Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 27

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 27
Nýtt S. O. S. „En _eitthvað verðum við að taka til bragðs." „Við verðum að bíða unz félagar okkar koma að sækja okkur." „Heldur þú, að félagar þínir komi í dag að sækja okkur?" „Surely", svaraði liann. „Vissulega. Þýzki flugmaðurinn, sem vísaði mér hing- að, hefur áreiðanlega athugað slysstaðinn og hefur fyrir löngu farið að ná í hjálp." Bandaríkjamaðurinn hafði gizkað rétt á. Behrend flugkennari hafði flogið í iiringi yfir hásléttunni, er koptinn tók að lækka flugið. Hann sá, að koptinn fór hægt níður, staðnæmdist, fór til hliðar og svo lengra niður. Og hann sá snjóflóðið ná koptanum, steypast yfir hann og færa liann í kaf. Hann flaug þá eins lágt og unnt var og sá, að koptinn var hálfur í kafi í snjó og ófær til flugs. Hann tók þeg- ar í stað stefnu á bandaríska flugvöllinn og lenti þar. Eins og í fyrra skiptið kom nú jeppi og í honum bandarískir hermenn. „What’s the matter?" kallaði bílstjór- inn. „Hvað hefur kornið fyrir? Hvar er félagi okkar?" „Grafinn undir snjóflóði," kallaði Belir- end. „Fylgið mér hið skjótasta á fund Dustcall’s liðsforingja." „Okay," sagði Bandaríkjamaðurinn. Dustcall liðsforingi reis á fætur, er Þjóð- verjinn kom inn. „Komnir til baka svona fljótt?" Hann brosti. „Hefur allt gengið að óskum?" Behrend flugkennari var í mjög æstu skapi: „Nei. Koptinn yðar grófst undir snjóflóði." Liðsforinginn stirðnaði upp af undrun og skelfingu. „Varð hann fyrir snjóflóði?" „Já, einmitt þegar liann var að lenda. Flóðið steyptist niður af klettabelti og kastaði koptanum niður." „Og flugmaðurinn?" „Eg veit ekki um afdrif hans." „Er koptinn flugfær?" „Eg lield ekki." Augu liðsforingjans leiftruðu og hann var ákveðinn á svipinn. „Við verðum að senda annan kopta tafarlaust. Eg mun þegar í stað annast allan nauðsynlegan undirbúning." „Eg ætlaði líka að fara fram á það við við yður. \bð verðum að sækja piltana fyrir kvöldið." Liðsforinginn hafði gripið símann og gefið sínar skipanir. „Annar kopti verður tekinn úr flugskýl- inu og allt undirbúið fyrir flugferðina." „Eg þakka yður mikillega," svaraði flug- kennarinn. Liðsforinginn bandaði frá sér með hendinni. „Þetta er sjálfsagt og óþarfi að þakka." Þeir félagar uppi á fannbreiðunni biðu þolinmóðir eftir björgunarleiðangrinum. Þeir fóru inn í koptann og höfðu þar dá- lítið skjól fyrir vestan kuldanum. Þeir sátu þar þegjandi langa stund. Banda- ríkjamaðurinn og Anton Rammes reyktu. Frétaritarinn starði fram fyrir sig. Ant- on Rammes hafði ekki af honum áugun langa Iuíð. Þá vék hann sér að Bandaríkja manninum: „Hvernig heldur þú, að þeir reyni að ná okkur héðan?" Hann saug nokkur reykjajrdrög. „Með öðrum kopta, geri ég ráð fyrir." „Hversu marga hafið þið, auk þessa, sem hér liggur?" „Aðeins einn." „Af sönni gerð."

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.