Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 3

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 3
Hættuför um háloftin. Gerd Grundler fréttaritari heimsótti vin sinn, Anton Rammes, á flugvellinum. Þeir sátu í kránni og drukku kaffi. „Hvað starfar þú eiginlega hér?“ spurði fréttaritarinn. „Við fljúgum ltáflug". „Og hvaða flugvélar notið þið?“ „Svifflugur“. „Nú er ég ekki með á nótunum," mælti fréttaritarinn. „Eg veit sem sé ekki betur, en vélflugur séu ávallt notaðar t ið hálofts- flug.“ „Við getum alveg eins notað hvassaii, hlýjan sunnanvindinn,“ svaraði flugmað- urinn. „Eg held, þú sért að draga dár að mér.“ „Nei, alls ekki.“ „Skýrðu þá fyrir mér, hvað þú meinar." Anton Rammes tottaði vindlinginn sinn og þagði. Það var sem hann hefði ekki lieyrt beiðni vinar síns. Loks drap hann vindlingsöskunni í bakkann og hall- aði sér fram á borðsendann. Andlit hans var hrukkótt, varirnar þunnar og augun glampandi. Andlit svifflugmanns, manns, er liafði gefið sig háloftunum á vald, — renndi sér óraleiðir á hljóðlausum vængj- um, án dráttarafls loftskrúfunnar, steig eða féll með loftstraumunum, sem enginn sá, en réðu Jdó yfir miklu afli. „Sem Jiér þóknast," mælti Rammes loks, „en hlustaðu nú vel á! Þú þekkir eigin- leika fljótandi vatns, sem myndar gára undir yfirborðinu, ef það verður fyrir hindrun." »Já - og?“ „Alveg á sama hátt tekur loftið viðbragð. Núna til dæmis í sunnanáttinni leita sterk- ir loftstraumar lóðrétt niður á fjallakamb- ana, eins og núna hérna í ölpunum, þeir þéttast og hitna. Svo þenjast þeir út, streyma upp með miklum krafti, langt upp fyrir efstu fjallatoppa. Þá verða til öldumyndaðir loftstraumar, sem reyndur svifflugmaður getur notfært sér til þess að komast upp í tíu þúsund metra hæð eða meira.“ „En þetta er þó ekki hægt alveg án vél- ar. Sviffluga er þó ekki fislétt." „Jú, þetta er staðreynd og í krafti þeirr- ar staðreyndar erum við staddir hér sam- an í dag.“ „Og hvernig má þetta ske?“ spurði fréttaritarinn, sem var enn talsvert van- trúaður. „Nákvæmlega eins og ég sagði Jtér áð- an. Við látum draga okkur upp í 4000 m. hæð, sleppum þá og reynum að komast hærra og hærra fyrir atbeina uppstreym- isins." ..Og Jtið getið Joetta á venjulegum svif- flugum?"

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.