Baldur - 26.10.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 26.10.1950, Blaðsíða 1
iJILdll XVI. ÁRG. ísafjörður, 26. október 1950. 19. tölublað. Togaraverkfallið. Fyrsta miðlunartillagan. Togaraverkfallið hefur nú staðið i 118 daga. Á því tima- bili hafa þrjár miðlunartillög- ur til lausnar deilunni komið fram. Þá fyrstu þeirra flutti sátta- nefndin í deilunni, þegar verk- fallið hafði staðið 79 daga. I henni var að engu leyti gengið til móts við sjómenn um raun- verulegar kj arabætur, krafa þeirra um 12 stunda hvíldar- tíma, jafnt á ísfisk- og saltfisk- veiðum, að engu höfð, ísfisk- kjörin engu betri en eftir gömlu samningunum, en salt- fiskkjörin ofurlítið skárri, en hins vegar engin kjarabót frá því, sem greitt mun hafa verið síðast á saltfiskveiðum. Tillaga þessi var kolfelld, bæði af sjó- mönnum og togaraeigendum. Þess má geta í sambandi við þessa fyrstu miðlunartillögti, að stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur lýsti yfir híutleijsi gagnvart henni. Einhugur sjómanna. Svik krata. Næsta tilraun er gerð um mánuði siðar, þá kemur fram ný miðlunartillaga,. sem er í engu betri en sú fyrri. Sú til- laga er þó ekki borin undir togarasjómenn við allsherjar- atkvæðagreiðslu, heldur bregð- ur nú svo kynlega við að stjórn Sj ómannafélags Reykj avíkur boðar til fundar i félaginu, en til þess hafði hún ekki fengist áður, þrátt fyrir itrekaðar á- skoranir. Á þeim fundi er sjó- mönnum sagt undan og ofan af um tillöguna, en farið fram á að stjórn sjómannafélagsins fái fullt umboð til að semja á grundvelli hennar. Fram á sama er farið í Hafnarfirði, Keflavík og á Akranesi. I Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík neita sjómenn með yfirgnæfandi meirihluta að veita þetta umboð, en á Akra- nesi tekst að fá það samþykkt með þeim afleiðingum, að þar er samið upp á smánarkjör miðlunartillögunnar og þannig vegið aftan að heildarsamtök- um sjómanna. Talið er full- sannað að stjórn Sjómannafé- lags Reykjavíkur hafi staðið þar á bak við. Formaður Sjómannafél. fs- firðinga hótar gerðardómi. Hér á Isafirði var talsvert annar háttur hafður á um af- greiðslu annarrar miðlunartil- lögunnar. Hásetar á ísborg voru boðaðir á fund. Formaður Sjómannafélagsins, Jón H. Guðmundsson, skýrði fyrir þeim í hverju þessi miðlunar- tillaga væri frábrugðin hinni fyrri. Urðu síðan allmiklar um- ræður um málið. Sjómenn stóðu einlmga gegn tillögunni, enda höfðu þeir enga aðstöðu til að kynna sér hana, þar sem formaður hafði ekki aðrar upp lýsingar í höndum en það, sem liann hafði skrifað niður cftir símtali við Torfa Hjartar- son, sáttasemjara ríkisins. For- maður lagði aftur á móti kapp á að tillagan yrði samþykkt, hótaði sjómönnum gerðardómi að öðrum kosti og að hún skyldi samþykkt þótt síðar yrði. Þessi liamagangur og hót- un formanns liafði þó engin á- hrif á sjómenn, þeir feldu til- löguna með 17 samhljóða at- kvæðum, en 6 sátu lijá. Þriðja og síðasta miðlunar- tillagan var lögð fram 23. þ.m. Bakvið hana standa þeir Ólaf- ur Thors og Emil Jónsson. Sú tillaga er í engu, sem máli skiptir, frábrugðin hinum fyrri. T.d. er þar ekki gengið að aðalkröfu sjómanna um 12 stunda hvíld á öllum veiðum, ekki einu sinni á saltfiskveið- um, nema fyrirhugað sé að leggja aflan upp í íslenzkri höfn, fari t.d. togari i lengri veiðiför og sigli með afla sinn til erlendrar hafnar, lielst 16 stunda þrældómurinn áfram. Hvað kaupkjör snertir er miðl- unartillaga þessi heldur ekkert betri en hin fyrri nema síður sé. Dularfullt fundarboð. Endurteknar hótanir. S.l. þriðjudag fá hásetar á Isborg enn eitt fundarboð. Ekki vissu þeir þó með vissu hver fundinn boðaði, héldu sumir að það væri formaður, en aðrir stjórn Isfirðings h.f., þar sem fundurinn var boðaður á skrif- stofu félagsins. Þegar á fund- inn kom reyndist hvorugur þessi aðili fundarboðandi, heldur einn háseti á Isborg, eftir því sem næst varð komist. Tilefni fundarins var tillaga, sem hann flutti um að samið væti við Isfirðing h.f. upp á væntan- leg kjör. Er hann hafði talað fyrir tillögunni gáfu félagar hans á Isborg honum rækilega hirtingu og gengu siðan i ein- um lióp af fundi. Á þessum fundi voru einnig mættir for- maður sjómannafélagsins og nokkrir menn úr trúnaðarráði félagsins. Sótti formaður fast að miðlunartillaga Emils og Ólafs Thors yrði samþykkt við væntanlega allsherj aratkvæða- greiðslu, sem fer fram í dag, og ítrekaði fyrri hótanir. Þessi hótun formanns mun engin áhrif hafa. Hásetar á Isborg standa einhuga gegn Framhald á 3. síðu. Hverra sigri fagnar Morgunblaðið ? Morgunblaðið gat þess ný- lega, að tveimur foringjum Óðins, félags íhaldsverka- manna í Reykjavík, bæri piest að þakka þann sigur, sem náðst hefur í alþýðu- sambandskosningunum. Jafnframt hafði það eftir þessurn mönnum, að kosn- ingasamvinnan við krata- foringjana hefðj verið ágæt og bæri engu síður að þakka þeim árangurinn. Er ekki ástæða fyrir verka- fólk að staldra við og atliuga þessi ummæli aðalblaðs at- vinnurekenda. Blaðið þaltk- ar sínum mönnum sigursæla baráttu, og þeir aftur krata- foringjunum góða samvinnu og þeirra þátt í að þessi sig- ur vannst. En hverjir unnu þennan sigur? Voru það alþýðusamtökin, sem frá upphafi vega liafa átt í höggi við íhald, atvinnu rekendur og Morgunblaðið og eiga það ekki sízt nú, eða voru það atvinnurekendur? Getur hugsast að blað íhalds ins sé að fagna og þakka sigur hinna fyrrnefndu? Verkafólk hefði gott af að íhuga þessar spurningar og finna svar við þeim. Atvinnuleysisskráning. Fjörutíu og sex einhleypingar og 59 fjölskyldufeður með 117 börn á framfæri sínu höfðu frá áramótum til 30. september s.l. kr. 8.000,00 í tekjur að meðaltali. Dagana 12.—21. þ.m. fór fram almenn atvinnuleysis- skráning hér á Ísafirði á skrifstofu bæjarsjóðs. Alls létu skrá sig 105 menn. Af þeim eru 46 einhleypir, 59 kvæntir með 117 börn á framfæri sínu. Meðal tekjur hinna skráðu eru liðlega kr. 8.000,00 á tímabilinu 1. jan. til 30. sept., eða um kr. 1.000,00 á mánuði. Eftir þessum niðurstöðum að dæma hefur hver einstaklingur, hinir skráðu og þeir, sem eru á framfæri þeirra, haft sér til lífsuppeldis liðlega kr. 500,00 á þessu tímabili eða ca. kr. 62,50 á mánuði. Eftir atvinnu skiptast hinir skráðu þannig: Verkamenn 55, sjómenn 47, iðnaðarmenn 2 og vélstjóri 1. Er þar miðað við venjulega atvinnu viðkomandi manna, en ekki þá atvinnu er þeir stunduðu umrætt tímabil. Engin kona lét skrá sig. Þessi skráning gefur á engan hátt tæmandi upplýsýingar um ástandið eins og það er, en hún sýnir þó allglögglega í hvert hörmungaróefni er komið og að hér þarf skjótra úrbóta, ef verkamenn og sjómenn hér í bæ eiga ekki beinlínis að líða skort. Allir vita, að bæjarsjóð- ur, sem engar tekjur hefur aðrar en útsvörin, er af skilj- anlegum ástæðum heimtast nú mjög illa inn, er þess ekki um- kominn að gera neitt það, sem að gagni má verða. Höfuð kröfunum verður því að beina til ríkisins og peningastofnana í landinu. Þessir aðilar verða að hlaui)a undir bagga og veita þá aðstoð, sem að gagni kemur.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.