Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 33

Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 33
Nýtt S. O. S. 35 Hinzta ferð Lusitaniu. Framhald. Fátt var líkt með þremenningunum-, bæði um útlit og starí: Frohman, lágvax- inn, hokinn og minnti á frosk, klæddist jafnan í dökk, tvíhneppt föt með stífum llibba og dökkan flókahatt. Vanderbilt. hár, fimlegur, svipur lians bar vott uní sjálfstraust, sem oft nálgaðist fyrirlitningu. Hann var með dropótt, kaðalhnýtt liáls- bindi, með tweed-húfu, í einhnepptum grábrúnum fötum. Hann skartaði með bleikri rós í hnappagatinu. Turner, lág- vaxinn og samanrekinn, gullbrydding var á húfuskyggninu og fjórar gullrendur á ermunum. Hann var dæmigerður enskur sjómaður, en það hafði hann verið alla sína ævi, utan átta ár, hann var 59 ára. Þegar Vanderbilt var spurður um kaf- bátahættuna, svaraði hann háðslega: Hví skyldum við óttast þýzka kafbáta? Við gétum flogið fram úr hvaða kafbáti sem er af þeim, er nú fljóta.“ Þá spurði fréttainaður nokkur hann að því, hvort hann liéldi, að sama lánið hvíldi yfir honum nú og þegar hann afturkallaði farmiðapöntun sína með Titanic kvöldið áður en skipið skyldi leggja upp í fyrstu — og- síðustu — för sína fyrir þrem árum. Vanderbilt brosti dauflega. „Heldur þú,“ sagði Turner skiphera, og lagði hönd sína á öxl Vanderbilts, .,að allt þetta fólk keypti farseðla með Lusi- taniu, ef það teldi, að þýzkur kafbátur gæti elt skipið uppi? Þetta er ein skemmti legasta vitleysan, sem ég hef heyrt í mörg ár, þetta hjal um tundurskeytin." Að svo mæltu segir sagan, að hann og íþróttaleikmill jónerinn liafi rekið upp skellihlátur. „Þýzkaland getur sent allan kafbátafloui sinn á okkar slóðir,“ þusaði Turner við fréttamenina, „og við munum snúa þá af okkur. Eg hef aldrei heyrt getið um kaf- bát, sem færi 27 mílur. Við getum það, og við munum fúslega sýna þeim það, þegar tækifærið gefst.“ Hann minntist Jress, er hann var skip- herra á Tansylvania í vetur og tókst að sigla brott frá kafbátum inn á höfnina í Queenstown. Þegar einn fréttamannanna spurðist fyrir um Jrað, hvort hann mundi draga upp fána Bandaríkjanna til að blekkja kafbátana. svaraði hann engu. Þessu bragði hafði verið beitt fyrir skömmu síðan á Lusitaniu, Jregar hinn ljúfmannlegi „Paddy“ Dow, sem nú var sjúkur, og Turner leysti hann af þessa ferð, stóð við stjórnvölinn. Frá Hvíta húsinu bárust mótmæli gegn Jressu. Því var af suinum aðilum haldið frarn, að einhverjir taugaveiklaðir Bandaríkjamenn hefðu kom ið með þessa uppástungu. Turner, skipherra hjá Cunnard og ann- ar æðsti ski|3herrann í öllum hinum tígu-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.