Baldur - 06.07.1950, Blaðsíða 4

Baldur - 06.07.1950, Blaðsíða 4
Borgarastyr jöld á Kóreu. Bærinii og nágrennið NÝIR BORGARAR: Hugljúí Lín, fædd á ísafirði 1/4 1950, skírd 25/0 1950. Foreldi ar: Sesselja Ásgrímsdóttir og Ólafur Halldórsson, Isafirði. Gestur Sigfús, fæddur 21/5 1950, skírður 30/0 1950. Foreldrar: Kristjana Halldórsdóttir og Hall- dór Gestsson, Blönduósi. Andlát. Ingibjörg Þ. Jóhannsdottir, Sundstræti 17 hér í bæ, andað- ist 25. júní s.l. Hún var fædd hér á Isafirði 6. dcs. 1891 og átti hér heima niest allan ald- ur sinn. Hún var gift Sigurgeir Sigurðssyni, skipstjóra. Iljúskapur. Þann 1. þ.m. voru gefin sam- an í hjónaband i Reykjavík, ungfrú Sigrún Ragnarsdóttir Thorarensen og Árni .1. Auð- lins, skattstjóri, Isafirði. Séra Jón Auðuns, bróðir brúðgum- ans, framkvæmdi hjónavígsl- una. \ Knattspi/rnukeppni. S.l. föstudagskvöld fór fram knatspyrnukeppni milli Sigl- firðinga og Isfirðinga. Leikn- um lauk með jafntel'li 1 mark gegn einu. Á sunnudag kepptu þeir aftur og sigruðu þá Sigl- firðingar með 4:0. Mcð Siglfirð ingunum s])ilaði þjálfari þeirra Hafsteinn Guðmunds- son úr Reykjavík. Siglfirðing- arnir komu hingað á vegum íþróttafélagana í bænum og var farið með þá um nágrenni bæjarins meðan þeir dvöldu lié.r. Bruni í Bolungarvík. Þann 27. júní s.l. varð eldur laus í íbúðar- og verzlunarbúsi Einars Guðfinnssonar í Bol- ungarvík. Slökkvilið Isafjarð- ar var kallað til aðstoðar og l'ór úteftir mcð sjökkvitæki. En áður en það kom þangað var búið að ráða niðurlögum elds- ins. Tjón varð mikið af revk og vatni á kjallara bússins og vör- um, sem þar voru geymdar, einnig skemmdist húsið sjálft og húsmunir talsvert af reyk. Fi m le. i kaflokkar karla og kvenna úr Glímufé- laginu Ármann í Reykjavík, liafa verið á ferð um Vestfirði og sýnt þar fimleika á ýmsum stöðum. Hér á Isafirði sýna ]>eir fimleika á handknattleiks- vellinum í kvöld og halda fjölbreytta kvöldskemmtun í Alþýðuhúsinu annað kvöld. Stjórnandi karlaflokksins er Hannes Tngibergsson, en kvennaflokknum stjórnar ung- frú Guðrún Nielsen. Sunnudagsnóttina 25. júní s. 1. blossaði upp styrjöld við landamæri Norður-Kóreu, sem er sjálfstætt lýðveldi undir al- þýðustjórn, og Suður-Kóreu, sem leppstjórn Bandaríkj- anna ræður. Styrjöldin er tal- fn milli Norður- og Suður- Kóreu, en er raunverulega frelsisstríð Kóreubúa. gegn Bandaríkjunúm, sem ráða suð- urhluta landsins. Um upphaf styrjaldarinnar ber aðilum ekki saman. Al- þýðustjórn norðanmanna seg- ir, að svonefnt þjóðvarnarlið leppstjórnar Suður-Kóreu hal’i ráðist norður yfir landamærin, en leppstjórn Bandaríkjanna fullyrðir að norðanmenn hal'i byrjað, var fullyrðing hcnnar ]>yggð á östaðfestum „orðrómi“ um stríðsyfirlýsingu frá út- varpi i Pyengyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Atburðir þessir vöktu þegar heims athygli. öryggisráð Sam einuðu þjóðanna kom saman og samþykkti, eftir fyrirmæl- um Bandaríkjanna, og eftir fyrrnefndvim orðrómi um stríðsyfirlýsingu, hernaðarað- gcrðir gegn Norður-Kóreu, sem það lýsti árásaraðila. Þessi samþykkt öryggisráðsins var þó ólöglcg, þar sem ekki mættu svo margir fulltrúar að það væri ályklunarfært um annað en fundarsköp. Stjórn- ir flestra landa, innan SÞ luifa samþykkt ákvörðun og aðgcrð- ir öryggisráðsins þar á meðal ríkisstjórn Islands, en Sovét- ríkin, Kína o.fl. mótmælt þeim sem algerðum lögleysum. Atburðum, sein síðan hafa gerst, verður ekki lýst hér, enda kunnir af l'réttum út- varps og blaða. Af þessum fréttum, ])ótt þær séu mjög Iitaðar bandarískum áróðri, er ljóst, að hersveitir Norður- Kóreu eru í stöðugri sókn, hafa tckið Seoul, böfuðborg Suður- Kóreu ca. 50 km frá landamær- unum og sækja viðstöðulítið suður á bógin. Ilcrsveitir, risa- flugyélar og herskip, sem Bandaríkin hafa sent lepp- stjórn sinni í Suður-Kóreu hafa enn ekki stöðvað þessa sókn alþýðuhersins. Jafnhliða hernaðaraðgerð- um Bandaríkjanna og annarra auðvaldslanda innan Samein- uðu þjóðanna gegn Norður- Kóreu, beita blöð og fréttastof- ur auðvaldsins allri sinni á- róðurstækni til þess að villa um fvrir almenningi og kohia í veg fyrir að hann skilji or- sakir þeirra atburða sem hér eru að gerast, að slórveldi hins „vestræna lýðræðis“ og „frjálsra þjóða“ hafa ráðist gegn Kóreubúum i frelsisbar- áttu þein’a. Islenzku afturbaldsblöðin eru með í ])essari áróðurs- og lygaherferð. En láti íslenzk al- ])ýða blekkjast af þeirn áróðri og afli sér ekki nánari fréeðslu um atburðina, þá er henni illa aftur farið þá bálfu öld, sem liðin er síðan Guðmundur skáld Friðjónsson kvað: „Örlög Finna, Kúbu kjör klökkan muna stinga. Hvessir mína orða ör illska Tyrklendinga. Vonum döprum veita l'jör varnir Filippinga. Þeirri gleði kemur í kör krytur Islendinga". Þarna Hrsir skáldið samúð sinni - samúð íslenzku þjóð- arinnar — með frelsisbaráttu kúgaðra þjóða á þeim tímum og hatri á kúgurunum. Vonandi er al'staða íslenzkr- ar alþýðu sú sama til samskon- ar atburða nú og þá. -------0------- Einsöngur Einars Kristjánss. Einar Kristjánsson óperu- söngvari kom hingað til Isa- fjarðar á vegum Tónlistarfé- lags Isafjarðar og söng bér í Alþýðuhúsinu við undirleik Victor v. Urbantschitch. A söngskrá voru lög eftir ís- lcnzku tónskáldin Árna Thor- steinsson, Björgvin Guðmunds- son og Sigfús Einarsson, og er- lendu tónskáldin Franz Scbu- bert, Erkki Mélartin, Edward Grieg, G. Donizetti og G. Pucc- ini. Söngvarinn vakti mikla hrifn- ingu áheyrenda, varð að end- urtaka sum lögin og söng auk ])ess aukalög. Honum og undir- leikaranum bárust blómvend- ir. Einar Kristj ánsson, er einn af okkar beztu og menntuðustu söngvurum. Þökk sé Tónlistar- félaginu fvrir að fá Iiann hing- að. A síldveiðar. Þessa daga er verið að út- búa skip héðan á síldveiðar. Voru nokkur þeirra tilbúin i fyrradag, en gátu ekki farið þá vegna deilu við vélstjóra. I dag voru deiluaðilar á samn- ingai'undi og náðist þá sam- komulag. Fara 5 bátar Samvinnufé- lagsins, út í kvöld. Aðrir bátar béðan verða til- búnir í næstu viku. Að þessu sinni er ekki hægt að skýra frá deiluatriðum eða samningum. Verður það vænt- anlega gert síðar. Minningargjöf um þau hjón, Steinunni Jó- Iiannsdóttur og Pál Halldórs- son frá Höfða í Grunnavíkur- hreppi, að upphæð kr. 1000,00, bafa börn þeirra gefið í Krabbameinssjóð Isafjarðar, hinn 1. júlí s.l. F.h. sjóðsins færi ég gefend- unum kærar þakkir. Sigurður Kristjánsson. Handsnúin saumavél til sölu. Magnús Guðmundsson, Mánagötu 5. Innilegustu hjarlans hakkir ötlum hcim mörgu, sem á margvíslegan hádt auðsgmlu okkíir samúð og vináttu við fráfa'I og jarðarför Ingibjargar Þórunnar Jóhannsdóttur. Guð hlessi gkkur öll. Eiginmaður, börn og tengdabörn. Nr. 22/1950. Tilkynnin Innílulnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið að ÖII verðlagsákvæði á barnaleikföngum, bæði að því er snertir framleiðslu og verzlun, skuli úr gildi fallin. Reykjavík, 22. júní 1950. V erðlagsst j órinn.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.