Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 20
20 Nýtt S. O. S. „Hvað er nú?“ endurtók Gert. „Ég lieyrði eitthvað," svaraði flugmað- urinn, „það líktist einhverskonar vélar- hljóði.“ „Flugvél?“ spurði Gert, fullur eftirvænt- ingar. „Það veit ég ekki!“ En allt í einu veif- aði hann handleggjunum í ákafa. „Þarna!“ lirópaði hann. „Flugvél! Flug- vél!“ I raun og veru var það svo, að leitar- flugvél var þarna á ferð. Hún flaug hægt, kring urn hvern fjallatindinn af öðruni og hvaff jafnan skjótt bak við kletta eða fjallatoppa. „Við verðurn að láta vita af okkur!" kallaði' Anton Rammes. Hann horfði kring um sig æstur á svip. Hann reif af sér rauða hálsklútinn sinn og sveiflaði hon- um hátt á loft. En flugmaðurinn virtist ekki taka eftir merkinu. Hann flaug enn í hringi í nokkurri fjarlægð og hélt svo á brott. „Hann sér okkur ekki!“ hrópaði Gert örvilnaður. „Ef við bara hefðum enn eina rakettu!“ Þá liætti Anton Rammes allt í einu að veifa. „Við verðum að kveikja í svifflugunni okkar!“ lnópaði hann. „Fljótt nú! Út úr vélinni!" F.n Gert virtist ekki skilja hvað hann átti við. Þá greip Anton í heilbrigða hand- legginn á fréttaritaranum og dró hann út úr flakinu. „Út með þig! Áfram, áfram!“ Röddin brast af ákafanum. Gert fréttaritari dróst út úr flakinu ær- ið þungur á sér. Anton tók kveikjarann upp úr buxnavasanum. Gert var ekki al- veg kominn úr flákinu, er flugmaðurinn beygði sig niður í stjórnklefann og snéri hjólinu á kveikjaranum. Neisti kom og slokknaði um leið. Enn fór allt á sömu leið. Flugmaðurinn reyndi í þriðja skipt- ið, mjög taugaóstyrkur. Enn fór allt á sömu leið og sama hið fjórða sinn. Kveikj- arinn var óvirkur. Anton Rammes rétti úr sér, kastaði kveikjaranum í snjóinn, bálreiður. ..Hann kveikir ekki!“ hrópaði hann. „Átt þú eldspýtur?" kallaði hann til fréttaritarans. En hann gerði ekki annað en hrista höfuðið. „Sérðu flugvélina, eða er hún kannske alveg liorfin?“ spurði Anton Rammes. „Hún er bak við fjallstindinn jiarna hinum megin,“ svaraði Gert. „Hún hlýtur að koma bráðum í sjónmál aftur.“ „Við verðum að kveikja í vélinni okk- ar!“ hrópaði Anton Rammes að riýju. „Annars sjá þeir okkur ekki.“ „Þarna kemur hún aftur!“ kallaði frétta- ritarinn, og benti á flugvélina, er kom nær. „Guði sé lof!“ sagði Anton Rammes. Hann reyndi að hneppa frá sér samfest- ingnum. Fingur hans voru kaldir og titr- uðu af æsingi. Loks tókst honum að opna samfestinginn. Hann fór með hendina of- an í buxnavasann, rótaði í þeim í leit að eldspýtum, en samt hafði hann ekki aug- un af flugvélinni sem virtist heldur nálg- ast slysstaðinn. Og nú fann liann eldfærin. Svo beygði hann sig niður í búk svif- llugunnar og strauk yfir brenniflötinn, titrandi fingrum. Hann ýtti of fast á brenniflötinn og eldspýtan brotnaði. Hann hellti úr eldstokknum í lófa sinn, lagði svo saman um átta eldspýtur og kveikti. Það kom hvæsandi, bjartur logi. Hann lagði lófann fyrir ljósið til að verja snöggum vindhviðum. Svo kveikti liann í

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.