Baldur - 08.06.1950, Blaðsíða 3

Baldur - 08.06.1950, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 Tilkynnin um endurnýjun umsókna um lífeyri frá almannatryggingunum. Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna rennur út 30. júní n.k. Næsta bótatímabil hefst 1. júlí 1950 og nær til 30. júní 1951. Að þessu sinni ýérður þess eigi krafizt, að þeir, sem nú njóta ellilífeyris, örorkiv'.ífeijris, barnalífeyris eða f jölskyldubóta sendi sérstakar umsóknir. Umboðsmenn Tryggingastofnunar ríkisins munu, hver í sínu umdæmi, úrskurða þeim, sem nú njóta framangreindra bóta skv. úrskurði, ija'lur fyrir næsta bótátímabil á grundvelli fyrri umsókna, með hliðsjón af nýjum upplýsingum um tekjur og annað, er varðar bótaréttinn. Munu þeir tilkvnna bótaþegnum um úrskurðinn með nýju bótaskírteinj í byrjun næsta bótaárs. Þeir, sem nú njóta örorkustyrks, ekknalífeyris, makabóta eða (lífeyrishækkunar skv. úrskurði, skulu hins vegar sækja á ný um bætur þessar, ef þeir óska að njóta þeirra næsta bóta- tímabil, og gera nákvæma grein fyrir þeim atriðum, er upplýsa þarf í því sambandi. Umsóknir um endurnýjun bóta þessara skulu ritaðar á viðeigandi eyðublöð og afhentar umboðsmönn- um Tryggingastofnunar ríkisins fyrir 20. dag júnímánaðar. Áríðandi er að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50—75% starfsorkú, sæki á tilsettum tíma, þar sem ella er með öllu óvíst að ha'gt sé að taka umsóknirnár til greina, vegna þess að fjár- hæð sú, er verja má í þessn skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja um- sóknum, bafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasj óðs, sluilu sanna, með trygg- ingaskírteini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta en þær, sem hér að framan eru nefndar, svo sem fæðingarstyrki, sjúkradagpeninga og ekknabætur, svo og nýjar umsóknir um lifevri, verða af- greiddar af umboðsinönnum á venjulegan hátt, enda hafi um- sækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. Reykjavík, 25. maí 1950. Tryggingastofnun ríkisins. Almannatryggingarnar tilkynna. Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta frá almanna- tryggingunum slverðist eða fellur niðu, ef hlutaðeigandi eigi hefur greitt skilvíslega iðgjöld sín til tryggingasj óðs. Þeir, seirí sækja um bætur frá Tryggingastofnun ríkisins, skulu leggja fram tryggngaskírteini sín með kvittun innheimtu- manna fyrir áföllnum iðgjöldum. Reykjavík, 25. mai 1950. Tryggingastofmm ríkisins. Nr. 15/1950. Tilkynning Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum: An Með söluskalts söluskatli Franskbrauð 500 gr. . . . ... kr. 2,28 kr. 2,35 Heilhveitibrauð 500 — . .. ... — 2,28 — 2,35 Vínarbrauð pr. stk. . .. ... — 0,58 — 0,60 Kringlur — kg. ... ... - 5,821/2 — 6,00 Tvíbökur — — . .. ... - 10,19i/2 — 10,50 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. A þeim stöðum, þar sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæla sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. El' kringlur eru seldar í stykkjatali, er óheimilt að selja þær hærra verði en sem svarar kr. 6,00 pr. kg. Akvæði tilkynningar þessarar koma til framkyæmda frá og með 24. maí, 1950. Reykjavík, 24. maí, 1950, V erðlagsstj órinn. Nr. 16/1950. Tilkynning Innflutnings- og gj aldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið að auglýsing Viðskiptaráðs, dags. 30. júní 1944, um verðlag á veitingum, skuli úr gildi fallin. Tilkynning, dags. 7. apríl, 1949, um verð á föstu fæði, gildir þó áfram. Reykjavík, 24. maí, 1950, Verðlagsst j órinn. Tilkynning frá Bókasafni ísafjarðar. Bókasafnið verður opið kl. 8—9 e.h. í dag (fjimmtu- da), og kl. 5—7 og 8—9 e.h. á morgun (föstudag). Sparið sjálfum yður útgjöld með því að skila þeim bókum, sem hjá yður eru. ÞEIR, sem ekki skila, eiga á hættu að fá ekki bækur frá safninu eftirleiðis. BÓKAVÖRÐUR. Þakkarávarp. öllum þeim, nær og fjær, sem auðsýndu mér vinarhug á 75 ára afmæli mínu með heimsóknum, skeytum, blóm- um og rausnarlegum gjöfum, votta ég mitt hjartans þakk- læti og bið guð að blessa ykkur ðtl. Guðrún Björnsdóttir. Ferðatöskur og fyllingar í BÍRÓ-penna. BÓKHLAÐAN. Til sölu árabátur með seglum og ár- um. Pálmí Gíslason, Mjógötu 3. Nr. 18/1950. Tilkynzting Innflutnings- og gjaldeyrisdcild Fjárhagsráðs hefur ákveðið að l'ella úr gildi verðlagsákvæði á sælgæti, bæði að því er snértir heildsölu- og smásöluverð. Reykjavík, 5. júní, 1950. Verðlagsstjórinn.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.