Baldur - 22.06.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 22.06.1950, Blaðsíða 1
XVI. ÁRG. ísafjörður, 22. júuí 1950. 13. tölublað. Gagnráðstaf anir R. S. I. i. NOKKRU AÐUR EN Alþingi samþykkti að lækka gengi ís-. lcnzku krónunnar og aðrar ráðstafanir því samfara, var haldin í Reykjavík verkalýðs- ráðstet'na, sem stjórn All)ýðu- sanlbands Islands boðaði til að tilmælum ýmissa verkalýðsfé- laga innan sambandsins. I ályklun, sem ráðtefnan samþykkti einróma, er með skýrum rökum sýnt fram á, að al'leiðing gengiskekkunar blýt- ur að vera hækkað verð á öll- um nauðsynjum, þar með versnandi lífskjör allrar al- þýðu og miklum mun örðngri afkomu atvinnuveganna. A grundvelli þessara röksemda eru í ályktuninni ítrekuð mót- mæli síðasta alþýðusambands- þings gegu gengislækkun, skor- að á Alþingi að l'ella gengis- lækkunarl'rumvarpið, „én verði frumvarpið þannig sam- þykkt cða hliðstæðar ráðstaf- anir gerðar" scgir orðrétt í á- lyktuninni, .,tclur ra&siefnan að ekki vérði hjd því komisi að verkalyðsfélögin geri alvar- legar ghgnráðstafanír. II. SÍÐAN ÞESSI ráðstefna vár baldin, hel'ur eflirl'arandi gerst í höfuðalriðum. Alþingi samþykkti með at- kva'ðum íhalds og framsókn- arþingmanna að lækka gengi íslcnzku krónúnnar um 42,6%, þar með hækkaði erlendur gjaldeyri um 74,3%, og um leið verð á öllum innfluttum nauð- synjavörum, eru þó ekki öll kurl komin til grafar í því efni ennþá. Vegna þessa og breytingar, sem jafnframt var gerð á vísitölugrundvellinum, bafa kjör launþega versnað meira en dæmi eru til síðan launþcgasamtökunum óx fisk- ur um hrygg. Atvinnuleysi hef- ur farið vaxandi í Reykjavík og flestum öðrum kaupstöðum og kauptúnum á landinu, að visu á cinstaka stöðum vegna aflabrests og slæmrar vcðráttu, en aðallega fyrir áhrif gengis- lækkunarinnar. Markaðir fvrir íslcnzkar útfluttningsvörur t. d. isaðan fisk, hafa gjörsam- lega lokast, hagur útgerðarinn- ar stórversnað af þeim sökum og vegna sí bækkandi verð- lags allra útgerðarvara. Til- finnanlegur skortur orð- ið á ýmsum nauðsynjum, enda hefur svo að segja allri skönnntun verið aflétt, senni- lega með það l'yrir augum, að skorlurinn reynist öruggasti skömmtunarstjórinn. III. ÞANNIG HEFUR komið l'ram allt það, sem andstæðing- ar gengislækkunarinnar sögðu um afleiðingar hennar og ábrif. Það er því fyrir löngu fyllsta ástæða fyrir verkalýðs- samtökin að gera alvarlegar gagnráðstafanir eins og verka- lýðsráðstefnan samþykkti, og með hverjum degi verður sú nauðsyn ennþá brýnni. Þrátt fyrir það lét stjórn A.S.I. ekk- crl frá sér heyra í þá átt, og það var ekki fyrr en mörg verkalýðsfélög böfðu skorað á bana áð hefjast handa, að hún hafðist eittbvað að. Þann 26. maí s.l., eða hérumbil hálfum þriðja mánuði eftir ráðstefn- una, er loks tilkynnt í Alþýðu- blaðinu að alþýðusambands- stjórn ætíi að notfæra sér heimild gengislækkunarlag- anna lil að hækka upp í 9 kr. dagkaup þess verkafólks, sem lægri laun hefur, og aðra liði í samræmi við það, án þess það missi rétt til vísitöluuppbótar. Rlaðið segir að 32 félög, þar á meðal öll verkalýðsfélögin á Vestfjörðum, bafi rétt til þess- arar kauphækkunar. Skutull hefur líka skýrt frá því, að trúnaðarmannaráð verkalýðs- félagsins Raldur hafi sam- þykkt að segja upp samning- um frá 2. júlí n.k. að telja og ætli að notfæra sér þessa heim- ild. IV. ÞESSAR ERU ÞÁ gagnráð- stafanir stjórnar A.S.I. Allir vita að hún er skipuð fulltrú- um gengislækkunarstj órnar- innar og forseti hennar er fyr- vcrandi vikapiltur Eggerts Claesen, formanns Vinnuveit- endafélags Islands, þrátt fyrir það munu fáir hafa haldið að hún vogaði að leggjast svona lágt í afturhaldsþjónustunni. Það mun láta nærri, að við þær tvær gengislækkanir, sem urðu s.l. ár, hafi kaup laun- þega lækkað nú þegar um rúm 20% og á eftir að lækka meira. Verkalýðurinn sá þetta fyrir og samþykkti að gera gagnráðstafanir. Alþýðusam- bandsstjórn átti að framkv. þá samþykkt, en það liða rúm- ir tveir mánuðir frá því síðari gengislækkunin var samþykkt og þar til sambandsstj órn læt- ur til sín heyra og tilkynnir að nú eigi kaup hjá þeim félög- um, sem lægsta kjarasamninga hafa, að hækka um 1,695%, samkvæmt heimild gengis- lækkunarlaganna. Þar með viðurkennir sambandsstj órn, að kaup verkafólks í 32 félög- um meigi mótmælalaust lækka um rösk 18,3% en hjá verka- l'ólki í öðrum félögum um rúm 20%. Alþýðusambandsstjórn ORÐSENDING til kaupenda Baldurs úti á landi. Gjalddagi Raldurs var 1. apríl s.l. Póstkröfur fyrirj áskriftargjald yfirstandandi j árgangs, 1950, voru látnar í; póst til áskrifenda 9 maí s.l. \ Allmargir haí'a innleyst! þessar kröfur, en nokkrir hafa látið það undir höfuðí leggjast af einhverjum á-| stæðum, og eru þeir hérj með beðnir að gera það,; sem allra fyrst. Blaðið BALDUR. virðist ekki einu sinni hafa ætlað að gera þessar gagnráð- stafanir!, til þess bendir hve seint hún tekur þetta viðbragð, og það ekki fyrr en eftir ítrek- aðar áskoranir margra verka- lýðsfélaga. ÞAÐ VAR MIKIL ÓGÆEA íslenzkum verkalýð er fulltrú- ar atvinnurekenda og aftur- halds náðu yfirráðum í Al- þýðusambandi Islands á sið- asta þingi þess. Tækifæri til að bæta fyrir það gefst á alþýðu- sambandsþinginu í haust. Þess vegna varðar miklu að verka- fólk sé vel á verði um fulltrúa- val til þess. öflug alþýðusam- tök un<Iir sterkri stjórn er það eina sem bjargað getur þjóð- inni frá þehn hörmungum, sem ráðþrota og illviljuð aí't- urhaldsstjórn er nú að leiða yfir hana. S júkrahús ísaf jarðar 25 ára Þann 17. júní s.l. voru liðin 25 ár frá því Sjúkrahús Isa- fjarðar var vígt, en það var gert í sambandi við hátíðahöld þessa dags árið 1925. Guðmundur landlæknir Rjörnsson flutti vígsluræðuna en vígsluljóð, sem sungin voru og lesin á hátíðinni, hafði Guð- mundur E. Geirdal ort. Ryggingu sj úkrahússins var ekki að fullu lokið, þegar vígsl- an fór fram, og það tók ekki til starfa fyrr en seint í júlí sama sumar. Hér verður hvorki skj'rt frá aðdraganda og undirbúningi sjúkrahússbyggingarinnar né saga þess rakin, eftir að það tók til starfa. Vert er þó að geta þess, að fyrsta tillagan, sem kunnugt er að fram hafi komið um byggingu nýs sjúkrahúss á Isafirði, var einróma samþykkt á fundi í sj úkrahússnefnd 4. sept. 1919, og var svohljóð- andi: „Nefndin skorar fastlega á bæjarstjórn að kjósa nú þegar þriggja manna nefnd til þess, í samráði við sj úkrahússnefnd, að undirbúa byggingu nýs sjúkrahúss og að bæjarstjórn- in jafnframt gefi heimild til f j árveitingar undirbúnings- kostnaði". Á fundi þessum voru mættir Kristján Arinbjarnar, læknir, Eiríkur Kjerulf, læknir og Jón Auðunn Jónsson. Tillagan var síðan samþykkt af bæjarstjórn og nefnd kosin. Eftir það er málinu stöðugt haldið vakandi og unnið af miklum dugnaði að framgangi þess með þeim árangri, að tæp- um 6 árum eftir að fyrrnefnd tillaga var samþykkt af sjúkra húsnefnd er byggingu nýs Framhald á 4. siðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.