Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 14

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 14
)4 Nýtt S. O. S. — an og stakk þar stórum skrúflykli. í vinstri liendi heldur hann á raflampa. Hann hef- ur þykka gúmmíhanzka á höndum. Þegar hóJfið er fullt, getur hann opnað litla inirð, er liggur að tundurskeytaliólfinu, sem er fullt af sjó. „Hólfið er fullt!" tilkynnir Arnold. Allt í einu slokna ljósin hvarvetna i kafbátnum. Aðeins lampinn, er Chapmann ber í hendi sér, kastar daufu'skini á vatn- i, í hólfinu. Það er svo ægilega draugalegt þarna niðri, að engin orð fá lýst. liolus og YVoods horfa til skiptis gegnum litlu rúðuna, til að fylgjast með. hvernig Chap- man reiðir af. Öndunarpokinn hreyfist sífellt hraðar. Þeir sjá, að Chapman verður stöðugt erf- iðara um andardráttinn. Allt í einu er lampa Chapmans beint að sjónglerinu. Hann blossar, — og slokkn- ar. Morsemerki — — „Dæla úr hóllinu. Gefst upp — get ekki meira,“ les Bolus úr merkjunum. Hann skipar að dæla úr hólfinu tafar- laust. Drykklöng stund líður unz hægt er að opna hurðina. Chapman reikar inn, rífur hjálminn af brjósti og höfði. „Hvað er að?“ spyr Bolus. „Eg var alveg að kafna. Ventillinn er 1 ólagi.“ Bolus fær Mitchell hjálminn. „Lítið eftir ventlinum," skipar hann. •Chápman sezt á hrúgu af björgunarbelt- um og kastar upp sjó. „Nú ætla ég að reyna,“ mælti Woods eft- ir andartak. „Eg óska þess, að einhver komi með mér. Ef einn hjálmur bilar, liöfum við fleiri kosta völ.“ Mitchell gefur sig fram af sjálfsdáðum. —O------ Á meðan að Bolus og liðsforingjar nokkrir standa fyrir framan köfunarhólf- ið. hefur Mr. Sharv forstjóri komið auga á stórvaxinn matm úti í horni gangsins, þar sem hann er laumulega að gæða sér á súkkulaðimola. „Hæ, þú þarna! Komdti hingað, boy!“ ávarpar Shaw manninn. „F.rt þú ekki Matthews kyndari?" „Jú, Sir, ég er Matthews kyndari.“ „Eg heyrði nafn þitt nefnt við úthlut- unina. Þú hefur líkast til fengið hjálm?“ ,, j;í. Sir. Meira að segja með nefklemnnt. Hann er í lagi. Á ég að reka einhver er- indi fyrir yður þegar upp kemur, Sir?“ Shaw forstjóri dregur manninn til hlið- ar. „Hlustaðu nú á mig, vinur minn. Hver veit. nema jiessir liðsforingjar taki af jaér hjálminn. S\o skiptir það í rauninni engu máli. hvort þú kemur upp nokkrum klukkustundum lyrr eða síðar. Með tækj- um okkar lyftum við Thetis eins og leik- fangi. Eg kaupi af þér kafarahjálminn. Skilurðu mig?“ „Kaupa al' mér?“ Matthews getur ekki leynt undrun sinni. „Ekki á ég hjálminn." „Segjum þá, að þú lánir mér hann. Eg greiði jjér 5000 pund fyrir vikið.“ „Fimm þúsund pund!“ Kyndarann svimar, er hann heyrir svo háar tölur. „Þér hljótið að gera að gamni yðar, Sir. Hafið þér virkilega svo mikla peninga á yður?“ „Að vísu ekki. En ég hef ávísanaheftið mitt. F.g skrifa nú þegar ávísun handa yð- ur, á reikning minn í Barclay-bankanum. Á morgun, ei björgunarskipin hafa dreg- ið ykkur upp úr hafinu, getur þú fengið ávísunina greidda. Þá tekur líf Jaitt mikl- um stakkaskiptum, Matthew! Þú getur keypt stóran bar og verið þinn eigin herra. Þá þarft þú ekki að þræla lengur í sjóhern-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.