Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 7

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 7
„Eg sé ekkert dufl!“ ,,1’að er á stjórnborða!" ,,[ú, nú sé ég það.“ Skipstjórinn lagði frá sér sjónaukann og leit alvarlega til stýrimannsins. „Er þetta ekki símadufl? Hér eru engin fiskinet." Xokkrum mínútum síðar glymur vélsím inn. Srúfan tekur aftur á liak með boðaföllum. „Hafið bakborðsbátinn tilbúinn!" skip- ar skipstjórinn. Nokkur tími líður unz báturinn flýtur á sjónum. Loftskeytamaðurinn hleypur í bátinn, ásamt tveimur hásetum . Það eru aðeins nokkur áratog að dufl- inu. Þeir krækja í það nieð bátshakanum. Duflið er rautt, en á það er Ietrað hvít- um stöfum hringinn í kring: THETIS. „Fari það nú norður og niður," tautar loftskeytamaðurinn. „Duflið er þ'ráð- laust." í dufliun miðju er læst hólf. Loftskeyta- tnaðurinn opnar það. Hér ætti að réttu lagi að tengja við símaþráð dráttarbátsins. -----------------------Nýtt S. O. S. 7 en nú er það þýðingarlaust. í duflinu er bréfmiði. f „Fregnmiði," segir loftskeytamaðurinn Svo róa þeir bátnum aftur að „Grebe- cock". „Hvað er um að vera?“ hrópar skipstjór- inn ofan úr brúnni. Loftskeytamaðurinn réttir honum bina skriflegu tilkynningu. Skipstjórinn bleypur inn í kortahúsið. Þar var þá staddur Mr. Coltrat, fulltrúi skipasmíðastöðvarinnar, er var með í för- inni. ..Sjt>r streymir inn í kafbátinn að fram- an. Dælur óvirkar. Símaþráðurinn ekki tengdur við duflið. Sendið út S O S!“ . Stjóriiemhir Fimmtii kafbátadeildar: Oram yfir- foringi. Holus kafbátsforingi A Thctisí4. Loftskeytamaðurinn ætlar að hlaupa inn í kortahúsið, þar sem radiosíminn er og senda út tilkynningu um slysið. „Stop, my boy!“ kallar fulltrúinn á eft- ir honum. „Oram yfirforingi hefur ekkert vald til að skipa okkur fyrir verkum. Við erum ekki háðir Royal Navy (sjóhernum." Skipstjórinn á „Grebecock" gat nú ekki orða bundizt. „Thetis er skip, sem getur hent óbapp öldungis eins og önnur skip, Sir. Og það er skip í nauðum. Hvert það skip, sein berst neyðarkall, er skyldugt að lijálpa eftir beztu getu." „Mikið rétt," svaraði fulltrúinn, „en getið þér bjálpað mönunum þarna niðri?" Skipherrann þegir vandræðalegur á svip. „Málin standa nú þannig, að það er á valdi skipasmíðastöðvarinnar einnar að bjarga. Þeir bafa lyftutæki, báta, skips- krana, flottanka og kafara, en ekki sjóher- inn. Þess vegna verður senda tilkynning- una til Cammel. Þar verður tekin ákvörð- tin um, hvað gera skuli. Eða viljið þér kannske bera ábyrgðina á þeirri óskap-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.