Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 12

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 12
ía Nýjtt S. O. S. „En hvernig ætlið þér að skýra það fyr- ir Bandaríkjamönnum, að Thetis liefur ekki sent nein l«ftskeyti?“ „F.g er að vísu ekki neinn sérfræðingur í þessum málum, en ég lield, að kafbát- ur, sem liggur á hafsbotni geti ekki sent loftskeyti.“ Sir L. S. Amery liugsar sig um. „Rétt, Sir. Kafbátur getur livorki sent út né tekið á móti skeytum meðan hann er neðan- sjávar." „Ef nauðsynlegt er, að gera nokkuð uppskátt um fjarveru Thetis," stingur nú Mr. Johnson upp á, „þá segjtim við bara. að kafbáturinn hafi rekizt á flak, segjum t. d. „Royal Charter", sem liggúr einhvers staðar f flóanum, og hafi orðið fyrir skemmdum. Þá höfum við skýringu á reiðum höndum, sem nægir í kvöld: Þeg- ar við höfum samninginn f höndunum, getum við rólegir staðfest missi „Thetis." „Þetta hljómar ekki sérlega fallega,“ mælti Mr. Amery dræmt. „En þér eigið víst ’ekki annarra kosta völ. Og mín vegna getið þér gert sem yður þóktiast. Gerið fyrst og fremst allar ráðstafanir til björg- unar. Mér er órótt. Frændi minn er líka um borð í Thetis." Mr. Johnson er vel kunnugt um, að E. Bailey vérkfræðingur er frændi Sii 1.. S. Amery. „Eru nægilega margir björgunarlijálmar um borð?“ spyr nú Amery. 'Mr. Johnson svarar hikandi. ,,]ú. Að vísu fóru um tuttugu manns uin borð, sent ekki var búi/.t við. En ég held samt, að hjálmarnir séu nógu margir, verði bátn- um ekki lyft.“ ,,Vrerða ekki löftskeytin frá dráttarbátn- um Grebecock lesin almennt?“ spyr Mr. Aúiéry að síðustu. „Eða sendir hann dul- málssk'éyti?" „Grebecock getur ekki sent loftskeyti," svarar Mr. Jolmson eftir nokknrt hik. „En hann getur náð sendistöðinni í Seaforth á lítið viðtökutæki. Ef móttökuskilvrði eru slæm þá flytur hafnsöguskipið frá Port I.ýnas á milli. Auðvitað verða einvörð- ungu send dulmálsskeyti, þó ekki væri nema til þess, að sjóherinn nái ekki til- kynningum okkar.“ „All right,“ svarar Mr. Amery ánægðiu . „Vonandi heldur Grebecock sambandinu við Thetis. \7eðurfregnirnar í dag voru ekki' sem beztar. Við sjáumst við samn- ingaborðið hjá Bandaríkjamönnum. \7er- ið þér sælir á meðan!“ ---O----- A skipalaginu í Birkenhead liggja nokkr- ir kraftmiklir dráttarbátar reiðubúnir að láta'úr höfn. Við hafnarbakkann í Liverpool liggja einnig stór björgunarskip. Úti l’yrir ströndinni eru santan komin mörg björgunarskip. Þau hafa sterkar dráttartrossur, kraftmiklar dælur og ýmiss önnur björgunartæki. V'ið sendistöðvar þeirra sitja loftskeytamenn, er hvika ekki af verðimnn, en hlusta eftir hverju neyð- arkalli, er kann að berast. Þrýstiloftstæki eru einnig um borð og slöngur, sem eru kílómetri á lengd. Öll þessi skip bíða eftir kalli. En enginn kveður þau til starfa. F.n um borð í Thetis bíða menn í ol- væni. Hundrað manns bíða þar í daðans angist eða vongóðir og bjartsýnir, eftir skaplerli og sálarstyrk hvers og eins. F.n þeir bíða — — Hetjur og mangarar. Meðan fulltrúar Morgans og stjórnend- ur Cainmell-Laird semja um lánssamn- inginn í rauða fundarherberginu, safnast

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.