Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 4

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 4
4 Nýtt S. O. S. Anton Rammes brosir. „Að vísu ekki. Til þessa þarf ýmiskonar sérútbúnað. Til dæmis verðum við að liafa súrel'nistæki, því eftir að komið er upp í 4500 metra hæð verður loftið svo þunnt, að hverjum manni væri bani bú- inn liefði hann ekki súrefni með sér.“ „Merkilegt," mælti fréttaritarinn og starði fram fyrir sig. „Mjög merkilegt." Loks lyfti hann liöfði og spurði: „Og hver flýgur?“ Rammes bendir á flugvöllinn: „Félagar mínir og ég.“ „Hvaða tegund notið þið?“ „Kranich.“ „Tveggja manna, er ekki svo?“ „Jú. — En livers vegna spyrðu að því?“ „Þú veizt, að ég er í fríi,“ mælti frétta- ritarinn hikandi. „Mundir þú kannske vera til í að taka mig með þér næst, er röðin kemur að þér að fljúga?" Vinur lians hristi höfuðið. „Það er ekki hægt, Gert.“ „Og hví ekki?“ Fréttaritarar eru manna þrálátastir. „Það er ekki hægt,“ endurtók Anton Rammes. „Þetta er enginn leikur, engin. skemmtun. Við gerum vísindalegar athug- anir í þessu háflugi.“ „Ekki efa ég það, Anton,“ svaraði frétta- ritarinn. „Eg ætla lieldur ekki að hindfa þig í því starfi. Mig langar bara að vera með.“ „Ertu vanur að fljúga?“ „Já, ég hef oft flogið.“ „Með stórum farþegaflugvélum, sem haggast ekki í loftinu. En svifflug e nokkuð annað. Þá er ýmist þotið upp eða fallið niður úr öllu valdi og hliðarsveifl- ur stórar. Eg þori að veðja, að maginn í þér verður kominn upp í háls eftir tíu mínútur." „Eg tek veðmálinu," greip fréttaritar- inn fram í ákafur. „Þú ættir heldur að láta það vera.“ „Nei, ég vil í'ara með. Þú'gerir þetta, Antön!“ „Eg get ekki tekið ákvörðun um það.“ „F.n hver þá?“ „Fyrirliðinn okkar, Behrend flugkenn- ari.“ „Talaðu þá við hann!“ „Það er þýðingarlaust." „Hvers vegna?" „Eg veit, að hann fellst ekki á þetta." „Talaðu saint við liann.“ Anton Rammes ypptir öxlum. Hann vill gjarnan gera vini sínum greiða, en telur lráleitt að þetta verði leyft. „Segðu flugkennaranum, að ég sé blaða- maður og reiðubúinn að skrifa grein um flugið og starfið hér, ef hann óskar þess. Þú veizt, að ég er ekki alveg óþekktur í blaðaheiminum.“ „Jæja, ef þú endilega vilt, þá skal ég reyna þetta.“ Næsta dag er hvass, hlýr sunnanvindur. Febrúarsólin var heit eins og í maí og himininn blár. Úr suðri blés þeyvindur yfir fjöllunum, snæviþöktum og ægiháum. Gert Grundler stóð hjá svartmáluðum skrokk Kranich-svifflugu með leyfi upp á vasann um að mega taka þátt í hálofts- flugi á eigin ábyrgð. Hann var klæddur flugmannssamfestingi utan yfir ígangs- klæði sín. Hann var í skinnfóðruðum leð- urstígvélum og með hlýja vettlinga á hönd- um. Hann svitnaði, og við hverja hreyl- ingu slóst fallhlífin við bakhluta hans. „En sú vitleysa," tautaði hann. „Þetta er eins og maður sé að leggja upp í Norð- urpólsflug." „En þú munt hrósa happi." sagði

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.