Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 24

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 24
24 Ný.tt S. O. S. „Nú verður ekki frekar reynt að sækja okkur í dag," mælti Anton Rammes. „Hvernig veizt þú það?" spurði Gert fréttamaður, sem var nú svo glaður, að Iiann hafði næstum gleymt sársaukanum. „Af því að eftir klukkustund, í síðasta lagi, skellur myrkrið á." „Þá verðum við að gista hér aðra nótt tilt" „Já, hvort sem okkur líkar betur eða ver." „Hvernig heldur þú að hægt verði að koma okkur niður úr fjöllunum?" „Ég hef hugsað það mál, en ekki kom- izt að niðurstöðu," viðurkenndi flugmað- urinn, „venjúleg flugvél getur ekki lent hér, ekki heldur á skíðum." „Þá koma þeir okkur á óvart með sín góðu úrræði. — Hvenær heldur þú, að þeir komi?" „Áreiðanlega á morgun. Ef til vill um morguninn, eða um hádegi. Það veltur á því, með. hvaða hætti þeir ætla að bjarga okkur." Þeir sátu lengi í kofanum, reyktu, spjöll- uðu saman og hugsuðu með óþreyju til komandi dags. Loks varð fréttamaðurinn tregari til umræðna. „Ertu þreyttur?" spurði Anton Rammes. „Já, með öðru." „Hvað er það annað?" „Þrautir." „Reyndu að sofa." „Bara að það sé hægt." Gert lagði sig á bakið og lokaði augunum. Að stuttri stund liðinni slökkti Anton á kertinu og sat áfram í myrkrinu. Hann sá út á sléttuna gegnum kofadyrnar. Fölum bjarma sló á snjóbreiðuna og enn mátti sjá glæðurnar í brennandi svifflugunni. Næsta morgun voru þeir félagar árla á fótum. Anton Rammes var vongóður 'og léttur í skapi, en fréttamaðurinn leit sljó- um augum á umhverfið. Andlit hans var eldrautt, hitagijái í augunum og hann kvartaði um mikla verki í handleggnum. „Þess verður ekki langt að bíða að þeir komi," mælti Anton, „og þá förum við beinustu leið á sjúkrahús." „Verst, að það skyldi þurfa að vera hægri handleggurinn," sagði Gert giott- andi. „Nú get ég ekkert skrifað fyrst um sinn." „Það skiptir varla mestu máli nú," svar- aði Anton Rammes. Hann ætlaði að segja eitthvað meira, en þá heyrði hann sér- kennilegt marrhljóð. Honum varð litið á klettabeltið, sem skagaði lóðrétt upp úr hásléttunni, og hann sá snjóflygsu steypast niður af brúninni og dreifast eins og duft niður með klettabeltinu. „Hana nú," mælti hann. „Það á þó von- andi ekki eftir að falla snjóflóð á okkur eftir allt saman." Hann horfði upp stundarkorn, en nú var fullkomin kyrrð komin á. Morgun- sólin skein á klettabeltið, en á brún þess hrannaðist þykkt snjólag. Enn heyrðist hljóð í lofti, nú dimmara, sterkara, og fór óðum hækkandi. Rammes hlustaði með gerhygli. „Flugvél!" hrópaði hann. „Þeir koma!" Vélarhljóðið varð hærra og hærra og tiugvélin kom í sjónmál og nálgaðist óð- fluga. „Það eru þeir!" kallaði Anton Rammes og veifaði báðum höndum. H 46 þaut yfir hásléttuna og beygði svo snöggt upp á við. En nú sáu þeir félagar, að önnur flugvél fylgdi á eftir. „Kopti!" hrópaði Anton Rammes í hrifningu. „Húrra, þeir koma með kopta!" Koptinn staðnæmdist nú yfir fannbreið-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.