Baldur - 13.07.1950, Blaðsíða 2

Baldur - 13.07.1950, Blaðsíða 2
2 B A L D U R il iil iil iil 'il ii iii 111111111 iii in iii 111111111111111111 in iii in iii iii iii iii SAIkðOtj | VIKUBLAÐ | Ritstjóri og ábyrgðarm.: | = lialldór Ólafsson frá Gjögri. 1 Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu '3. | 1 Simi 80. — Póstiivylf 124. 1 I Árgangur kostar 15 krónur. § 1 Lausasöluverð 50 aurar. Illllillflllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllltlllllllillllllllllllllll* Gjafir eru yður gefnar Hinn 3. |).m. voru .liðin tvö ár frá því að lsland gerðist að- ili Marshallsamningsins. Sama dag minntist sendiherra Is- lands í Washington þessa at- hurðar í útvarpi á plötu, og þar var undirlægju hátturinn ekki auðsýndur með liangandi Itendi eða þakklætið og lofið skorið við neglur sér. Sendiherran sagði m.a.: ,JJ(ið cr öldungis víst, að Marshallhjálpin veitti efna- hagsstarfsemi allra hinna frjálsu Evrápuríkja slyrk oq líf. I stað örhirgðar og vonleysis hefur mí skapazt vísir að vel- megun, og bjartsýni og öryggi einkennir efnahagslíf hinnar frjálsu Evrópu“. Og ekki hafa þessar hjarg- vættir heimsins skammtað okkur íslendingum stjúpmóð- ursneiðar af náðarhrauði sínu. Fjögur hundruð milj. ísl. króna eigum við að fá áður en líkur og án Marshallhjálpar hefðum við ekki getað farið á sjó, ekki* getað ræktað landið og ckki getað forðað húpeningi okkar frá horfelli, já, mikið meiga hlessaðar skepnurnar lofa Marshall. Út af þessum lofsöng sendi- herrans er ástæða til að rifja upp nokkur atriði úr samningi þcssum og henda á þann „styrk og líf“, sem hann hefur veitt efnahagsstarfsemi allra hinna frjálsu Evrópuríkja, A Islandi hafa Bandaríkin sam kv. sanmingnum: Rétt til að koma á „ströngu eftirlitskerfi“ með auðlindum landsins, að hlutast til um gengi krónunnar, (það atriði hefur mi verið framkvæmt með afleiðingum, sem allir þekkja), íslenzk fjárlög, ör- yggi í innanlandsf jármálum og tolla á bandarískum varningi. Rétt til að hefja hér fram- kvæmdir „sem ríkisborgarar Bandaríkjanna hafa gert til- lögur um“, og fá bandarísk auðfélög arð af slíkum fyrir- tækjum greiddan í dollurum, en ríkisstjárn Bandaríkjanna fær til eignar sarnsvarandi uppliæð í íilenzkum krónum. Rélt lil að afhenda Islend- ingum bandarískan varning sem „aðstoð“. (Marshallgjal'- irnar marglofuðu). Skal and- virði þess vurnings í íslenzkum kránum að mati Baiularíkja- stjárnar lagt í sérstakan sjáð. Skal verju sjáði þessum til uð greiða „reksturskostnað“ Bandaríkjanna á Islandi, en að öðru leyli er áheimift að nota sjáðinn nema í samræmi við vuldboð Bandaríkjastjárnar. Rétt til forgangskaupa á öll- um þeim íslenzkum afurðum, sem þuu kæra sig um „með sanngjörnum söluskilmáhim“. Rétl til átakmarkaðra ferða- luga um Island. Rétt til að krefja Islendinga „nákvæmra skýrilna“ um efna hag sinn og „hvers kotiar uðr- ar upplýsingar, sem máli skipta“. Rétt til að notu íslenzku ríkis- stjárnina sem áráðursstofnun lil að gylla Marshalláætlunina og göfugmennsku Bandaríkja- st járnar. Rétt til að senda hingað „sendincfnd“, sem launuð er af íslenzku fé, slendur utan við íslenzk |lög og á að hafa yfit'- sljárn ullra þeirra máila, sem samningurinn fjallar um, þ.e. efnahagsmál Islendinga. Iiétt til að skjála ölium deilu málum viö íslenzka þegna, sem hljátast af framkvæmd samn- ingsins á íslandi, undir -al- þjáðadámstól, sem þannig er settur yfir Hæstarétt Islands.. Sá „styrkur og líf“, sem Marshall-h jálpin hefur veitt okkur er gengisfelling, solu- tregða íslenzkra afurða, ægi- leg dýrtíð og atvinnuleysi. Og hvað önnur „frjáls“ Evrópu ríki áhrærir, þá hefur atvinnuleysingjum í G þeirra: Austurríki, Belgíu, Frakklandi, V.-Þýzkalandi, Ilollandi og Svíþjóð, fjölgað um samtals 800 000 síðan Marshallhjálpin hófst og til síðari hluta árs 1949. Tala þessi, sem tekin er eftir hagtíðindum S.Þ. i des. 1949, er þó áreiðanlega of lág, enda hyggð á upplýsingum viðkomandi ríkisstjórna, sem alls ekki sverta ástandið. En hvað sem því líður þá sýnir hún árangur viðreisnar- innar og þann „styrk og líf“, sem Marshallhjálpin hefur veitt þessum „frjásu þjóðum". Af þessu sést að þessi marg- lofaða Marshallhjálp er síður en svo lofsverð. Hún hefur fært veitendum völd og gróða en þýkkjendum ófrelsi og efna- hagslegt öngþveiti. Hér sannast eins og svo ol't áður það sem Stephan G. Stephansson kvað: Barátta um yíirráð þungaiðnaðar Vestur-EvrópUi NYTT OG GLÖGGT dærni nm innri mótsetningar auð- valdsskipulagsins er sú deila, sem risið hefur milli stærstu og voldugustu þátttökuríkja Marshallsamningsins, Atlanz- hafshandalagsins og Evrópu- ráðsins út af Schuman-áætlun- inni svonefndu, og þau inn- byrðis átök, sem al' því hafa skapast í hverju þessara landa fyrir sig. Schumanáætlun'in, scm þess- um „hræðradeilum“ veldur, er, eins og fleira al' líku tægi, handarísk að uppruna, þótt lnin sé kcnnd við franskan ráðherra. Tilgangur hennar er að sameina þungaiðnað — og þar með allan annan iðnað og framleiðslu Vestur-Evrópu í eina samsteipu og undir eina stjórn. Stjórnendur þessa risa- vaxna fyrirtækis yrðu vitan- lega auðjöfrar Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands, þar sem iðnaðarþróunin er á langtum hærra stigi en annars staðar í Vestur-Evrópu. Afleiðingarnar yrðu þær, að Vestur-Evrópa yrði réttlaus nýlenda, sem þessir aðilar héldu í heljar- greipum og arðrændu í krafti valds síns. Franzkar námur og stáliðjuver yrðu lögð niður sem óarðhær, borin saman við samskonar vestur-þýzk fyrir- tæki. Enskur iðnaður, sem hæði er gamaldags og dýr, yrði ckki samkepiinisfær, amerískir og þýzkir stálhring- ar og aðrir auðkýfingar ákvæðu laun, vcrð, framleiðslu og viðskipti hrezka þungaiðn- aðarins með þeim afleiðingum, að vitatilgangslaust væri að reyna að halda leifum hrezka heimsvéldisins saman. Þegar á þetta er litið, er ekki að undra þótt mestrar andstöðu gegn Schumanáætl- uninni hafi gætt frá Stóra- Bretlandi og „verkamanna- stjórn“ þess. Brezkir kratar eru þó ekki mótfallnir áætluninni í sjálfu sér. Þeir eru ekki and- vigir þeim höfuðtilgangi henn- ar að skipuleggja þungaiðnað „Það er öllum auðvaldsklöfum efling stór að rausnargjöfum, haldist nauðsyn evkst við auð- inn, ekki er kyn þó forsjáll viti að hag-fjarstæða er hungurs- dauðinn. Hitt er, að sérhver sölu-biti hækkar sjálfgert sölu-hrauðin, meðan bljúgar betli-hendur hlessa sína tjóngefendur“. Vestur-Evrópu til hernaðar- framleiðslu í stríði gegn Sovét- ríkjunum og alþýðulýðveldum Suð-austur-Evrópu. Þaðan al' síður eru þeir andstæðir áætl- uninni al' umhyggju fyrir verkalýðnum, sem yrði mis- kunarlaust arðrændur í þeim löndum,sem þátt tækju í henni. Andstaða þeirra hyggist fyrst og l'remst á því, að hrezka hcimsveldinu stafar hætta af framkvæmd hennar, og aðeins þessvegna segir brezka „verkamannastjórnin“ skýrt og ákveðið nci. Bretland cr þannig svarti sauðurinn í niarsjallfjölskyld- unni, vanþakkláta hjúið á kær- leiksheimili Evrópuráðsins og Atlanzhafsbandalagsins. Og húsbóndinn, handariska auð- valdið, lætur sér slíka franr- komu siður en svo vel líka, hót- ar jafnvel að minnka við það marsjallstyrkinn. En höfuð andstæðingur Schumanáætlunarinnar er al- þýða Vestur-Evrópu, sérstak- lcga er sú andstaða sterk og á- kveðin í Frakklandi. Franzka stjórnin, sem fór frá fyrir nokkru, ætlaði hiklaust að af- hcnda gögn og gæði landsins í hendur nazista sinnaðrá auð- jöfra Vestur-Þýzkalands, en varð að taka með i reikninginn andstöðu frönsku þjóðarinnar, sem undir forustu kommúnista S)crst gegn þeim landráðum. Franzkir krataforingjar vildu Iíka samþykkja áætlunina, en voru hræddir við að móðga hrczka flokkshræður. Þeir sögðust í öðru orðinu ekki vilja styðja ncitt það, sem stefnt væri gegn hagsmunum Stóra- Bretlands, en gagnrýndu í hinu orðinu andstöðu Breta gegn Schumanáætluninni. Af þessu sést að andstaðan gegn Schumanáætluninni er allvíðtæk, þótt ekki sé hún á- kveðin nema af hálfu verka- lýðsins. En áætlunin nýtur ákveðins stuðnings handa- ríska auðvaldsins, franzkra kvíslinga og stálhringa og svo vitanlega hitlerssinnaðra auð- manna í Vestur-Þýzkalandi, scm við framkvæmd hennar gera sér vonir um að ná tak- marki, sem þeir hafa sótt að í tveimur heimsstyrjöldum. TT. NOKKRUM DÖGUM eftir að lokið var ráðstefnu, sem Banda ríkin og stórveldi Vestur- Evrópu önnur en England, héldu um Schumanáætlunina, Framhald á 4. siðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.