Baldur - 06.07.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 06.07.1950, Blaðsíða 1
 XVI. ÁRG. ísafjörður, 6. júlí 1950. Þing Alþýðusambands Vestí'jarða samþykkir: Kaupgjald hækki í sam- ræmi við verðlag. Þann 27. og 28. júní s.l. var haldið hér á Isafirði 11. J)ing Alþýðusabands Vestí'jarða. Þingið samþj'kkti allmargar tillögur og ályktanir, þar á meðal þá, sem hér fer á eftir, og vafalaust er þeirra merluist. Tillagan er svohljóðandi: „Vegna hinnar óheyrilegu oy síuaxandi dýrtíðar af völdum gengislækkunarinnar, sam- þykkir 11. þing Alþýðusam- bands Vestfjarða, haldið á Isa- firði 27. og 28. júní 1050, að fcla sambandsstjórn að sjá um, að skráð verði mánaðar- lega verðlag allra helztu nauð- synjavara og annars fram- færslukostnaðar á sambands- svæðinu. Og verði þannig fund- inn framfærs'iukostnaður með- ulf jölskyldu. Á grundvelli þessarar verð- skráningar byggi svo alþýðu- samtökin á Vcstfjörðum bar- áttu sína í kaupgjaldsmálum, með það mark fyrir augum að kaupgjaldið hækki ávallt um jafnmarga hundraðs hluta og verðlag hefur hækkað, næsla mánuð á undan. Að fengnum umboðum frá verkalýðsfélögunum á sam- bandssvæðinu, auglh'/si Alþýðu- samband Vestfjarða svo taxta um þær kaupgjaldsbreytingar, sem af þessu leiða. Tillaga þessi skýtur mjög skökku við þá ákvörðun al- þýðusambandsstj órnar, að aðhafast ekkert í kaupgjalds- málum. Af henni verður ekki annað séð, en að Alþýðusam- band Vestfjarða ætli að virða að vcttugi boðskap stjórnar A. S.I. og fella mjög bráðlega úr gildi nýgerða samþykkt um 1,095% kauphækkun, en hækka í þess stað kaupgjald mánaðarlega í samræmi við ha’kkun verðlags. Hér er um mjög merkilega og róttæka ákvörðun að ræða. Hún er yfirlýsing um, að A.S. V. hefur ákveðið að hafa að engu það ákvæði gengislækk- unarlaganna, að verkalýðsfé- lög, sem hækka kaup sitt um- fram kr. 9 í almennri dag- vinnu, missi rétt til vísitölu- uppbótar, því allir vita að verðlag hefur hækkað meira en því nemur, þó að vísitölu- uppbót komi í ofanálag. Hér skal éngu um það spáð, hvað verðlag og framfærslu- kostnaður hel'ur hækkað. Hag- fræðingar telja, að með geng- islækkuninni hal’i kaupgjald lækkað um 15—20%, og ætti það því að hækka um sama hundraðshluta. Við vitum öll að fjölda marg- ar vörutegundir liafa stór- hyekkað í verði. T.d. hefur verð á kaffi meira en þrefaldast, sykur út í kaffið kostar nú tæp- lega 80% meira en fyrir geng- islækkun og moli með því 73% meira. Það er nú rúmlega 52% dýrara að borða jafn- algengan mat og hafragraUt en fyrir gengislækkunina í vetur, og rúml. 83% dýrara en fyr- ir gengislækkunina í haust. Þannig mætti lengi telja. Það verður áreiðanlega erfitt fyrir Alþýðusamband Vest- fjarða að framkvæma Jiessa til lögu þvert ofan í ákvæði geng- islækkunarlaganna og í and- stöðu við ríkisstjórn, atvinnu- rekendur og stjórn A.S.I., sem ákveðið hefur að gera ekkert í kaupgjaldsmálum. Til þess ])arf ekki aðeins einlniga sam- tök verkafólks á Vestfjörðum, heldur um land alt, og þá ekki síst öfluga stjórn landssamtaka verkalýðsins. Þeir fulltrúar, sem þessa tillögu samþykktu, hljóta því að vinna að því hver í sínu félagi, að þing A.S.I. í haust verði þannig skipað, að þar verði kosin sambands- stjórn, sem hefur bæði vilja og dugnað til að veita verkafólki á Vestfjörðum stuðning til að framkvæma þessa ákvörðun. Geri þeir það ekki, er tillagan einskis vert orðagjálfur. Margar fleiri tillögur voru samþ., á þinginu, meðal þeirra má nefna, kröfu um að hlutar- trj'ggingarsj óðir taki til starfa nú þegar, aukið öryggiseftirlit í hraðfrystihúsum, áskorun mn auknar aðgerðir í rafmagns- málum Vestfjarða, tillaga um lagfæringar á framkvæmd 14. tölublað. S VIK Alþýðusam „Enginn bað þig orð til hneigja“. Ríkisstjórn Islands hefur lýst yfir samþykki sinu með aðgerðum öryggisráðsins í Kóreumálinu, en segist af skil j anlegum ástæðum hvorki geta veitt hernaðar- hjálp né fjárstyrk. „Enginn bað þig orð til hneigja, illur þræll þú mátt- ir þcgja“. bandsstjórnar. Hún getur ekki sagt „HVORT NÉ HVENÆR telja verður heppilegast að hafnar verði aðgerðir í kaupgjalds- máhmum“. Semur við ríkisstjórnina um „að lmýja fram vinsamlegHi 1‘ramkvæmd gengislaganna“!! 1 síðasta blaði var sagt frá þcirri ákvörðun alþýðusam- bandsstjórnar að hækka lægstu kj arasamninga innan sambandsins upp í 9 kr. á klst. í dagvinnu, og notlæra sér þannig ákvæði gengislækkun- arlaganna, en þar er þessi hækkun leyfð án þess réttur til vísitöluuppbótar skerðist. Nú helur alþýðusambands- stjórn látið nýjan boðskap frá sér fara í bréli, sem er svar við margítrekuðum kröfum og fyrirspurnum stærstu verka- lýðsfélaganna um fyrirætlanir hennar í kaupgjaldsmálum. I bréfinu lýsir sambands- stjórn því sem hel/ta hlutverki sinu „að knýja fram vinsam- legri framkvæmd gengislag- anna“. Hún segist enn ekki telja tímabært að hefjast handa um róttækar aðgerðir, en álílur, að í þess stað heri enn „að bíða og sjá hverju fram vindur um framkvæmd og áhrif gengislaganna, svo og láta betur koma í Ijós aðgerð- ir ríkisvaldsins, er áhrif hafa á afkomumöguleika almenn- ings“U Þá segist hún ekki geta um það sagt, „HVORT NÉ IIVENÆR telja verður heppi- legast að hafnar verði aðgerðir í kaupgjaldsmúlunum“. Af bréfinu er ljóst, að al- þýðusambandsstjórn ætlar að virða að vettugi þær gagnráð- stafanir, sem verkalýðsráð- stefnan fól henni að fram- kvæma, en semur í þess stað við ríkisstjórnina um að hindra allar aðgerðir verka- lýðssamtakanna gegn afleiðing um gengislækkunarinnar. Þessi svik voru fyrirfram á- kvein, það sést á því, að sam- varðandi verðlags-, skömmtun- ar-, innfluttnings og húsnæðis- mál og ýmsar fleiri. Þingið sátu fulltrúar frá flestum félögum á sambands- svæðinu. bandsstjórn lagðist gegn þeirri tillögu sameiningarmanna á verkalýðsráðstefnunni, að kosin skyldi nefnd, skipuð fulltrúum f j órðungssambandanna og fulltrúaráðanna í Reykjavík og Hafnarfirði, til þess að vinna með sambandsstjórn að famkvæmd þeirra samþykkta, scm þar voru gerðar. II. Margir verkamenn, sem ekki hafa fyrir brýnustu nauðsynj- um með stöðugri vinnu hvað þá í atvinnuleysi, spyrja nú: Hvað er hægt að gera og hvað verður gert? Svarið við þeirri spurningu er það, að ekkert verður gert og ekkert er hægt að gera nema verkalýðssamtökin séu algerlega einhuga um aðgerðir. Því miður er ekki um slíka ein- ingu að ræða, þar sem stjóm A.S.l. og nokkur félög, sem hcnni fylgja, hafa skorist svo eftirminnilega úr leik. Einstök félög geta ekkert aðhafst, hversu fjölmcnn og sterk sem þau eru. En vei’kalýðssamtökin geta hreytt þessu ófremdarástandi með því að ,losa sig við þá leppa afturhaldsins, sem nú stjórna Alþýðusambandi Is- lands. Þessvegna varðar miklu að á þing A.S.Í. í haust verði enginn gengislækkunarmaður kosinn fulltrúi, og þess gætt, að þangað verði eingöngu kosnir fulltrúar, sem vinna að eftirfarandi: Einingu verkalýðsins um allt larnl gegn gengislækkunaflög- unum. Stefnubreytingu í efnahags- málum þjóðarinnar á grund- velli samþykkta verkalýðsráð- stefnunnar í vetur. Kosningu sambandsstjórnar, sem sameinar krafta verka- lýðshreyfingarinnar og hægt er að treysta til að lieyja baráttu gegn gengislækkunarlögunum og afleiðingum þeirra. 4

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.