Baldur - 23.08.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 23.08.1950, Blaðsíða 1
Hafnargerðin í Neðstakaupstað. Vinna við hana hefur stöðvast í sumar vegna fjár- skorts. Á fjárlögum er áætlaðar til hennar einar 100 þús. kr. og Landsbankinn hefur EKKI SVARAÐ beiðni um ríkis- tryggt lán. Það sem aj er þessu sumri liefur ekki verið unnið hand- tak við hafnaraðgerðina í Neðstakaupstað, það er því eðlilegt að bæjarbúar spyrji liverju slíkt sæti og óski skýr- inga. Ástæðan fyrir þessu er sú að fé l'æst ekki til framkvæmda, A fjárlögum þessa árs eru einar 100 þús. krónur ætlaðar til hafnargerðarinnar á Isa- firði. Þessi upphæð hrekkur mjög skammt, þar sem áætlað er að uppfyllingin ' kosti minnsta kosti 300—400 þús kr., auk þess sem margt fleira er ógert. Til þess að hæta upp þctta nánasarlega framlag, var fengin rikisáhyrgð fyrir 400 þús. kr. láni. Var ætlunin að bjóða út skuldabréfalán l'yrir þeirri upphæð og ráðgert að af henni fengist frá Landshank- anum 250 þús. kr., auk þess var reiknað með, að lnlstjórar, sem áttu að vinna við uppfyll- inguna, fengjust til að taka nokkurn hluta vinnulauna sinna í skuldabréfiun, líkt og gert var þegar Fossavatnsstöð- in var byggð, en það sem til vantaði átti að fá frá öðrum að- ilum. Snemma í sumar skrifaði Iiæjarstjóri útibússtjóra Lands bankans hér á staðnum varð- andi þessa lánsheiðni. Banka- stjórinn sendi hréfið rakleitt suður til aðalbankans, en þeir háu herrar hafa enn ekki svar- að, liinsvegar er haft eftir ein- um bankastjóranum, Isfirð- ingnum Jóni Maríassyni, að engin leið sé fyrir Landsbank- ann að lána fé til þessara fram- kvæmda, en hann mun hafa neitað að gefa slcriflegt svar. Þessi framkoma Landsbank- ans og nirfilsháttur og þröng- sýni Alþingis og ríkisstj órnar veldur því, að vinna við hafn- argerðina er algerlega stöðvuð í bili, og með öllu óvíst hvort úr rætist. Telja má víst, að það, sem húið er að vinna, eyðilegg- ist að meira og minna leyti og verkið verði af þeim sökum mun dýrara en það þyrfti að vera, ef hægt væri að ljúka því án mikilla tafa, auk þess sem lengur dregst, að arður fáist af því fé, sem búið er að leggja í mannvirkið. Fjármálastjórn eins og þetta cr algerlega óverjandi. Sú af- sökun að hér sé fjárskorti um að kenna verður ekki tekin al- varlega, meðan ríkistjórn og Alþingi gera ekki minnstu til- raun lil að draga úr óþari'a út- gjöldum ríkissjóðs, og eklci kostar það síður fé, að láta mannvirki, sem búið er að kosta miklu til, eyðileggjast, eins og útlit er fyrir að hér verði. Góð höfn og nægilcgt land- rými í nánd við hana, er lífæð hvers bæjarfélags, sem, eins og Isafjörður, byggir afkomu sína á sjávarútvegi og siglingum. Eins og nú standa sakir, er á- standið í því efni algerlega ó- viðunandi. Hafnargerðin í Neðstakau])stað er því mesta nauðsynj averkið, sem nú er unnið að hér í bæ. Meðan henni er ólokið er í raun og veru tómt mál að tala um hætta aðstöðu útgerðarinnar í landi, t.d. fiskþurrkunarstöð og önnur hliðstæð mannvirki, sem brýn nauðsyn er að rísi hér upp, eigi ekki allt að fara i kalda kol. Meira að segja að- staðan til afgreiðslu vöruflutn- ingaskipa er orðin með öllu óviðunandi. Það hefur hingað til verið talið hlutverk Landsbankans að styrkja með.lánum atvinnu- vegi landsmanna. Gagnvart ls- firðingum rækir þessi volduga stofnun það hlutverk á þann hátt að svara ekki beiðni þeirra um lán, sem tryggt er með rík- isábyrgð, og verja á til að ljúka mannvirki sem aðalat- vinnuvegur þeirra liyggist á. Slíkri framkomu er ekki hægt að taka með þögn og þolin- mæði, ekki síst þegar alkunn- ugt er að Isafjörður hefur orð- ið mjög afskiptur um alla að- stoð til verklegra framkvæmda. Bæjarstjórn má á engan hátt láta við svo húið standa, en verður að minnsta kosti að gera þá lágmarkskröfu til rík- isstj órnarinnar, að lnin hlutist til um, að nægilegt fé fáist til viðbótar þeim 100 þús. kr., sem áætlaðar eru á fjárlögum til hafnarinnar, svo að hægt sé að ganga þannig frá hafnargerð- inni í haust, að það, sem húið er að vinna, eyðileggist ekki í vetur. ------o------- Fiðlu- og pianó- hljómleikar. Tveir ungir tónlista.rmenn, Ingvar Jónasson, sem útskrif- aðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík í vor, og Haukur Guðlaugsson frá Eyrarbakka, sem lýkur þar námi næsta vor, halda fiðlu- og píanóhljóm- leika í Alþýðuhúsinu annað kvöld. Verkefni eru fjölbreytt, en þrjú þau stærstu eru: Sonata, eftir Grieg, fyrir fiðlu og píanó. Sonata, eftír Beethoven, fyrir píanó. Hauk- ur spilaði þá sónötu á nem- endahlj ómleikum Tónlistar- skólans í vor. Konsért fyrir fiðlu og strengjasveit, eftir Bach. Haukur spilar verkefni strengj asveitarinnar á píanó. Eins og fyrr segir útskrifað- ist Ingvar Jónasson, eftir (i vetra nám, úr Tónlistarskólan- um í Reykjavík í vor með á- gætum vitnisburði og meðmæl- um kennara sinna. Aðalfag hans er fiðluleikur. Haukur Guðlaugsson á eftir einn vetur í Tónlistarskólan- um. Aðalfag hans er píanóleik- ur, og þykir hann mjög efni- legur nemandi. Aðgangseyrir að þessum hljómleikum er aðeins 10 kr. Það ætti því ekki að standa á bæjarbúum að fjölmenna á þá og hlýða á leik þessara ungu og efnilegu manna. Og frekar ætti það að örfa aðsóknina að annar þeirra er Isfirðingur. Ingólíuir Jónsson skipstjóri Hann andaðist í Sjúkrahúsi Isafjarðar 25, júlí s.l. Ingólfur var fæddur að Kálfanesi í Steingrímsfirði 27. júlí 1874. Foreldrar hans voru þar í húsmennsku og hjá þeim ólst hann upp á ýmsum hæjum við Steingrímsfjörð og í því liéraði átti hann heima fram til tvítugsaldurs, lengst af í Tröllatungu í Tungusveit. Haustið eftir fermingu fór Ingólfur fyrst lil sjóróðra og sjómennsku stundaði hann eft- ir ])að mestan hluta ævinnar, meðan heilsa og kraftar entust. Formennsku hyrjaði hann rúmlega tvítugur á báti, sem Páll Haldórsson í Hnífsdal átti, en 7 árum síðar lét hann ásamt Guðmundi Sveinssyni, kaup- manni í Hnífsdal, byggja fyrsta þiljaða vélbátinn hér við land, Ingólf Arnarson, og varð skip- stjóri á honum. Bátur þessi har af öðrum skipum á þeim tím- um og þótti fær í flestan sjó, enda sparaði Ingólfur ekki sjó- sókn á honum og ruddi í því efni nýjar leiðir. Það má því með fullum rétti segja að Ing- ólfur væri brauðryðj andi í út- vegsmálum, því þegar Ingólfur Arnarson bætist í fiskiskipa- flotann verða þáttaskipti i þeirri atvinnugrein, tímabil þiljaðra vélbátaútgerðar hefst. Mest öll árin 1913—1918 var Ingólfur Jónsson í Danmörku og Svíþjóð og sá um kaup og smíði margra háta, sem hingað voru keyptir á þeim árum og gerðir héðan út um margra ára skeið. Tókst Ingólfi þessi viðskipti mjög giftusamlega og bátarnir, sem hann lét byggja, revndust ágæt skip. Ekki naut Ingólfur meiri fræðslu í æsku, en þá var títt. Fyrir fermingu var hann hálf- an mánuð við nám hjá séra Arnóri Árnasyni að Felli í Ivollafirði, og nokkrum árum síðar tvo vetur á unglinga- skóla, sem Sigurgeir Ásgeirs- son, kennari, hélt á Heydalsá í Steingrímsfirði. Kennsla var Framhald á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.