Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 23
----- Nýtt S. O. S. 23 „AfturÍygtingin liefur sokkið dýpra. Það er útilokað að við komumst upp þá leið. Þeir liafa látið sökkva okkur!" tilkynnir hann. „Eg held, að við mundum geta farið upp um aftara köfunarliólfið með nef- klemmulausa hjálma," skaut Glenn inn í. „Hve lengi höfum við loft?“ Bolus reiknar — í hundraðasta sinn. — „Ef ég leyfi aðeins 15 lítra notkun á klukkustund handa hverjum manni, ætt- um við að vera birgir til kl. 16 eða 17 á laugardag." „Það er tveimur til þremur tímum lengur, en áætlað var," mælti Glenn hugsi. „Aftara björgunarhólfið er bara tólf nietr um updir sjó.“ Hann grípur í liandlegg Bolusar. „Það hlýtur að vera hægt á 12 metra dýpi án þess að hafa nefklennnur. Við skulum láta mennina fara upp þrjá saman hverju sinni. Þá liöfum við, sem eftir verðum. helmingi meiri birgðir af lofti.“ „Eg ætla að framkvæma þetta," mælti Bolus. Þá skipar liann: „Allir þeir, sem hafa bjöigunarhjálma, fari inn í vélarúm- ið. Við byrjum að dada í hólfið." Menn þyrpast nær. Þeir skríða á íjórum fótum, eins og dýr, sem bráðin Iokkar. Thetis liggur skáhallur til hliðar, skutur- inn 20 metrum hærri en stefnið. Á nokkrum mínútum fyllist vélarúmið af nokkrum tugum manna. Menn spyrja, hvað sé að ske. Hvort turninn sé kominn upp úr sjó og hægt að komast upp? „Nei,“ svarar Bólus. „En aftara björgun- arhólfið er aðeins 12 metum undir sjó. Þið ættuð að geta farið upp með hjálm- ana eins og þeir eru, ef þið haldið vel um nefið. Þrýsingurinn á 12 metra dýpi er ekki hætttdegur. Þrír menn í einu fara í -björgunarhólfið. Þið vitið, hvað ykkur ber að gera. Farið að öllu með gát! Þið komist allir upp!" „Sláið hann niður!“ kallar rám rödd í hópnum. „Nú ætlar hann að láta okkur drepast til þess að bjarga sjálfum sér. Nokkrir skipasmíðaverkamenn hrifsa til sín hjálmana, hver sem betur getur. Vél- fræðingar Cammell-Laird koma nú líka inn í vélarúmið. „Farið’ drengilega að öllu!“ hrópar Bol- us. „Hjálmunum hefur verið úthlutað. Ef við komum upp sextíu manns, höfum við hinir nægilegt loft unz bátnum verður Iyft!“ „Drengileg aðferð! Við höfum verið

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.