Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 11

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 11
—-----Nýtt S. O. S. 1 r Hvað hefm komið fyrir? Hefur straumur inn hrifið hendur þeirra frá andlitinu? Eða urðu þeir að halda sér í stigann með báðum höndum? Það veit enginn. „Lokið opinu og þrýstið sjónum út! skijjar Bolus. Tíu mínútum síðar eru dyrnar opnað- ar. Mennirnir þrír liggja á gólfinu. Þeir eru örendir. Nú víkur sögunni til Cammel-Laird. Mr. Johnson, aðalforstjóri Cammel- Laird tekur símtólið, líklega í tíunda skijjti. „Mr. Arnery óskar viðtals \ið yður,“ ,segir símastúlkan. Hún veit, að Sir L. S. Amery, fulltrúi Cammell-Laird í neðri málstofunni, verður jafnan að fá samband tafarlaust. „Við höfum enn sem komið er engar nýjar fréttir," kallar Mr. Johnson í tækið. „Vissulega, Sir, alveg áreiðanlega. \;ið ger- um allt, sem í okkar valdi stendur." „Eru, t.il nægar birgðir af lofti?" spyr Mr. Amery. „Jú, Sir. Loftið nægir til laugardags- morguns. Tvo daga enn. En þá verðum við löngu búnir að lyfta bátnum með brúarbátunum okkar." „Það er gott,“ svaraði Amery ánægður. „Bandaríkjamennirnir koma í kvöld til samningaviðræðna. Það er mjög þýðingar- mikið, að Thetis-slysinu verði haldið leyndu." „Eg hef einmitt gert mér allt far um það,“ svaraði Mr. Johnson. „Eg hef Iagt blátt bann vúð því, að fylgdarskipið sendi út SOS.“ „Vonandi er öryggi mannanna, sem eru um borð í Thetis engin hætta búin af því?“ .A'issulega ekki. Við gerum allar nauð- synlegar ráðstafanir. Við verðum hvort sem er að bíða næsta flóðs. Brúarbátarn- ir, sem við notum til að lyfta kafbátnum, eru dregnar ujop að ströndinni. En um háflóð getum við haldið á slysstaðinn taf- arlaust. Þá verðum við að útvega nægilega sterkar keðjur. En leigan, sem firmað set- ur npp, er svo gífurlega há, að tæpast er hægt að ganga að slíku tilboði. . .“ „Það má ekki horfa í neinn kostnað,“ svarar Mr. Amery. „Aðalatriðið er, að engár fregnir berist af slysinu fyrr en samn ingar hafa verið gerðir. Þessi óheppni mun orsaka mikil afföll á hlutabréfum Camm- ell-Laird. Það er líka mikil hætta á því, að Bandaríkjamenn láti ekki smíða neina kafbáta af Thetis-gerðinni hja okkur, ef það sannast, að um mistök hafi verið að ræða í byggingu kafbátsins.“ „Sem sannarlega er ekki tilfellið, Sir,“ fullyrti Mr. Johnson. „Það væri í mesta máta slæmt, ef varnarmálaráðherranum berast rangar upplýsingar um atburðinn.“ „Ef menn yðar sýna fullan trúnað, þá ætti ekki að þurfa að óttast það,‘“ svarar Mr. Amery. „En hvernig sem allt fer, verðið þér að sjá um, að einskis verði lát- ið ófreistað til að bjarga mönunum.“ „Sjálfsagt, Sir," flýtti Mr. Johnson sér að svara. „Bara að sjóherinn taki málið ekki í sínar hendur. Þegar ölln er á botn- inn hvplft, höfum við einungis frestað björgunarstarfinu um nokkrar klukku- stundir." „Teljið þér hugsanlegt, að Thetis hafi reki/.t á flak?“ spyr nú Amery. „Það er varla hægt að gera ráð fyrir því,“ svarar Mr. Johnson eftir stutta um- hugsun. „Um borð í Thetis er meðal annarra Wilcox hafnsögumaður, sem veit um öll skipsflök í Liverpool-flóanum.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.