Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 34

Nýtt S.O.S. - 01.04.1957, Blaðsíða 34
Nýtt S. (). S. lega Hota, hafði verið valinn til að fara með hin nýju skip félagsins í fyrstn för þeirra. Lusitania, þetta íburðarmikla, stór- fenglega risaskip þurfti að temjast undir traustri stjórn Turners á fyrstu ferðum sínum á árunum 1908 og 1909. Hann tamdi skipið og hafði vald á hinni miklu orku þess. Hann gerði það að lnað- skreiðasta skipi á Atlantshafi — þangað til hann steig á stjórnpall á Mauretaniu 1910 og hratt sínu eigin meti. Hann stóð á hátindi vegs síns og tignar, er hann stýrði Aquitaniu í fyrstu törinni á síðasta ári. Þegar Frohman var bent á það, að F.llen Terry færi til Bretlands þennan sama morgun á bandarísku skipi, — Neiu York — lét hann þess getið, að önnur leikkona, Rita Jolivet, væri með Lusitaniu. Ungfrú Jolivet hafði nýlega lokið leik sínum í að- alhlutverki í leikritinu Svona er það að vera kona, en áður hafði hún vakið mikla athygli fyrir leik sinn í Kismet með Otis Skinner undanfarin fjögur ár. Viðtalinu var lokið, er Frolnnan haltr- aði yfir að borðstokknum og hvíldi þungt á stafnum sínum. Hann var mjög þreytu- legur, miklu þreytulegri en aldur hans, 52 ár, gaf til kynna, kannske var hann of þreyttur til að segja fréttamönnum, að EÍlen Terry hefði pantað far með Lusi- laniu, en vinir hennar hefðu eggjað hana á að afturkalla það. Danshópur Isidora Duncans fór að dæmi hennar og var nú einnig um borð í Neiu York. Margir far- þeganna tóku eftir því, að F'rohman stóð við borðstokkinn næstum fýldur á svip allt fram til þeirrar stundar, er landfestar \uru leystar. Frammi á bryggjunni voru kvikmynda- mennirnir að taka kvikmyndir svo hundr- uðum feta skipti. Sumir kvikmyndamann- anna þóttust helduv en ekki fyndnir, ekki síður en Ijósmyndahákarnir- er þeir sögðu við þá, sem til þeirra heyrðu: „Við ætl- um að kalla þessa mynd „Síðustu ferð Lusitaniu.““ Þeir náðu.myndum af Plamondon-hjón- nnum, er þatt stigu út úr leigubílnum, og þeir notuðu lengri filmur en þeir höfðu ætlað vegna þess, hve illa herra Plamon- don gekk að finna rétta smámynt handa bílstjóranum. Blómskrýddi stráhatturinn fór frú Plamondon mætavel, og Am, hinn ungi, var ákaflega unglegur í fallega yfir- frakkanum sínum. Hann var berhöfðaður. Plamondon hinn eldri \ar kominn upp á landgöngubrúná, er sendisveinn færði honum símskeyti. Hann hélt, að það væru einhver \er/l unarboð, sem fyrirtæki hans vildi senda honum áður en hann færi, þar til hann opnaði það. Hann gretti sig og rétti syni sínum það. Furðulegasta símskeyti, sem þeir höfðu lesið, undirskriftin var ,Morte“, og það varaði foreldra Am við því að lara, ef þeim væri annt um líf sitt. Þau voru að ræða ttm það með sér, hvort þau ættu að hætta við ferðina. þegar einn af vinum þeirra, David Forgan, aðalbankastjóri First National-bankans kom um borð til að kxeðja þau. Forgan las skeytið, klóraði sér í höfðinu og ræddi málið við Plamon- don-hjónin. Loks yppti hann öxlum. „Það er einhver spjátrungur, sem hefur gert jtetta, Charlie,“ sagði Forgan loksins. „Láttu það sem vind um eyrun þjóta.“ Plamondon-hjónin gengu til klefa síns, og drengurinn hélt áfram að leita uppi fleiri viðtakendur símskeyta, sem sum voru undirrituð ,Morte,“ önnur „John Smith" eða öðrum álfka algengum nöfn- um. Vanderbilt lékk eitt skeytið, sem var á þessa leið:

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.