Baldur - 21.09.1950, Blaðsíða 4

Baldur - 21.09.1950, Blaðsíða 4
BALDUR Annað þing Fjórðungssambands Vestfirðinga NÝIR BORGARAR. Elín Richarðs, fædd á ísaf. 3/8 1950. Sldrð 9/9. s.á. Foreldrar: Jónína Júlíusdóttir og Richarð Björgvinsson. Jón Ólafur, fæddur á ísafirði 31/5 1950. Skírður að Hofi á Höfða- strönd 5/9 s.á. Foreldrar: Sólveig Jónsdóttir og Ásberg Sigurðsson. Magmís, fæddur á Isaf. 27/9 1949. Skírður 18/9 1950. Foreldrar: Sigríður Hólmfreðsdóttir og Magnús Magnússon, skósmiður. Hjónavígslur. Þann 15. þ.ift. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þuríður Ólafsdóttir og Magnús Guðj ónsson. Þann 16. þ.m. voru gefin saman ungfrú Birna Sigurðar- dóttir, hjúkrunarkona, og Tryggvi J. Jóakimsson. Sóknarpresturinn séra Sig- urður Kristjánsson gaf brúð- hjónin saman. Dánarfregnir. Kristín Jónsdóttir frá Súða- vik andaðist í Sjúkrahúsi Isa- fjarðar 1. þ. m. Sigurður Þórarinsson, verka- maður, Smiðjugötu 13, Isafirði, andaðist 10. þ.m., 63 ára að aldri. Ágústa Magnúsdóttir, Fjarð- arstræti 27 hér í bæ, andaðist í Sjúkrahúsi Isafjarðar 20. þ. m., 75 ára að aldri. Dagana 13.—16. þ.m. var 2. þing Fjórðungssambands Vest- firðinga haldið á Hólmavik. Þingið sátu 15 kjörnir full- trúar frá öllum sýslu- og bæj- arfélögum Vestfjarða og allir sýslumennirnir i fjórðungnum, en þeir eru sjálfkjörnir sam- kvæmt lögum sambandsins. Þingiá samþykkti tillögur og ályktanir í ýmsum málum, þar á meðal i stjórnarskrármálinu, sem var aðalmál þingsins og mestar umræður urðu uin. Á stofnþingi sambandsins var lcosin milli-þinganefnd í það mál og lá álit hennar fyrir þessu þingi. Tillögur milliþinganefndar voru i höfuðatriðum samhl. áð- ur framkomnum tillögum Austfirðinga og Norðlendinga i stjórnarskrármálinu. En helztu nýmælin þar efu þessi: Landinu skal skipt í 6 fylki, er hvert verður stjórnarfarsleg heild með allvíðtæku starfs- sviði og valdi í ýmsum sérmál- um. 1 hverju fylki skal árlega háð fylkisþing, þar sem sæti eiga 15—30 þingmenn kosnir í einmenniskj ördæmum með sem jafnastri kjósendatölu. Alþingi skiptist í tvær deild- ir, efri deild og neðri deild. 1 efri deild eiga sæti 3 fulltrúar fyrir hvert fylki kosnir hlut- bundnum kosningum af fylkis- þingi, en til neðri deildar sé kosið í einmenniskjördæmum með sem jafnastri kjósenda- tölu. Þingmenn verði 48. Forseti skal kosinn beinum kosningum af þeim, sem kosn- ingarétt hafa til Alþingis. Hann slcipar ríkisstjórn. Heimilt skal sameinuðu Alþingi að sam- þykkja vantraust á stjórn for- seta og fara þá fram almennar kosningar og einnig forseta- kjör. Fer forseti þá frá nema hann verði endurkjörinn. Verði forseti endurkjörinn má ekki bera fram vantraust á rík- isstjórn hans næstu tvö ár. Milliþinganefndin lagði hins- vegar til, að Alþingi yrði ein deild. Hvert fylki eitt kjör- dæmi og þingmenn ekki fleiri en 36—40 kosnir hlutfallskosn- ingum í fylkjunum þannig að sem jöfnust kjósendatala komi að baki hverjum þingmanni, þó fái höfuðborgarfylki aldrei fleiri en einn fjórða þing- manna. Valdsvið forseta verði sama og nú að öðru leyti en því, að hann skal mynda stj órn ef Alþingi hefur ekki tekist það hálfum mánuði eftir að það kemur saman. Slík stjórn getur sett fjárlög með staðfest- ingu forseta, þótt hún fái ekki meirihluta stuðning við þau á Alþingi. Fjórðungsþingið kaus 5 manna nefnd til að athuga til- lögur milliþinganefndar. Álit þeirrar nefndar var síðan sam- þykkt. I því er tillaga um fylkjaskipun niðurfeld, en lagt til að í stj órnarskrána verði sett ákvæði, sem tryggja hér- uðunum meiri ráð yfir málefn- um sínum og meiri fjárráð en nú er. Hinsvegar verði landinu skipt í 6 kjördæmi og 6 þing- menn kosnir hlutfallskosningu í hverju og skulu þingmenn vera búsettir i kjördæminu. Þingmenn xerði þannig 36 og Alþingi ein deild. Ennfremur var í nefndarálitinu ákvæði um, að vantraust á forseta- stjórn megi ekki bera fram á sama þingi og hún er mynduð. Hér hefur aðeins verið drep- ið á helztu atriði þessa máls í þeim tilgangi að gefa nokkra hugmynd um helstu atriði þess- og það sem mest ber á milli. Baldur mun síðar birta tillög- ur fjórðungsþingsins í stjórn- arskrármálinu svo og aðrar þær tillögur og áyktanir, sem það samþykkti. ------0-----— Messsað í Isafjarðarkirkju kl. 2 n.k. sunnudag. Nr. 39/1950. Tilkynning Innflutnings- og gjaldevrisdeild Fjárhagsráðs liefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á gúmmískóm, framleiddum innan- lands: HEILDSÖLUVERÐ SMÁSÖLUVERÐ án söluskatts með söluskatti án söluskatts No. 26—30 kr. 18,84 kr. 19,40 kr. 24,20 No. 31—34 — 20,30 — 20,90 — 26,15 No. 35—39 — 22,86 — 23,55 — 29,55 No. 40—46 — 25,29 — 26,05 — 32,80 Hámarksverð þetta, miðað við ópakkaða skó, gildir í Reykja- vík og Hafnarfirði, en annars staðar á landinu má bæta við verð- ið sannanlegum flutningskostnaði. Séu skórnir seldir pakkaðir, skulu framleiðendur leita sam- þykkis verðlagsstjóra fyrir umbúðarverðinu, er bætist við ofan- greint hámarksverð í smásölu, án álagningar. Með tilkynningu þessari fellur úr gildi auglýsing verðlags- stjóra nr. 23/1950. Nr. 38/1950. Ríkisstjórnin hefur ákveðið nýtt hámarksverð á sköimntuðu smjöri sem hér segir: I heildsölu ................ kr. 29.70 pr. kg. í smásölu .................. — 31.50 — — Reykjavík, 7. sept. 1950. V erðlagsst j órinn. Tilkynning Bygginganefnd Isafjarðarkaupstaðar, vill hér með, að gefnu tilefni vekja athygli á því, að hver sá er reisa vill hús, breyla því, gera girðingu eða önnur mannvirki á lóð sinni verður að sækja um leyfi til bygginganefndar. Allir þeir, sem byggja án leyfis bygginganefndar svo og yfir- smiður sem verkið framkvæmir, verða kærðir undantekningar- laust og sektar og niðurrifsákvæðum byggingarsamþykktar mun verða stranglega beitt. — Þetta tilkynnist hér með. Tilkynning Reykjavík, 7. sept. 1950. Verðlagsstjórinn. Isafirði, 19. september 1950. BÆJARSTJÓRI.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.