Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 26

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 26
2(i Nvtt S. O. S. svarar Mc Kenzie án nokkuriar virðingar og óvitandi um, hver ætti sök á þessu Imeyksli. „F.g loka fyrir tundurskeyta- hlaupið að utanverðu. Ef lokan er skemmd þá loka ég með tréfleyg og þéttistriga. Það liefðu kafararnir yðar átt að vera bún- ir að gera fyrir löngu." „Hér er það Cammell-Laird, sem stjórn- ar björgunarstarfinu," svarar Mc Intyre. „Nú, einmitt það! En sjóherstjórnin kallaði mig hingað," s\arar Me Kenzie undrandi. „Mr. Jolmson aðalforst jóri Cammell- l.aird er á leið hingað með nokkra kaf- ara frá fyrirtækinu," s\araði Me Intyre. „Það kemur mér ekkert \ið," svarar Me Kenzie. „Eg tek mína kafara með nið- ur. Segið þessum Mr. Johnson, að ég skeri í sundur slöngurnar á köfurunum hans, ef ég sé einn einasta þeirra niðri hjá flak- inu! Þegar \ið höfum þétt tundurskeyta- hlaupið munum við koma fyrir Jrrýstilofts- slöngum. Fjandinn hirði mig ef við kotn- um ekki þessum kláf upp á yfirborðið. En ..." „En hvað?" spyr Mc Intyre hásri röddu. „Hve langan tíma ég þarf til þess veit ég ekki. En meðan mennirnir Jrarna niðri eru með h'fsmarki munum við ekki gefast upp. Segið Mr. Johnson það.“ „En mennirnir hafa bara loft til kl. 2 á morgun," sagði skipherrann. „Hábölvað! Eg hef bjargað mönnum, sem blöðin sögðu dauða fyrir tólf klukku- stundum! — F.ru sextíu m'etrarnir mínir tilbúnir?" kallar Mc Kenzie niður í kaf- araprammann, sem liggur við „\hgilant“. „Eru tilbúnir." „Af hverju sextíu metrar? Thetis ligg- ur á 40 metra dýpi,“ segir einhver. „Til Jress að hafa vaðið fyrir neða sig, ef öldugangur verður hár og straumur sterkur, þvi þá kemur bugða á slönguna." Mc Kenzie hverfur nú í öldurnar. Á hjálmi hans er djúpmælir með lýsandi töluskífu. Straumurinn gerir honum erfitt fyrir. Allt í einu sér hann óglöggt gráa (ifreskju, sem Ijóskastarinn hans varpar ofurlítilli birtu á. Það er draugaleg sjón. Frá Thetis sér hann rauðan bjarma, rnjög daufan. Hann kemur úr litla hringlaga turngluggv anum. Mc Kenzie lætur bjarmann af ljós- kastara sínum falla á gluggann. Kafarinn sér nokkur andlit, sem þrýsta sér upp að rúðunni. Þau eru afmynduð af þjáningu. Straumurinn yfir Jrilfarinu er svo sterk- ur. að Mc Kenz.ie verður að ríghalda sér. „Er allt tilbúið?" spyr nú maður á prammanum í kafarasímann. „Tílbúið!" svarar Mc Kenzie. Hann slær með stórri rörtöng í turninn. Honum er samstundis svarað með högg- inerkjum. Þarna á hafsbotninum vekja þau hrylling og ömurleikakennd. Mc Ken- zie finnst þau ógnþrungin og ægileg. „Við erum hér 32 enn,“ les hann úr morsemerkjunum. „F.r einhver í stjórnklefanum?" bankar Mc Kenzie. „Nei, enginn." „I vélarrúminu?" „Fullt af sjó. Þar eru allir drukknaðir. Aftara björgunarhólfið óvirkt. Lyftið bátn- um að framan. Eina útgönguleiðin er um fremra hólfið.“ Mc Kenzie skríður áfram eftir þilfarinu. Ljóskastarinn hans varpar grænum bjarma á djúpið. Hann líkist helzt sasskrímsli. Allt í einu hregður fyrir rauðglóandi auga. Svo hverfur það snögglega. Öðru Iivoru heyrir Mc Kenzie fossandi þyt. Nú sér hann opna uppgöngulúguna að aftara.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.