Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 20
20 Nvtt S. O. S. ,,Caramba, það gctið þið sagt útgerðar- télaginu í Barcelona! hrópaði Tintore. „Ef þið lieykist þá ekki á þ\ í. ()g farið nú til vinnu ykkar!“ Kyndararnir standa í hóp stunclarkorn og ræðast við. „Þetta er satt“, mælti þriðji \élstjóri Ciomez að nafni við Tintore. Síðustu tvo sólarhringana hafa mennirnir unnið án þess að fá nægilega hvíld. Alltaf fjórar stundir vakt og fjórar stundir hvíld. Slíkt þolir enginn kyndari til lengdar. í morgun \'oru énn nokkrar sogdælur stíflaðar. Það stafar af þessum óþverrakolum, sem við erum látnir hafa." „Það mun vera nokkur hliðarhalli :i bakborða. Þér verðið að láta l’æra til kol- in!“ skipar Tintote. „Þá minnkar lekinn. Sprungnu plöturnar korna þá upp úr sjó og þér getið látið setja í nýja hnoðnagla. Hver veit, hvernig veðrið verður þegar \ ið komum til Permambuco!" „Við erum allt of hlaðnir,“ segir annar vélstjóri. „Ski]rið er alit of hlaðið að fram an og aftan, en tómt í miðju. Eg hef enga menn til þess að færa til kolin.“ „Kyndararnir \’erða að flytja kolin úr stjórnborðsboxunum yfir í bakborðshlið, þar sem boxin eru hálftóm,“ skipaði Tin- tore. „Annaðhvort er að hrökkva eða stökkva í orðanna fyllstu merkingu!“ „Elytjið kolin til sjálfir!“ kallar nú einn niannanna, sem enn standa í hóp og bíða átekta að boði beggja vélstjóranna. Andlit þeirra eru afmynduð af heift og hatri. í söniu andrá bættust í hópinn kynd- arar og lemparar, sem voru að koma af vakt. „Þið neitið sem sagt að flytja til kolin?“ hrópaði Tintore. „]á — verkfall!" „A sjó er ekki til neitt, sent heitir verk- fall!“ „Kallið það hvað þið viljið!" æpti lít- ill, svarthærður kyndari. „Það er þó fjandakorni ekki htegt að tetlast til að við \ innum tólf tíma kynd- aravakt og færa svo til kol í þokkabót. Við getum ekki meira. Þetta er ekkert \rerk- fa 11. “ „En uppreisn! Til vinnu tafarlaust!" öskraði annar vélstjóri og dró fram skamm- byssu. En það hefði hann ekki átt að gera. Tintore sá nú að kyndararnir voru farn- ir að lumbra á öðrum vélstjóra. Nú dreg- ur Tintore líka fram marghleypu sína. Og nú hófst ægileg háreysti. Kyndararnir fá liðsauka frá mönnum úr ketilrúminu. A meðan þessu fór fram hafði einn vél- stjóranna lilaupið að símanum og tilkynnt stjórnpallsmönnum: „Uppreisn í vélasalnum!" ,,Takið nú sönsum!" hrópaði Tintore í. öllum hávaðanum. „Skipstjóri mun að öðrum kosti krefjast lögregluaðstoðar frá Brasilíu!" „Hvernig þá?“ Einn kyndaranna hlær háðslega og spýtir á olíumettað gólfið. „Loftskeytastöðin er lokuð! Hún var bara handa fyrsta farrými!“ Tintore veit, að þetta er satt. Loftskeyta- stöðin er óvirk síðan „Uruguay“ var gert að flutninga- og útflytjendaskipi. Auk þess dró stöðin aldrei lengra en 50 sjó- mílur. Það átti að endurbæta ítölsku Mar- conitækin svo langdrægi þeirra yrði 100 sjómílur. En svo var hætt við það. Hurtado kemur nú úr brúnni við fimmta mann, þeir eru vopnaðir skamm- byssum. „Ekki skjóta!“ hrópaði Tintore til koniu manna. „Eg þarf síðar á hverjum kyndara að halda. F.g kem sjálfur vitinu fyrir þá.“

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.