama dag undir stjórn Krist- jáns Júlíussonar, kennara, en við undirleik Ragnar H. Ragn- ar. Á söngskrá barnanna voru 13 lög. Söngur þeirra var yfir- leitt góður, enda var þeim ó- spart klappað lof í lófa og urðu að endurtaka mörg lögin. Áður en söngurinn hófst flutti Steinn Emilsson, skóla- stjóri stutt ávarp, en að hon- um loknum ávarpaði Jónas Tómasson „Sólskríkj ur“, þakkaði þeim komuna og söng- inn og óskaði að þær mættu Iialda sem lengst áfram að syngja. Munu allir, sem á þær hlýddu, taka undir orð hans. Nemendahlj óm lei kar Tónlistarskólans á Isafirði verður i Alþýðuhúsinu í kvöld klukkan 8,30. Myndir frá komu Maríu Júlíu eru nú til sýnis í búðar- glugga Matthíasar Sveinssonar. Myndirnar tók Árni Matthías- son. Hjálmar Hafliðason andaðist 18. þ.m. Hann var fæddur að Laugabóli í Isafirði 20. sept. 1865. Hingað. til Isa- fjarðar fluttist hann 1018 og átti hér heima æ síðan. Hann tók mikinn þátt í félagsskap verkamanna og templara og gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum. Hjálmar var greindur maður og hagyrðingur góður. Nýja vísitalan 105 stig. Nýja vísitalan hefur 'verið reiknuð út fyrir maímánuð og reyndist 105 stig, eða nákvæm- lega það sem heimilar lág- marksuppbót í kaup. Munu launþegar því fá 5% kaup- hækkun um næstu mánaðar- mót. Þessi 5 stiga hækkun sam- svarar því, að gamla vísitalan hefði hækkað um 23 stig síðan gengið var fellt og væri nú 378 stig. Janúar—marz- og apríl— maí-hefti Vinnunnar, tímarits Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og Alþýðu- sambands Islands, eru nýlega komin út. Janúar—marz heftið hefst á lcvæðinu Þjóðvísa, el'tir Hjört Kristmundsson. Forustugreinin heitir Einnig er afl. Bjarni Þórðarson skrifar um verka- lýðsráðstefnuna 12.—Í4. marz s.l. og birt er ályktun, sem þar var samþykkt. Ágúst Vigfús- son ritar grein um Verkalýðs- félag Bolungarvíkur og fylgja henni myndir af forustumönn- um félagsins. Steingrímur Að- alsteinsson á þarna grein er nefnist: Gengiðlækkunin rýrir mjög lífskjör launþcga — en tryggir þeim ekki atvinnu. Af efni til skemmtunar og fróðleiks má nefna Brúðkaups- ferð, saga eftir Dorothy Park- er, Belsen, eftir Georg McMill- an, Mig dreymdi, saga eftir Jón Jóhannesson, Lykillinn að skáldinu í manninum, eftir Rósberg G. Snæland. Þá eru kvæði eftir Sigríði Einars, Þorsteinn Valdimarsson, Krist- ján frá Djúpalæk, Ásgeir Ingvars og Jón Jóhannesson. Vísnabálkur eftir Þórdísi Jón- asdóttur. Þá byrjar í þessu hefti greinarflokkur með fyr- irsögninni Heima og heiman. Björn Sigfússon skrifar þar grein cr lieitir Svo falsar and- skotinn guðssteðju. Auk |>essa má nefna: Af alþýðuvettvangi. Um þetta lejdi í fyrra, Athygl- isverðar tölur. Frá verkalýðs- samtökunum. Kaupgj aldstíð- indi og fjölda margt fleira. Apríl—maíheftið hcfst á þremur erindum úr kvæðinu Fyrsti maí eftir Jóhannes úr Kötlum. Forustugreinin heitir Friður, vinnu, brauð. Eggert Þorbj arnarson ritar grein er nefnist Eining í framkvæmd — brýnasta þörf verkalýðsins. Gunnar Benediktsson skrifar Nokkur orð um réttvísi. Verka- kvennafélagið Framtíðin á Eskifirði þrjátíu ára. eftir Ein- ar Braga Sigurðsson, og fylgja þeirri grein myndir af forvíg- iskonum félagsins. Þá er í þessu hefti birt 1. maí ávarp fulltrúaráðsins og verkalýðsfé- laganna í Reykjavík. Af fróð- leiks- óg skemmtiefni má nefna: Kjartan Guðjónsson skrifar: Um Káthe Kollwitz, þýzku listakonuna, sem mynd- ir hal'a verið sýndar eftir í Reykjavik fyrir nokkru, og fylgja myndir af listaverkum hennar. Gröf nr. 2i7i8, eftir Hendrik Ottósson, en í þeirri gröl' hvílir Karl Marx ásamt eiginkonu sinni, Jenny v. Westphal, dóttursyni Harry Longuet og Helena Demuth, sem lengst af var lijú Marx- hjónanna. Kötturinn biskups- ins, saga cftir P.S Wodhouse. Kögur-Grímur og við, saga eft- ir Halldór Pétursson. Niðurlag greinarinnar Belsen. Kvæði eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi, Ásgeir Ingvars, Svása Svaldal og vísnabálkur Þórdís- ar Jónasdóttur. Björn Sigfús- son skrifar í Heima og heim- an. Aldir meistara Jóns (fyrri grein). Þá er Þáttur Sigurðar brennis, eftir Björn Þorsteins- son. Úr heimi náttúruvísind- anna, eftir Öskar B. Bjai’nason. Tvö sönglög eru í hcftinu við kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Fyrsta maí, eftir Sigursvein O. Kristjánsson, og Blessuð sólin elskar allt, þjóðlag. Ennfremur A alþýðuvettvangi, Frá verka- lýðssamtökunum, Esperantó, Um hækur og margt fleira. ■uuiniguusjuo.id i [ddQ "ISBJjso lofqgia.iuaAýj Í.B. I. I.S.I. ÍÞRÖTTAKEPPNI 17. júní 1950. Knattspyrnumót I. fl. (Leósbikarinn, handh. Vestri) Handknattleiksmót kvenna I. fl. Frjálsíþróttakeppni kvenna: 80 m. hlaup, Langstökk, Kúluvarp. Hástökk, Þátttaka tilkynnist Sverri Guðmundssyni fyrir 14. júní n.k. íþróttabandalag ísfirðinga. KALT PERMANENT. (Verð kr. 75,00). Hárgreiðsludama frá Siglu- firði verður hér í bænum í byrjun júní. Upplýsingar gefur: Martha Árnadóttir, sími 186. ^Bærinn og nágrennið Fermingarbörn 28. maí: DRENGIR: Halldór Trausti Steinarsson Guðmundur Ketilsson Pétur Jóhannsen Asgeirsson Hans Wolfang Haraldsson llálfdán Daði Hinriksson Brynjólfur Samúelsson Erling Sigurlaugsson Gunnar Páll Jóakimsson, Hnífsdal. STÚLKUR: Elín Ólöf Jónsdóttir Sæunn Sigriður Sigurjónsd. Sigriður Erna Sörensen Halldóra Kristín Porláksd. Guðrún Agnes Þorsteinsd. Svala Sverrey Veturliðad. Pórdís Þorleifsdóttir Birna Guðrún Einarsdóttir Steingerður Gunnarsdóttir Margrét Ragnarsdóttir Geirlaug Karlsdóttir Pórdis Guðrún Jónsdóttir Álfhildur Svala Sigurðard. Brynliildur Erla Sigurðard. Ólöf María Gísladóttir -------O------ Gunnar Huseby kemur til Isafjarðar. Evröpumeistarinn i kúlu- varpi, Gunnar Husehy, kemur hingað til Isafjarðar um hvíta- sunnuna ásamt tveimur öðrum íþróttamönnum, þeim, Ás- mundi Bjarnasyni, spretthlaup ara og Sigurði Friðfinnssyni, hástökkvara. Með þeirn verður Benedikt Jakobsson, lands- þj álfari. Keppa þeir sem gestir á Hvítasunnumóti sem I. B. 1. gengst fyrir um næstu helgi. Togarar landa hér fisk. Undanfarna daga hefur hotn- vörpungurinn Forseti lagt hér upp ísvarnn fisk til flatningar ug söltunar og í morgun kom b.v. Uranus með óslægðan fisk til söltunar og einnig er hann mcð saltfisk, sem landað er. Kaupfélag Isl'irðinga tekur fiskinn af báðum þessum tog- urum. Hafdís landar hér í dag 35 tonnum af ísfisk eftir 4 sólarhringa úti- veru. Siglfirskur fimleikuflokkur. Fimleikaflokkur Helga Sveinssonar á Siglufirði kom hingað til bæjarins nýlega og sýndi hérí íþróttahúsinu 17. og 19. þ.m. Flokkurinn gerði aðal- lega æfingar á tvíslá og svifrá, auk erfiðra jafnvægisæfinga og loftstökka, og báru allar æf- ingarnar vott um mikla þjálf- un og leikni. 1 flokknum eru 1 menn. Isborg lagði hér nýlega á land um 130 tonn af saltfiski. -------0------

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.