Baldur - 14.10.1950, Blaðsíða 3

Baldur - 14.10.1950, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Mosatægjur og óhreinindi í neyzluvatninu Viðtal við Jón Jónsson, flokksstjóra í bæjarvinnunm. Talsvert oft hefur borið á því að vatn úr vatnsleiðslum bæjarins væri skollitað, blandað leir, mold, mosatægjum og öðrum óhreinindum. Sérstaklega hafa mosatægjurnar reynst hvimleiðar, þar sem þær hafa sest fyrir í beygjum á rörum, í krönum og annarsstaðar, sem fyrirstaða er, og þannig í mörgum tilfellum lokað leiðslum. Hefur þetta oft og tíðum valdið margskonar óþægindum og erfiðleikum og oft fjárhagslegu tjóni. Bæjarbúar eru að vonum óánægðir með þetta ástand og vilja fá úr því bætt, ef kostur er. Af þeim sökum sneri Baldur sér til Jóns Jónssonar, Fjarðarstrætis 29, en hann er þessum málum manna kunnugastur, og átti við hann stutt samtal um þetta ef ni: — Eru mikil brögð að því, að óhreinindi, sérstaklega mosatægjur, séu í neysluvatn- inu, eins og fólk kvartar mjög um? — Geysimikil. — Hverjar eru orsakirnar? — Orsakirnar eru þær, að slý vex á sumrin í ám og lækj- um, og nær það oft tölnverðri liæð, ámóta og meðal töðuvöxt- ur á túni. Þetta slý heldur á- fram að vaxa allt sumarið, þangað til fer að kólna í tíð og losnar þá al' steinunum við vatnavexti og frost á haustin. Pipan hjá okkur er víð og tek- ur mikið vatn og sogar því í sig mikið af þessum gróðri, eiginlega má segja af öllum stærðum niður í smá agnir, og fer það auðvitað með vatninu og dreifist um allar þær leiðir, sem það fer. — Veldur þetta ekki óþæg- indum og tjóni, ef mikil brögð eru að? — Afar miklu og meiru en almenningur gerir sér grein fyrir. Það stoppar krana iðu- lega og veldur stundum al- gerðu stoppi á vatnsrennsli. Er það tíðast, þar sem tollukranar eru og klósettkassar, og mjög hætt við að gamlar leiðslur, sem farnar eru að gróa saman að einhverju leyti, lokist alveg. Auk þess verður þetta að teljast óhreinindi í vatninu, þar sem um deyjandi og dauðar jurtir er að ræða. — Ber meira á þessu á ein- um stað í bænum öðrum frem- ur? — Þetta virðist vera um all- Nr. 44/1950. Tilkymting Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið nýtt hámarksverð á harðfiski, og verður það framvegis sem hér segir: 1 heildsölu: Barinn og pakkaður...... . kr. 14,40 pr. kg. Barinn og ópakkaður .... — 13,20 — — 1 smásölu: Barinn og pakkaður...... — 18,00 — — Barinn og ópakkaður..... — 16.80 — — Reykjavik, 5. okt. 1950. VERÐLAGSSTJÓRINN. Atvinnuleysis- skráning. Bæjarstjórn Isafjarðar hefir ákveðið að atvinnuleys- isskráning skuli fara fram í bæjarskrifstofiunni dagana 12.—16. þ. m. Fer skráningin fram kl. 10—12 og 1—3 ofangreinda daga. Nauðsynlegt er, að allir atvinnulausir bæjarbúar komi til skráningar, og eru menn áminntir um að vera við því búnir, að veita sem gleggstar upplýsingar um allt, sem skráningunni viðkemur, og sérstaklega um tekjur sínar frá síðustu áramótum til septemberloka þessa árs. Bæjarstjórinn á ísafirði, 10. okt. 1950. Steinn Leós. Nr. 42/1950. Tilkynning Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið éftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá inn- lendum kaffibrennslum: Ileildsöluverð án söluskatts....... kr. 28,40 pr. kg. Iieildsöluverð með söluskatti ........ — 29,28 — — Smásöluverð án söluskatts ............ — 31,75 — — Smásöluverð með söluskatti............ — 32,40 — — an bæinn, nema yzt í Krókn- um, þar sem Króksþróin er farin að verka á móti. — Ilvað er gert til að bæta úr þessu? —Við inntakið i dalnum er sérstaklega vel gerð trégrind, svo þétt, að aðeins 3 þumlunga nagli kemst á milli spela og tjóðrar hún nokknð mikið, sem hreinsað er af henni af og til, en reynist alls ekki nægileg sía. Þar að auki er reynt að fúska við eftir megni að tefja þennan ófögnuð með vírsigtum og öðru því um líku i þrónni hér út l'rá, en reynist samt algerlega ófullnægjandi og veldur stund- um vatnsstoppi í bænum, því að sigtin fyllast. Hvaða leiðir álítur þú tiltækilegastar til úrbóta? Ég sem leikmaður hef stungið upp á, að sveigmynd- aður grjótveggur, þríhlaðinn, fylltur kaststeinum og muln- ingi, sé byggður í lygnupoll- inum við inntakið, þannig að ekkert vatn geti komist að inn- takinu nema í gegnum hann. Hefur þessi uppástunga fengið mismunandi undirtektir. I öðru lagi hef ég marg olt hreyft þvi við ráðamenn bæj- arins að leita til verkfræðings, því að alltal' álít ég, að vatnið skuli hreinsað við upptök, cn ekki eigi að vera með allskon- ar tilraunir til þess á leiðinni. Fjölda mörg hús, sem fá vatn beint úr aðalleiðslnnni alla Ieið innan úr dal og út í bæjar- þró, og gefur að skilja, að þau þurfa einnig að fá hreint vatn. K E N N S L A. Þýzka, enska og byrjenda- námsslceið í frönsku. AT VINN A. Stúlka óskast í vist á heim- ili í Reykjavik. Upplýsingar hjá Lúra í Odda. Sé kaffið selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrara hvert kg.. Reykjavik, 21. sept. 1950, Verðlagsstjórinn. llertlia Schenk-Leósson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.