Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 22

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 22
22 Nýtt S. O. S. hásri röddu og spýtir út úr sér saltvatn- inu. „Hrer lét yður liaia björgunarhjálm?" „Þeim var úthlutað samkvæmt sérstök- um reglum, Sir. Eg hlaut fjórða hjálminn." „Og þér?“ spyr Mc Intyre og snéri máli sínu að hinum manninum. Maðurinn titrar. frá hvirfli til ilja af hryllingi. Augun eru bólgin, munnurinn fullur af slími. Hann kemur \arla upp orði \egna hósta. „Eg er Shaw, forstjóri Cammell-Laird." „Og livers vegna fenguð þér hjálm? Haf- ið þér líka hlotið hann í þessu einkenni- lega happdrætti?“ Shaw svarar ekki. Tveir sjóliðar verða að styðja hann. „Hann hefur keypt hann af Matthews yfirkyndara." svarar Arnold í stað forstjór- ans. „Matthews fékk sem sagt einn hjálm- inn.“ „Keypt? Er svona nokkuð hægt?“ Aðmírállinn snérist á hæli og gekk burt ásamt Mc Intyre skipherra. Arnold yfirkyndari stóð kyrr iirfáar sek- úndur. Þá hrækir hann beint fyrir framan fætur forstjórans, en háseti fylgir honum niður í íbúð skipshafnar, þar sem angaði á niciti þeim ilmandi kaffilykt. Shaw forstjóri stóð á þilfari tundurspill- isins, einmana maður. Sjómennirnir láta sem þeir sjái hann ekki. Klukkan tíu um morguninn var aftur háflæði. Starf manna þeirra frá Cammell- Laird, sem vinna við sokkin skip, c irðist ætla að bera árangur, þrátt fyrir aðvaranir sjóliðsforingjanna. í aftanverðu skipinu heyrast nú greinilega högg hinna innilok- uðu manna. „Við erum enn á lífi —“ Allt í einu skera lögskurðartækin inn úr byrðing kafbátsins. Þrýstiloftið streym- ir út með miklum hvin. Strengurinn milli Thetis og „Gigant ', er að því kominn að’ bresta. Og afturhluti „Thetis" er var korninn upp úr sjó, veltist á hliðina og kafbátur- inn hverfur að nýju undir yfirborð hafs- ins. í líkkistu úr stáli. Bolus kafbátsforingi fer nú ásamt How- ell vélstjóra og Glenn verkfræðingi til að athuga, hvort skilrúmshurðin að tundur- skeytahólfinu sé enn vel þétt. „Þetta er bölvað drasl!“ sagði (»lenn. „Þetta þorir Cammell-Laird að bjóða okk- ur! Úreltar hurðir, sem ekki er liægt að nota lengur í bryncörðu beitiskipi. Með átján skrúfum! Það veitir ekki af kortéri til að loka henni! Ef þessir aulabárðar hefðti ekki skorið gat á skutinn, þá hefð- um við getað farið upp um aftari köfun- arhólfin um fjöru." Bolus kinkar kolli. Hann veit, að hvar- \etna í heiminum eru nú notaðar skilrúms- liurðir, sem hægt er að loka með einu handtaki. Mennirnir líta alvarlega hvor á aiínan. Sjór seytlar lítilháttar inn um ó- þétt samskeytin. F.f sjór kemst að rafhlöð- unum myndast eiturgas. Nú heyrast hcjgg á kafbátsskrokknum utan frá. Heimscjkn að ofan! „Kafararnir,“ sagði Bolus lágt og hlust- ar eftir morsemerkjunum. Þá grípur hann þungan liamar og slær í síðu bátsins. „Hvers vegna komið þið ekki festum á bátinn? Þéttið tundurskeytahlaup 5. Komið með slöngur og dælið þéttilofti í bátinn. \'ið höfum ekki loft nema í 14 klukkustundir ennþá!“ Smithers annar stýrimaður kemur nú hlaupandi eftir skáhöllum ganginum.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.