Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 14

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 14
14 Nýtt S. O. S. máls: „Við verðum að hugsa okkur fyrir næturstað, Gert.“ „Hvar þá? Ég sé ekkert gistihús," sagði Gert í spaugi. „Við verðum víst að vera í flakinu; hvor í sínu sæti.“ „Nei, nú þakka ég fyrir." „Jæja, þá reynum við að byggja okkur snjóhús eins og Eskimóar." „Hvar jaá?“ „Þarna við hamravegginn. Þá spörum við okkur að lilaða einn vegginn." „Þá byrjum við,“ sagði fréttaritarinn, reis upp í sæti sínu og stökk út í snjóinn. Þeir skálmuðu þungum skrefum í snjón- um.. „Ég vildi ekki þurfa að ganga tíu kíló- metra í þessari færð,“ stundi fréttamaður- inn út úr sér. Loks konni þeir á þann stað, er þeir töldu iieppilegast að reisa snjóhúsið. Þeir veltu fyrst lítilli snjókúlu og létu hana lilaða á sig. Svo hlóðu þeir upp veggina. „Það var þó heppni, að snjórinn er blautur," mælti fréttaritarinn. „Við hefð- um ekki getað gert okkur skýli úr lausa- snjó.“ I.oks, er sólin var löngu horfin bak við fjallgarðinn í vestri, og svalur vindurinn blés.yfir hásléttuna, tóku þeir sér hvíld. Anton Rammes rétti sig upp hægt og þunglamalega. „Æ, bakið á mér,“ stundi hann og liélt um mjöðmina. Gert kinkaði kolli. „Þetta er nú meiri dagurinn. Ef einhver hefði sagt mér þetta fyrirfram í morgun!“ „En nú er gott að hafa snjóhúsið í nótt,“ svaraði' Anton Rammes. „Við ættum að fara inn og skoða íbúðina!" „Mjiig vistlegt," mælti Gert háðslega. „Svona álíka og Grand Hótel!“ „Það ætti að vera nógu gott eina nótt. „Þú munt komast að raun um, að það verður ekki kalt í snjókofa." Þeir sátu þegjandi í snjóhúsinu og reyktu. Rökkrið færðist yfir og loks sátu þeir í niðamyrkri, þar sem ekki lýsti ann- að en vindlingaglóðin. Þá spurði Anton Rammes: „Ættum við nú ekki að fara að flakinu og skjóta rak- ettunum?" „Jú,“ sagði fréttamaðurinn. Þeir stóðu á fætur og skreiddust út. Það marraði í snjónum undir fótum þeirra. Fölum bjarma sló á snjéibreiðuna. Að baki þcirra reis klettaveggurinn, dimmur og ógnandi og samsamaðist myrkri kvöldsins. „Það er að kólna,“ mælti Anton Ramm- es. Gert, sem gekk að' baki hans, kinkaði kolli til samþykkis. „F.n vindinn hefur lægt,“ bætti hann við. „Það er komin lrostskel á snjóinn,“ sagði Rammes. Nú birti allt í einu. Mennirnir litn undrandi hvor á annan. Tunglið hafði komið upp lyrir klettabrúnina og tindr- aði gulbleikt á himinhvelfingunni. Tunglsbirtan varpaði dökkum skuggum þeirra félaga á snjóinn. Þá dró ský fyrir tunglið og livarf þá snögglega bjarminn á snjóbreiðunni. Hásléttan varð dimmari og draugalegri en áður. „Það mun vera mál til komið að kveikja í kotinu," mælti nú fréttamaðurinn í veikri tilraun til spaugs. Myrkrið, kyrrðin, sem ekki var rofin af öðru en vindhljóð- inu og þrammi þeirra félaganna, vakti honum nokkrum óluig. „Það verður bráðum gert,“ svaraði Ant- on Rannnes, er teygði sig inn í flugvélar- flakið óg náði í rakettubyssuna.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.