Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 18
8 Nýtt S. O. S. Thétis kastast til og frá á öldunum. eitt og yfirgefið. Tlietis hefur nú legið níu klukkustund- ir ;í liafsbotni. í níu klukkustundir hafa hundrað manns — þó verður ekki vitað með vissu, hve margir voru á lífi — beð- ið eftir því, að vera frelsaðir úr lieljar- klóm. Klukkan ellefu um kvöklið sendir brezka sjóherstjórnin svohljóðandi tilkynn- ingu til allra brezkra útvarpsstöðva: „H. M. THETIS hefur í reynsluför kaf- að í Liverpoolflóa kl. 13,40, og er ekki enn komin upp ó yfirborðið. — Mörg herskip eru í nónd við kafbót- inn, þar sem hann liggur á 40 metra dýpi. Stjórn björgunarinnar hefur ó hendi Mc Intyre skipherra, yfirmaður herstjórnaróðs kafbótaflotans." Nú er fullkomin kyrrð komin á um borð í Tlietis. Samkvæmt skipun kafbáts- foringjans var mönnum bannað að lireyfa sig, því hver hreyfing eykur notkun lofts- ins. I.íðan rnanna er ill, þá verkjar í alla limi og.ér erfitt um andardráttinn. Ljóslaust er svo að segja alls staðar. Vasa- ljósi er brugðið upp, þegar helzt þarf á ljósi að halda. Mikil hætta er á, að ban- vænt gasloft myndist í kafbátnum. „Engin breyting,“ tilkynnir liðsfoiángi sá, sem er á vakt, kafbátsforingjanum á hálfrar stundar fresti. Aðeins ein hugsun kemst að í huga hinna innilokuðu manna: ,,Eg vil ekki deyja!“ Maður kveikir á vasaljósi sínu og þá sést, að gufa hefur myndazt. Er gufa þessi eiturgas, eða hefur hún myndazt af raka- lofti? Öðru hvoru taka menn frani pappírs- blað og skrifa. Kannske skrifa þeir kon- unni sinni — unnustunni — eða öldruð- um foreldrum. Smith raffræðingur skrifar Beryl: „Eimmtudag, kl. 22. Enn munum við bíða dauðans í 28 klukkustundir. Ekkert getur framar orðið okkur til bjargar. Við liggj- um á 40 metra dýpi. Eg- hugsa alltaf til þín!“ Bolus situr í turninum. Hann skrifar líka. Logandi ákæru „Hljómerkjatækið ónothæft. Engin loft- skeytatæki. Símadull án talsambands. Um- búnaður á milligerðum úreltur. Aðeins fjórir björgunarhjálmar nothæfir. Hinii algerlega gagnslausir og auk þess of fáir. Við munum gera skyldu vora til hinztu stundar. Deilur milli verkfræðinga skipa- smíðastöðvarinnar og sjóliða. Sjóliðar allii eru hugdjarfir, þótt allir biði dauðans." Háseti skrifar konu sinni: „Ef það verð- ur sonur, á liann að heita John eins og faðir minn. Segðu honum, að hann eigi að ástunda að vera heiðarlegur maður og gera ávallt skyldu sína.--Loftið versnar stöðugt. Við megurn ekki hreyfa okkur. Eg ætla nú að sofa og dreyma þig.“ Vélamaður skrifar í vasabók sína: „Kæru foreldrar, fyrirgefið mér, að ég hef valdið ykkur hryggðar. I‘að var bara af því, að þið vilduð ekki að ég kvæntist Daisy. Það var illa gert af mér að heimsækja ykkur ekki. Hringurinn minn liggur heima á þvottaborðinu. Geymið hann til minning- ar um mig. Eg skanunast mín fyrir. að hafa hryggt ykkur . . . “ Tundurskeytasjóliði skrifar: „Elsku mamma, ég vona, að okkur verði náð upp. Þeir munu vissulega gei'a allt, senx í þeirra valdi stendur. Ef það verður of seint, er síðasta hugsun mín hjá þér. Líði þér vel, elsku mamma!“ -----O-----

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.