Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 29

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 29
Nýtt S. O. S. 29 hnitaði hringa yfir staðnum, þar sem kopt- inn átti að lenda. „Af stað!“ hrópaði Anton Rammes. „Nú verðum við að benda koptanum á réttan stað.“ Þeir flýttu sér eins og fætur toguðu þangað, sem þeir töldu öruggt, að kopt- inn væri ekki í hættu. Þeir æptu og bentu flugmanninum, að setjast þar sem þeir næmu staðar. „Hingað! Hingað!" öskraði'Rammes. „Conie on! Come 011!" hrópaði Banda- ríkjamaðurinn. Þeir sáu, að flugmaðurinn hafði veitt þeim athygii og veifaði til þeirra. Þó lenti hann, en ekki þar sem flugmennirnir voru, heldur þar, sem búast mátti við skriðunni er minnst varði. Flugmennirnir hrópuðu og böðuðu út öllum ön^um til að vara flugmanninn á koptanum við hættunni. F.n hann hafði sýnilega misskilið hátterni þeirra félaga og tekið það sem gieðióp vegna björgunar Jreirra. „Hann skilur okkur ekki,“ sagði Banda ríkjamaðurinn. Anton Rammes sá nú, að viðleitni lians var árangurslai;s. „Bara að allt gangi nú vel,“ varð honum að orði. Nú var koptinn lentur snjónum og þeir félagar skunduðu þangað eins skjótt og kostur var. „Halló!“ kallaði flugmaðurinn. „Þá er ég kominn aftur“. „Fljótt, fljótt!“ kallaði Anton Rammes, „snjóhengjan á klettabrúninni beint yfir okkur getur steypzt yfir koptann þegar minnst varir.“ Flugmanninum varð litið upp, og í sömu andrá sá hann hvar allstórt snjó- stykki féll úr hengjunni. Anton Rammes flýtti sér inn í koptann og iagðist niður bak við sætin. Bandaríkja- maðurinn kom á hæla honum og settist í sætið við hlið flugmannsins. „Af stað!“ skipaði Anton Rammes. Flugmaðurinn setti hreyfilinn á fulla ferð. Koptinn lyfti sér hægt upp frá fönn- inni og þokaðist upp á við. Rammes og Bandaríkjamaðurinn höfðu ekki augun af snjóhengjunni. Stór stykki féllu niður fyrir klettavegginn öðru hvoru. Og svo kom snjóflóðið. Ekki ólíklegt, að loft- þrýstingurinn frá drynjandi hreyflinum hafi komið Jiví af stað. Flóðið geystist fram í breiðum flaumi og steyptist frarn af h.amrabrúninni eins og voldugur foss. „Skriðan kemur!“ hrópaði Rammes. Koptinn tók þá lárétta stefnu undan flóðinu. Skrúfan snérist á fullu, koptinn titraði undan átökunum og snjóflóðið

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.