Baldur - 23.08.1950, Blaðsíða 3

Baldur - 23.08.1950, Blaðsíða 3
BALDUR Verkalýðurinn býst til kaupgjaldsbaráttu. Samræmdar aðgerðir og fullkomin eining tryggja sigur. „Svo má lengi brýna deigt járn að bíti nm síðir" mun möi'gum hafa orðið að orði, er stjórn Alþýðusambands ls- lands hvatti verkalýðsfélögin til að segja upp kjarasamning- um sínum við atvinnurekend- ur. En með sama rétti mátti segja að „setið væri meðan sætt var", því að þrátt fyrir gífurlegar verðhækkanir vegna gengislækkunarinnar og ann- arra orsaka, samþykkt verka- lýðsráðstefnunnar s.l. vetur um ráðstafanir gegn launaráninu og ásakanir fjölda verkalýðs- f élaga um að alþýðusambandið hæfist þegar handa í kaup- gjaldsmálinu, lét sambands- stjórn ekkert á sér bæra að öðru leyti en því, að hún ákvað að notfæra sér heimild gengis- lækkunarlaganna til að hækka upp í 9 kr. á klst. dagkaup þess verkafólks, sem hafði laun ])ar fyrir neðan og aðra liði í samræmi við það, án þess að réttur til vísitöluuppbótar yrði skertur, og ennfremur sendi sambandsst j órn verkaKðsf é- lögum bréf, þar sem hún i raun og veru boðaði algert aðgerð- arleysi í kaupgjaldsmálum og taldi þáð helzta verkefni al- þýðusambandsins, að „knýja fram vinsamlegri framkvæmd gengslaganna". Hvað alþýðusambandsstjórn lelur vinsamlega framkvæmd gengislaganna er almenningi ekki kunnugt, hinsvegar benda aðgerðir Björns Ólafssonar, viðskiptamálaráðherra, í sam- bandi við ákvörðun júlívisitöl- unnar, sem gilda á til áramóta, til þess, að hann hafi ætlað að hefja þessar vinsamlegu fram- kvæmdir algerlega óbeðið. Meirihluti kaupgj aldsnefnd- ar komst að þeirri óskiljanlegu niðurstöðu, að visitalan fyrir þetta tímabil væri 109 stig, eða sú sama og næsta mánuð á undan. Kaupgjald átti þar með að haldast óbreytt, en við- skiptamálaráðherra virðist hafa álitið, að með því væri of langt gengið og gaf því út bráðabirgðalög, þar sem kaup- gjaldsvísitalan er ákveðin 112 stig og þar með slegið föstu að kaupgjald skuli hækka um 12%. Reyndar lá sá orðrómur á, að þessi sami ráðherra hafi haft áhrif á úti'eikning vísitöl- unnar, og staðreynd er það, að svo smátæk var þessi vinsam- lega framkvæmd hans, að mcira að segja hin lítilþæga alþýðusambandsst j órn vakn- aði á verðinum og hvatti öll sambandsfélög til að segja upp samningum. Það viðbragð var sannarlega ekki að ástæðu- lausu og hefði gjarnan mátt vera fyrr. 1 grein um þetta efni, sem Helgi Hannesson, forseti A.S.l. skrifar í Skutul 20. júlí s.l. seg- ir m.a.: „......ríkisstjórn íhalds og Framsúknar hefur látið meiri- hluta kaujilagsnefndar falsa vísitöluna um 8 stig, og síðan hefur þuí verið slegið föstu með bráðabirgðalögum, að launþegar skuli snuðaðir um 5 stiga kaupuppbót''. Þessi ummæli forsetans eru hverju orði sannari, en í sam- bandi við þau er ekki úr vegi að rifja upp sögu vísitöluföls- unarinnar undanfarið. enda ])ótt það hafi oft áður verið gert hér í blaðinu. Þegar gengið var fellt í marz s. 1. var vísitalan 355 stig. Sam- kvæmt dýrtíðarlögum „fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins" var kaupgj aldsvísitalan þó aðeins 300 stig, og hafði svo verið und- anfarin ár. Maður með 600 kr. grunnkaup á mánuði hafði því kr. 1800,00, en hefði átt að hafa kr. 2130,00. Mismunur kr. 330,00 eða 3960,00 kr. á ári. Þremur mánuðum síðar, 1. júlí s.l. var gamla vísitalan komin upp í 419 stig, sam- kvæmt henni hefði maður með 600 kr. grunnlaun á mánuði ált að fá 2514,00 kr. í mánaðar- kaup. En kaup var ekki greitt sam- kvæmt þessari vísitölu. Eftir gengisfellinguna var hún „leið- rétt" og reyndist 1. júlí s.l. 537 stig. Samkvæmt því ætti mað- ur með 600 kr. grunnlaun á mánuði að fá nú 3222,00 kr. á mánuði í kaup. En því er heldur ekki að heilsa, að eftir þessari „leið- réttu" vísitölu sé farið. Hún var, eins og kunnugt er einnig „leiðrétt", gerð að nýjum grundvelli og kölluð 100. Þessi tvíleiðrétta vísitala var 1. júlí s.l. 117 stig. Nú hefði mátt búast við að kaup yrði greitt samkvæmt þessari tvíleiðréttu vísitölu og maður með 600 kr. grunnlaun á mánuði fengi 2106 kr. í mán- aðarkaup. En, eins og fyrr seg- ir, fann meirihluti kaupgjalds- nefndar það út að j úlívísitalan væri 109 stgi, en ekki 117 stig. Sá vísdómur var þó ekki látinn standa heldur var þessi tvíleið- rétta vísitala leiðrétt í þriðja sinn með bráðabrigðalögum, og ákveðin, algerlega út í blá- in, 112 stig. Samkvæmt þessari þríleiðréttu vísitölu er kaup- gjald nú í-eiknað. Maður, sem áður hafði 600 kr. grunnlaun á mánuði fær nú aðeins 2016 kr. mánaðarkaup. Hann fær því tæplega 6 þús. kr. minna á ári en hann ætti að fá sam- kvæmt gömlu visitölunni og hvorki meira né minna en kr. 14.472,00 minna en hann ætti að fá samkvæmt leiðréttu vísi- tölunni. Þetta stórkostlega launarán lét alþýðusambandsstjórn al- gerlega afskiptalaust, kvaðst ekki geta sagt með vissu, „HVORT né HVENÆR telja uerður heppilegt að hafnar ucrði aðgerðir í kaupgjalds- mdlunum". Og það er ekki fyrr en síð- asti þjófnaðurinn er fram- kvæmdur og 5% stolið af kaupi launþega, til viðbótar fyrri stórþj ófnuðum, að alþýðu sambandsstj órn bregður við. Þessi siðasti þjófnaður var þó minnstur, en hefur sennilega orðið til þess að sambands- stjórn missti alla von um að hægt yrði að „knýja fram" vin- samlegri lausn gengislaganna. Verkalýðurinn um land allt væntir þess að alþýðusam- bandsstjórn beiti sér af heilum hug í þeirri kaupgjaldsbaráttu, sem nú er framundan, en þeg- ar ltið er á það, sem á undan er gengið, er ekki að furða þótt Eulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og fjöldi verkalýðsfélaga bæði þar og annars staðar á landinu kreí'j- ist samræmdra aðgerða og í'ull- kominnar einingar í væntan- legri kaupgjaldsbaráttu, því að á þann hátt einan er full- komins sigurs að vænta. 1. 2. 3. Auglýaing. Gagnfræðaskólinn á ísaíirði tilkynnir: Skólinn verður settur 23. september. Allir ])eir unglingar í bænum, sem verða 13 ára á þessu ári (þ.e. luku barnaprófi í vor), er.u skv. nýju skólalöggjöfinni skólaskyldir í I. bekk. Allir þeir unglingar í bænum, sem verða 14 ára á þessu ári (þ.c. luku barnapróí'i í fyrravor), eru skólaskyldir í II. bekk. Umsóknir um námsvist í III. og IV. bekk sendist skólastjóra sem allra fyrsl, og eigi síðar en 15. september. — Sama gildir og um utan bæjar nemendur í I. og II. bekk. Innritun skólaskyldra nemenda í I. og II. bekk verður aug- lýst síðar. Væntanlega slarfar framhaldsdeild við skólann eins og síð- astliðinn vetur. Námsefni sama og í I. bekk menntaskóla. Inntökuskilyrði er, að nemandi hal'i lokið miðskólaprófi með eigi lægri einkunn en 6 í landsprófsgrcinum. Umsóknir sendist skólastjóra sem fyrst. Gagnfræðaskólanum á Isafirði, Hannibal Valdimarsson, skólastjóri. 6. Orðsending. Bókasafn Isaf jarðar verður opnað til útlána 1. sept. n.k. Útlánatími verður sem hér segir: Mánudaga kl. 4—7 e.h. Þriðjudaga kl„ 4—7 e.h. Miðvikudaga M. 4—7 e.h. Föstudaga kl. 4—7 e.h. Lestrarsalur verður opnaður síðar og verður það þá aug- Iýst. Bókavörður.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.