Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 9

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 9
-----Nýtt S. O. S. <) Þá var eins og stormurinn kæmi úr öll- um áttum. Vélin kastaðist til og frá, hrist- ist og skókst. Anton Rammes varð að nota hendur og fætur viðstöðulaust. Svitinn brauzt út á enni hans þrátt fyrir kuldann. Það var engu líkara en svifflugan velktist í æðisgengnu iðukasti og stormurinn mundi tæta liana í sundur þegar minnst varði. Anton Rammes sá ekki betur en skýjaflókarnir bókstaflega hringsnérust í loftinu. Hvirfilvindur, hugsaði hann, bara að hann brjóti nú ekki sviffluguna. Hann fann magann í sér hristast, og iiann fann ti! þrýstings bak r ið augun, eins og þau ætluðu út úr honum. Honum varð litið á vin sinn, jrar sem hann sat fyrir framan hann, þar sem hánn Jirýsti báðum handleggjum út frá sér að skrokk svifflugunnar, höfuðið kastaðist fram og aftur. Aumingja karlinn, hugsaði liann, þetta er heldur inikið af því góða í fyrsta svifflugi. Anton Rammes var ljóst, að nú var um lífið að tefla. Æðandi stormurinn snéri flugunni eins og skopparakringlu í loft,- inu. Anton Rammes var örviinaður, itann var hræddur, en hann gafst ekki upp. Var- ir hans voru afskræmdar undir grímunni. Hann stundi og andaði ótt og títt. Aug- un ætluðu út úr höfði lians og þau voru rauðþrútin. Svitinn spratt út um hann allan. Hann hreyfði stýrin með rykkjum. Og sjá: Allt í einu lét „Kranich" að stjórn. Hann rétti sig hægt og hægt, ólgandi ský- in svifu fyrir neðan þá, böðuð í sólskini. Anton Rammes verkjaði í skrokkinn eins og stormurinn hefði næstum brotið í honum hvert bein og hann sat saman- hnipraður í sætinu. Ósjálfrátt kom hann svifflugunni í lárétta stöðu. Þá leit hann á hæðarmælinn: 11.500 metrar! Og enn hækkaði „Kranich" um tíu metra. Flugmaðurinn varð glaður. Þeir mundu ná glæsilegu meti! Þá varð honum litið á vin sinn. Fréttamaðurinn . sat samanhnipraður í sæti sínu og hreyfði hvorki legg né lið. Óttinn smaug flugmanninum í merg og bein. „Gerl!“ hrópaði hann. Höfuð fréttamannsins dinglaði mátt- vana á bolnum. „Gert!“ hrópaði flugmaðurinn aftur. Loks hreyfði fréttamaðurinn handlegg- ina. Hann tók Höndunum um höfuðið og hreyfði þær ekki þaðan. En þegar Anton Rammes sparkaði lauslega í sæti vinar síns, lyfti' fréttamaðurinn höfðinu og leit aftur fyrir sig. „Gert! Hvað gengur að þér?“ kallaði Anton Rammes. Fréttaritarinn leit þegjandi á flugmann- inn. Andlit lians var öskugrátt. Þá opn- aði hann munninn og sagði: „Maður?“ Annað sagði hann ekki. En i þessu eina orði fólst mikill ótti. „Allt í lagi,“ sagði Anton Rammes, „fimm hundruð metrar enn.“ Fréttamaðurinn kinkaði kolli þegjandi. „Þetta var ofviðri, eins og svo oft á sér stað í þessari hæð,“ skýrði Anton Rainmes vini sínum frá, „en nú erum við komnir upp fyrir illveðursbeltið." „En að fljúga niður?“ spurði fréttamað- urinn. „Við fljúgum utan við óveðurssvæðið.“ Fréttamaðurinn kinkaði kolli tií sam- þykkis. „Taktu eftir! “ kallaði flugmaðurinn. „Tólf þúsund metrar! Við höfum náð 12000 metrum! Húrra! Það tókst!" Hæðarmælirinn steig enn. Er þeir höfðu náð 12.100 metra hæð sveigði flugmaðurinn sviffluguna í stóran boga til vinstri.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.