Baldur - 26.10.1950, Blaðsíða 3

Baldur - 26.10.1950, Blaðsíða 3
BALDUR 3 Verzlunareinokuninni verði aflétt. Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu frá n. k. áramótum fyrir Sjúkrasamlag’ Isaf jarðar og Almannatrj ggingar. Tekið er við tilboðum á skrifstofu Sjúkrasamlagsins. ísafirði, 24. október 1950. Sjúkrasamlag Isaf jarðar og Almannatryggingar. Nr. 45/1950. Tilkynning Ákveðið hefur verið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgreitt Öniðurgreitt Heildsöluverð með sölusk. kr. 4.76 pr. kg. kr. 10.58 pr. kg. Heildsöluverð án söluskatts — 5.08 — — — 10.90 — — Smásöluverð án söluskatts — 5.64 — — — 11,47 — — Smásöluverð með söluskatti— 5.75 — — — 11.70 — — Reykjavík, 20. októher 1950. FJÁRHAGSRÁÐ. Útboð tíu ára 6% skuldabréfaláns Hafnarsjóðs Isafjarðar. Bæjarstjórn Isafjarðarkaupstaðar hefir ákveðið að bjóða út fjögur hundruð þúsund króna skuldabréfalán til hafnarframkvæmda á Isafirði. Skuldabréfin eru í þremur flokkum, að upphæð fimm þúsund krónur, eitt þúsund krónur og fimm hundruð krón- ur, hvert skuldabréf. Skuldabréfalán þetta er tryggt með ábyrgð ríkissjóðs. Ársvextir eru 6% — sex af hundraði — og verða vextir greiddir eftir á 1, september ár hvert, í fyrsta sinn 1. sept- ember 1951. Lánið endurgreiðist á árunum 1951—1960, með sem næst jöfnum ársgreiðslum vaxta og afborgana (Annuitet) eftir hlutkesti, sem notarius publicus á Isafirði framkvæmir í septembennánuði ár hvert. Aðalútsala skuldabréfanna er í skrifstofu hafnargjald- kerans á Isafirði. Bæjarstjórinn á ísafirði, 12. okt. 1950. Steinn Leós. Innilegustu hjartans þakkir færum við ykkur öllum fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall oq iarðarför okkar hjartkæra sonar og bróður • GUNNARS ALBERTS. Megi Guðsblessun fylgja gkkur æfinlega.. Hilarius Haraldsson Elísabet Albertsdóttir Haus G. Hilaríusson Sigurjón Iiilaríusson Einar Olgeirsson flytur á yfirstandandi þingi frumvarp um inn- og útflutning á vörum. Frumvarpið er 6 greinar og er efni þess sem hér segir: „Frjálst skal vera að hjóða til sölu og selja út íslenzkar af- urðir með þeim takmörkunum að ríkisstj órninni sé heimilt að setja lágmarksverð á allar út- fluttar vörur og má þá ekki selja þær undir því, og geri ríkisst j órnin heildarsamning við önnur ríki sé henni einnig heimilt að banna frjálsa sölu til sömu ríkja á þeim vöruteg- undum sem samið var um. Séu vörur ekki seldar gegn frjálsum gjaldeyri eða upp í viðskiptasamninga skal heim- ilt að kaupa í staðinn erlendar nauðsynjar án sérstaks leyfis. Skulu vörur þessar verðlagðar venjulegum álagningarreglum og einnig heimilt að setja á þær sama hámarksverð i smásölu og gildir um sömu vörur, keyptar fyrir frjálsan gjald- eyri. Afhenda skal gjaldeyris- eftirlitinu sölu- og kaupreikn- inga alla slíkra vöruskipta, og er því skylt að athuga að eigi sé framinn gjaldeyris])jófnað- ur. Frumvarpinu fylgir löng og ítarleg greinargerð. Segir þar m.a.: „Vöruskortur er orðinn al- mennur í landinu sökum þeirra stjórnarhátta, sem nú ríkja á sviði inn- og útflutnings. öllum ber saman um nauðsyn ])ess að efla útflutninginn og -gera hann sem margbreytileg- astan, til þess að afla sem mestra vara inn í landið. Reynslan hefur sannað, að núverandi fyrirkomulag, að einoka útflutningsverzlunina i, höndum ríkisst j órnarinnar, hefur gefizt illa. Þetta frum- varp stefnir að því að vekja meiri áhuga á útflutningnum og tengja saman hagsmuni þeirra, sem flytja út og flytja inn. Það er óhjákvæmilegt, að þeir, sem flytja vörur inn í landið, verði að gera sér Ijóst, að til þess að hægt sé að flytja vörurnar inn, þurfi þeir eins og aðrir eftir megni að hjálpa til við að flytja sem mest út og afla sem mestra markaða. Jafn framt er nauðsynlegt, að þeir, sem áhættuna hafa af fram- leiðslu til útflutnings, geti, ef þörf gerist, að nokkru leyti tek- ið til sín nokkuð af þeim hagn- aði, sem venjulega hefur verið á innflutningsverzlun hér á landi, þótt hap hafi verið á út- gerð. Með þessu frumvarpi yrðu samkvæmt 4. gr. opnaðir mögu leikar til vöruskipta við þau lönd, sem ríkisstjómin hefur ekki gert sérstaka verzlunar- samninga við. I þeirri hörðu baráttu, sem nú er háð um fisk- markaðina, er þjóðinni nauð- synlegt, að allir kraftar séu notaðir til markaðsöflunar, og það er óvinnandi verk fyrir Is lendinga að vinna í stóram stíl nýja markaði, ef þeir eru fjötr- aðir einokunarböndum fjár- hagsráðs og ríkisstj órnar hér heima. Og einmitt til þess að hagnýta sér einnig þá mögu- leika, sem vöruskiptaverzlun („clearingviðskipti“ og „comp- ensation“) kann að bjóða, er nauðsynlegt að slaka á þeim höftum, sem nú eru“. Síðan eru í greininni taldar upp vissar skorður, sem reisa þarf vegna almenningsheilla jafnhliða þessum aðgerðum og eru þær í höfuðatriðum þessar: 1. Að hindra :gjaldeyrisflótta. 2. Að tryggja hámarksverð á þeirri vöru, sem inn er flutt. 3. Að tryggja það, að fyrst og fremst séu fluttar inn nauð- synja- og menningarvörur, en hannaður óþarfi og lúxus með- an þjóðin hefur ekki efni á að veita sér hann. 4. Að auka áhuga manna á því að finna njrjar afurðir eða vör- ur til að flytja út og efla þann- ig útflutning landsmanna. 0 Togaraverkfallið. Frambald af 1. síðu. 4 smánartilboðiuu og félagar þeirra í sjómannafélaginu munu áreiðanlega ekki láta hafa sig til að samþykkja það. Svívirðileg frammistaða. Þegar litið er á þetta verk- fall verður ljóst, að frammi- staða kratastjórnar Sjómanna- félags Reykjavíkuf í því er hin svívirðilegasta. Hún fer með sjómannafélag- ið út í verkfall á þeim tíma, sem útgerðarauðvaldinu er hagkvæmastur. Hún stöðvaði karfaveiða- samninginn að sj ómönnum sjálfum forspurðum og bann- aði þeim þannig að vinna fyrir sæmileg kjör. Hún var „hlutlaus“ um fyrstu miðlunartillöguna. Nú er hún komin frá „hlut- leysi‘ö yfir á það að mæla með samningatillögum stórútgerð- armanna og skipuleggur verk- fallsbrot gegn sínu eigin félagi. Og fonnaður Sjómannafé- lags Isfirðinga, kratinn Jón H. Guðmundsson, dansar eftir þessari þokkalegu músik, en is- firzkir sjómenn munu áreiðan- lega sjá til þess að hann missi taktinn. Þeir munu við at- kvæðagreiðsluna í dag kolfella smánartilboðið.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.